Eldur og brennisteinn Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. mars 2020 13:00 Hér á landi er ýmislegt landlægt. Myrkur á veturna, birta á sumrin og alltumlykjandi forsjárhyggja allan ársins hring. Nýlega kom upp í hugann þessi tímalausa snilld þáverandi þingmanns frá árinu 1988, sem varaði við hörmungunum sem fylgdu því að „hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina“ – með öðrum orðum að leyfa þegnum þessa lands, líkt og flestra annarra, að kaupa sér bjór. Við sama tilefni taldi annar og jafnvel þekktari þingmaður (a.m.k. í seinni tíð) ótækt að leyfa lýðnum að fá bjór, enda myndi það meðal annars „leiða til þess að menn drykkju við vinnu“. Áhugavert er reyndar að skoða síðarnefnda hlekkinn, þar sem fjöldi þingkarla lýsti andstöðu sinni við „bjórinn“, enda myndi eldi og brennisteini rigna yfir þjóðina fengi hún leyfi til að kaupa slíka drykki. Forsjárhyggjan eldist ekki vel Sambærilegt tal hefur litið dagsins ljós við hin ýmsu tilefni þar sem til stendur að auka frelsi þegnanna, en oft er einnig notast við sjónarmið um að málin séu „ekki mikilvæg“, annað eigi að „ganga fyrir“ o.s.frv. Þar gleymist að vísu sú staðreynd að eitt útilokar ekki annað, enda má vel sinna „stóru“ og „litlu“ málunum á sama tíma, án þess að annað líði fyrir. Málflutningurinn gengur í sjálfu sér allur út á það sama; að ríghalda í þá ranghugmynd að frelsi sé fólkinu hættulegt. Blessunarlega má þó segja að forsjárhyggjan eldist ekki vel, líkt og ágætur varaþingmaður benti á í ræðu um áfengismál á þingi fyrir réttu ári síðan. Síðan ölinu áfenga var hellt yfir þjóðina árið 1989 má þannig fullyrða að vínmenning Íslendinga hafi batnað til muna, og það þrátt fyrir stóraukið úrval og aðgengi ár frá ári. Með tilkomu lítilla brugghúsa, innflutnings á fjölbreyttum gæðavínum o.fl. hefur áfengi orðið vara sem yfirgnæfandi meirihluti fólks neytir í hófi, með góðum mat og við sambærileg tilefni, en ekki aðeins „brennivín“, „sprútt“ o.s.frv. - þó slíkum hugtökum haldi forsjárhyggjufólk óspart á lofti þegar tillögur um skref í frelsisátt líta dagsins ljós. Land Cruiser og ammoníaksblandað munntóbak Stuðningsfólk ríkiseinokunar með áfengi á það yfirleitt sameiginlegt að vera afar annt um lýðheilsu og heldur því iðulega fram að aukinn sýnileiki og aðgengi að áfengi geti valdið stórtjóni þar á. Í því samhengi er áhugavert að velta fyrir sér rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (stofnunarinnar sem kaupir Land Cruiser fyrir aðstoðarforstjórann og selur ammoníaksblandað tóbak í vör), en undanfarin ár hefur aðgengi að áfengi stóraukist fyrir tilstilli stofnunarinnar. Þannig er verslunum statt og stöðugt fjölgað, verslunin auglýsir í gríð og erg (undir því yfirskini að hún sé „besta fyrirtækið“, „allir verði að muna eftir skilríkjunum“ o.s.frv.) og hún heldur úti „vefbúð“ á slóðinni www.atvr.is þar sem allir nettengdir geta skoðað áfenga drykki, óháð aldri. Í ársskýrslu stofnunarinnar er því meira að segja hampað hvernig vínbúðum er fjölgað og þær stækkaðar og hve stöðugur vöxtur sé í aðsókn á vefinn, þar sem skoða má og kaupa áfengu drykkina. Hinn sístækkandi áfengisvefur ríkisins er þó ekki eini vettvangurinn þar sem unnt er að nálgast áfengi á netinu. Þannig geta Íslendingar, og hafa lengi getað, keypt áfengi í gegnum netverslanir og fengið sent heim að dyrum án nokkurrar aðkomu ríkisstofnunarinnar góðu. Það eitt hangir á spýtunni að kaupin eru aðeins möguleg í gegnum erlendar netverslanir, íslenskum aðilum er harðbannað að bjóða sambærilega þjónustu (vegna lýðheilsusjónarmiða). Tæknin skákar stjórnlyndum ÁTVR er heldur ekki eini aðilinn sem birtir reglulega auglýsingar um áfengi fyrir augum landsmanna. Þannig getur löggjafinn með engu móti komið böndum á það hvernig Facebook, Instagram og álíka miðlar eru nýttir við markaðssetninguna og sjá Íslendingar á öllum aldri skilaboð um áfengi þar, rétt eins og á vef ÁTVR. Það er nefnilega sama hve ákaft stjórnlyndir rembast við að hafa vit fyrir borgurum og fyrirtækjum, þá getur tæknin yfirleitt skotið þeim ref fyrir rass. Þeir einu sem ekkert geta auglýst eru því innlendir miðlar, sem há sífellda varnarbaráttu um auglýsingarými við erlenda samfélagsmiðla og Ríkisútvarpið ohf. Má því lýsa núverandi stöðu með eftirfarandi hætti; Aðgengi að áfengi eykst stöðugt á Íslandi fyrir tilstilli ÁTVR, bæði í formi físískra verslana og á netinu. Íslendingar geta keypt áfengi heim að dyrum í gegnum netverslanir, að því gefnu að þær séu ekki íslenskar. Landsmönnum birtast auglýsingar um áfengi á hverjum degi í gegnum fjölda miðla, bara ekki þá sem eru hýstir á Íslandi. Með framangreint til hliðsjónar er óneitanlega athyglisverð sú hystería sem víða birtist í tilefni löngu tímabærs frumvarps dómsmálaráðherra um að jafna stöðuna hvað þetta varðar. Var sérstaklega skemmtilegt að sjá keimlíkt orðalag og í 32ja ára gamalli ræðu þingmannsins fyrrverandi í pistli læknis nokkurs, sem að vísu talaði um áfengi að „flæða yfir þjóðina“. Þá vill forstjóri nokkur „senda“ dómsmálaráðherra hingað og þangað og ýmis áhugasamtök dæla út áróðri í vel kostuðum færslum vegna málsins á Facebook. Flest verður áfram bannað Allt er þetta sérlega áhugavert með hliðsjón af því að engar efnisbreytingar á þeirri ríkiseinokun og neyslustýringu sem hér þrífst felast í raun í frumvarpinu. Enn mun ríkisvaldið eitt mega halda úti físískum verslunum með áfengi, litlum kjöt-, osta- og fiskbúðum verður t.d. áfram bannað að selja paraðar rauðvínsflöskur með matnum. Nítján ára gömlum sjálfráða brúðhjónum verður áfram bannað að kaupa freyðivín til að skála fyrir tímamótunum. Áfram mætti lengi telja. Lýðheilsan ætti því áfram að vera í ljómandi góðum málum. Eina efnisbreytingin felst í því að jafna stöðu innlendra aðila miðað við erlenda m.t.t. þeirra atriða sem talin voru að framan. Að vörurnar megi kaupa á vef með endingunni .is eða ekki bara .com – og að vekja megi athygli á hinum löglegu vörum með öðrum hætti en þeim einum að dæla peningum í Mark Zuckerberg. Hér er markmiðið með engu móti að gera lítið úr áfengisvanda eða raunum þeirra sem við hann glíma. Mikilvægt er að halda uppi öflugum forvörnum, meðferðarúrræðum og stuðla að meðvitund um hættur þess að drekka of snemma. Slíkar forvarnir mætti fjármagna með skattfé. Framboðið af skattfé verður hins vegar talsvert minna ef fjármunum er leyft að flæða til erlendra fyrirtækja í stað íslenskra, með löngu útrunnin sjónarmið að vopni. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Hersir Aron Ólafsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hér á landi er ýmislegt landlægt. Myrkur á veturna, birta á sumrin og alltumlykjandi forsjárhyggja allan ársins hring. Nýlega kom upp í hugann þessi tímalausa snilld þáverandi þingmanns frá árinu 1988, sem varaði við hörmungunum sem fylgdu því að „hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina“ – með öðrum orðum að leyfa þegnum þessa lands, líkt og flestra annarra, að kaupa sér bjór. Við sama tilefni taldi annar og jafnvel þekktari þingmaður (a.m.k. í seinni tíð) ótækt að leyfa lýðnum að fá bjór, enda myndi það meðal annars „leiða til þess að menn drykkju við vinnu“. Áhugavert er reyndar að skoða síðarnefnda hlekkinn, þar sem fjöldi þingkarla lýsti andstöðu sinni við „bjórinn“, enda myndi eldi og brennisteini rigna yfir þjóðina fengi hún leyfi til að kaupa slíka drykki. Forsjárhyggjan eldist ekki vel Sambærilegt tal hefur litið dagsins ljós við hin ýmsu tilefni þar sem til stendur að auka frelsi þegnanna, en oft er einnig notast við sjónarmið um að málin séu „ekki mikilvæg“, annað eigi að „ganga fyrir“ o.s.frv. Þar gleymist að vísu sú staðreynd að eitt útilokar ekki annað, enda má vel sinna „stóru“ og „litlu“ málunum á sama tíma, án þess að annað líði fyrir. Málflutningurinn gengur í sjálfu sér allur út á það sama; að ríghalda í þá ranghugmynd að frelsi sé fólkinu hættulegt. Blessunarlega má þó segja að forsjárhyggjan eldist ekki vel, líkt og ágætur varaþingmaður benti á í ræðu um áfengismál á þingi fyrir réttu ári síðan. Síðan ölinu áfenga var hellt yfir þjóðina árið 1989 má þannig fullyrða að vínmenning Íslendinga hafi batnað til muna, og það þrátt fyrir stóraukið úrval og aðgengi ár frá ári. Með tilkomu lítilla brugghúsa, innflutnings á fjölbreyttum gæðavínum o.fl. hefur áfengi orðið vara sem yfirgnæfandi meirihluti fólks neytir í hófi, með góðum mat og við sambærileg tilefni, en ekki aðeins „brennivín“, „sprútt“ o.s.frv. - þó slíkum hugtökum haldi forsjárhyggjufólk óspart á lofti þegar tillögur um skref í frelsisátt líta dagsins ljós. Land Cruiser og ammoníaksblandað munntóbak Stuðningsfólk ríkiseinokunar með áfengi á það yfirleitt sameiginlegt að vera afar annt um lýðheilsu og heldur því iðulega fram að aukinn sýnileiki og aðgengi að áfengi geti valdið stórtjóni þar á. Í því samhengi er áhugavert að velta fyrir sér rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (stofnunarinnar sem kaupir Land Cruiser fyrir aðstoðarforstjórann og selur ammoníaksblandað tóbak í vör), en undanfarin ár hefur aðgengi að áfengi stóraukist fyrir tilstilli stofnunarinnar. Þannig er verslunum statt og stöðugt fjölgað, verslunin auglýsir í gríð og erg (undir því yfirskini að hún sé „besta fyrirtækið“, „allir verði að muna eftir skilríkjunum“ o.s.frv.) og hún heldur úti „vefbúð“ á slóðinni www.atvr.is þar sem allir nettengdir geta skoðað áfenga drykki, óháð aldri. Í ársskýrslu stofnunarinnar er því meira að segja hampað hvernig vínbúðum er fjölgað og þær stækkaðar og hve stöðugur vöxtur sé í aðsókn á vefinn, þar sem skoða má og kaupa áfengu drykkina. Hinn sístækkandi áfengisvefur ríkisins er þó ekki eini vettvangurinn þar sem unnt er að nálgast áfengi á netinu. Þannig geta Íslendingar, og hafa lengi getað, keypt áfengi í gegnum netverslanir og fengið sent heim að dyrum án nokkurrar aðkomu ríkisstofnunarinnar góðu. Það eitt hangir á spýtunni að kaupin eru aðeins möguleg í gegnum erlendar netverslanir, íslenskum aðilum er harðbannað að bjóða sambærilega þjónustu (vegna lýðheilsusjónarmiða). Tæknin skákar stjórnlyndum ÁTVR er heldur ekki eini aðilinn sem birtir reglulega auglýsingar um áfengi fyrir augum landsmanna. Þannig getur löggjafinn með engu móti komið böndum á það hvernig Facebook, Instagram og álíka miðlar eru nýttir við markaðssetninguna og sjá Íslendingar á öllum aldri skilaboð um áfengi þar, rétt eins og á vef ÁTVR. Það er nefnilega sama hve ákaft stjórnlyndir rembast við að hafa vit fyrir borgurum og fyrirtækjum, þá getur tæknin yfirleitt skotið þeim ref fyrir rass. Þeir einu sem ekkert geta auglýst eru því innlendir miðlar, sem há sífellda varnarbaráttu um auglýsingarými við erlenda samfélagsmiðla og Ríkisútvarpið ohf. Má því lýsa núverandi stöðu með eftirfarandi hætti; Aðgengi að áfengi eykst stöðugt á Íslandi fyrir tilstilli ÁTVR, bæði í formi físískra verslana og á netinu. Íslendingar geta keypt áfengi heim að dyrum í gegnum netverslanir, að því gefnu að þær séu ekki íslenskar. Landsmönnum birtast auglýsingar um áfengi á hverjum degi í gegnum fjölda miðla, bara ekki þá sem eru hýstir á Íslandi. Með framangreint til hliðsjónar er óneitanlega athyglisverð sú hystería sem víða birtist í tilefni löngu tímabærs frumvarps dómsmálaráðherra um að jafna stöðuna hvað þetta varðar. Var sérstaklega skemmtilegt að sjá keimlíkt orðalag og í 32ja ára gamalli ræðu þingmannsins fyrrverandi í pistli læknis nokkurs, sem að vísu talaði um áfengi að „flæða yfir þjóðina“. Þá vill forstjóri nokkur „senda“ dómsmálaráðherra hingað og þangað og ýmis áhugasamtök dæla út áróðri í vel kostuðum færslum vegna málsins á Facebook. Flest verður áfram bannað Allt er þetta sérlega áhugavert með hliðsjón af því að engar efnisbreytingar á þeirri ríkiseinokun og neyslustýringu sem hér þrífst felast í raun í frumvarpinu. Enn mun ríkisvaldið eitt mega halda úti físískum verslunum með áfengi, litlum kjöt-, osta- og fiskbúðum verður t.d. áfram bannað að selja paraðar rauðvínsflöskur með matnum. Nítján ára gömlum sjálfráða brúðhjónum verður áfram bannað að kaupa freyðivín til að skála fyrir tímamótunum. Áfram mætti lengi telja. Lýðheilsan ætti því áfram að vera í ljómandi góðum málum. Eina efnisbreytingin felst í því að jafna stöðu innlendra aðila miðað við erlenda m.t.t. þeirra atriða sem talin voru að framan. Að vörurnar megi kaupa á vef með endingunni .is eða ekki bara .com – og að vekja megi athygli á hinum löglegu vörum með öðrum hætti en þeim einum að dæla peningum í Mark Zuckerberg. Hér er markmiðið með engu móti að gera lítið úr áfengisvanda eða raunum þeirra sem við hann glíma. Mikilvægt er að halda uppi öflugum forvörnum, meðferðarúrræðum og stuðla að meðvitund um hættur þess að drekka of snemma. Slíkar forvarnir mætti fjármagna með skattfé. Framboðið af skattfé verður hins vegar talsvert minna ef fjármunum er leyft að flæða til erlendra fyrirtækja í stað íslenskra, með löngu útrunnin sjónarmið að vopni. Höfundur er lögfræðingur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun