Gleymdu að setja upp grímurnar þegar þeir plönuðu innbrotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2020 15:02 Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, hefur áður þurft að sópa upp glerbrot eftir innbrot í Melabúðina. Vísir/Vilhelm Brotist var inn í Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Um var að ræða þjófa sem gripu með sér tóbak áður en þeir tóku á rás niður Hagamelinn. Lögregla segist hafa upplýsingar um hverjir voru þarna á ferðinni. Einhverjir Vesturbæingar rumskuðu við það rétt fyrir klukkan fimm í nótt að rúða var brotin við innganginum að Melabúðinni. Það var stilla og hljóðbært í nótt svo lætin af innbrotinu bárust í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Vísis voru þjófarnir tveir. Annar sem fór inn og hinn sem stóð vaktina fyrir utan búðina. Tóku þeir á sprett niður Hagamelinn með tóbak í poka. Lögreglubílar voru mættir mjög fljótlega en tókst ekki að finna þá í nótt. „Miklir snillingar“ Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, er öllu vanur þegar kemur að innbrotum. Melabúðin hefur verið rekin frá árinu 1956 og þótt Pétur hafi ekki staðið vaktina allan þann tíma man hann eftir fleiri en einu og fleiri en tveimur innbrotum. „Þetta er ekki í fyrsta skipti,“ segir Pétur sem hefur þó aldrei gaman af því að hreinsa upp glerbrotin eftir þjófana. Pétur segir innbrotið hafa náðst á öryggismyndavél en þar séu bæði sá sem braut rúðuna og sá sem stóð vaktina með grímur á höfði. Þeir voru hins vegar fyrir utan búðina að fara yfir málin á ellefta tímanum í gærkvöldi með engar grímur. Ráðabruggið grímulausa náðist sömuleiðis á myndbandsupptöku. „Þeir voru svo miklir snillingar,“ segir Pétur. Rannsókn í góðum farvegi Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa upplýsingar um hverjir hafi hugsanlega verið á ferðinni þarna. Málið sé í góðum farvegi. Þjófarnir brutu rúðuna hægra megin við innganginn og klifruðu inn til að ná sér í tóbak.Vísir/Vilhelm Pétur segist vona að innbrotum fari ekki að fjölga í því ástandi sem nú gengur yfir vegna kórónuveirunnar. Viðbúið er að fólk hafi minna á milli handanna enda atvinnuleysi töluvert. Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna að mati hagsjár Landsbankans. Merkir jafnaðargeð hjá afslöppuðum viðskiptavinum Samkomubann hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags og segir Pétur að merkja hafi mátt aðeins færri gesti í Melabúðinni í gær en allajafna á mánudögum. En hafa verði í huga að einhverjir hafi verið byrjaðir að hamstra. Pétur segir engan vöruskort í landinu og fólk muni áfram vilja sækja sína ferskvöru í Melabúðina. Hann merki jafnaðargeð hjá viðskiptavinum og fólk sé afslappað. Í Melabúðinni sé farið eftir tilmælum almannavarna varðandi fjölda fólks og bil á milli. Höfða sé til fólks að passa sig. „Þetta er náttúrulega lítil búð og fólk þarf að gæta sjálft að sínu,“ segir Pétur. Ekki standi á þrifum, spritti og öllu þess háttar. Eitthvað sé um að viðskiptavinir spyrjist fyrir um heimsendingar og sé reynt að verða við því eftir því sem hægt er. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Brotist var inn í Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Um var að ræða þjófa sem gripu með sér tóbak áður en þeir tóku á rás niður Hagamelinn. Lögregla segist hafa upplýsingar um hverjir voru þarna á ferðinni. Einhverjir Vesturbæingar rumskuðu við það rétt fyrir klukkan fimm í nótt að rúða var brotin við innganginum að Melabúðinni. Það var stilla og hljóðbært í nótt svo lætin af innbrotinu bárust í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Vísis voru þjófarnir tveir. Annar sem fór inn og hinn sem stóð vaktina fyrir utan búðina. Tóku þeir á sprett niður Hagamelinn með tóbak í poka. Lögreglubílar voru mættir mjög fljótlega en tókst ekki að finna þá í nótt. „Miklir snillingar“ Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, er öllu vanur þegar kemur að innbrotum. Melabúðin hefur verið rekin frá árinu 1956 og þótt Pétur hafi ekki staðið vaktina allan þann tíma man hann eftir fleiri en einu og fleiri en tveimur innbrotum. „Þetta er ekki í fyrsta skipti,“ segir Pétur sem hefur þó aldrei gaman af því að hreinsa upp glerbrotin eftir þjófana. Pétur segir innbrotið hafa náðst á öryggismyndavél en þar séu bæði sá sem braut rúðuna og sá sem stóð vaktina með grímur á höfði. Þeir voru hins vegar fyrir utan búðina að fara yfir málin á ellefta tímanum í gærkvöldi með engar grímur. Ráðabruggið grímulausa náðist sömuleiðis á myndbandsupptöku. „Þeir voru svo miklir snillingar,“ segir Pétur. Rannsókn í góðum farvegi Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa upplýsingar um hverjir hafi hugsanlega verið á ferðinni þarna. Málið sé í góðum farvegi. Þjófarnir brutu rúðuna hægra megin við innganginn og klifruðu inn til að ná sér í tóbak.Vísir/Vilhelm Pétur segist vona að innbrotum fari ekki að fjölga í því ástandi sem nú gengur yfir vegna kórónuveirunnar. Viðbúið er að fólk hafi minna á milli handanna enda atvinnuleysi töluvert. Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna að mati hagsjár Landsbankans. Merkir jafnaðargeð hjá afslöppuðum viðskiptavinum Samkomubann hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags og segir Pétur að merkja hafi mátt aðeins færri gesti í Melabúðinni í gær en allajafna á mánudögum. En hafa verði í huga að einhverjir hafi verið byrjaðir að hamstra. Pétur segir engan vöruskort í landinu og fólk muni áfram vilja sækja sína ferskvöru í Melabúðina. Hann merki jafnaðargeð hjá viðskiptavinum og fólk sé afslappað. Í Melabúðinni sé farið eftir tilmælum almannavarna varðandi fjölda fólks og bil á milli. Höfða sé til fólks að passa sig. „Þetta er náttúrulega lítil búð og fólk þarf að gæta sjálft að sínu,“ segir Pétur. Ekki standi á þrifum, spritti og öllu þess háttar. Eitthvað sé um að viðskiptavinir spyrjist fyrir um heimsendingar og sé reynt að verða við því eftir því sem hægt er.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent