Tveir óvinir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 18. apríl 2020 09:00 Í dag er veiran óvinurinn. En hún er ekki eini óvinurinn. Atvinnuleysi er einnig óvinur okkar þessa dagana. Við þann óvin getur einnig verið erfitt að eiga við. Atvinnuleysi fer nú hratt vaxandi og stefnir í að vera tvöfalt meira en í bankahruninu. Tugþúsundir Íslendinga eru eða eru á leiðinni að verða atvinnulaus. Allir Íslendingar munu kynnast atvinnuleysi eða einhverjum sem verður atvinnulaus/-lítill á næstunni. Atvinnuleysi er ömurlegt fyrir alla, sérstaklega fyrir þann sem fyrir því verður og fjölskyldu. Það er einnig ömurlegt fyrir samfélagið og hagkerfið. Og það er ömurlegt fyrir ríkiskassann. Hvað getum við gert? Hér koma 10 hugmyndir gegn atvinnuleysi. 1. Fjölgum opinberum starfsmönnum. Það þarf fleiri opinbera starfsmenn, hvort sem litið er til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, lækna, barnaverndarfólks, félagsfræðinga, sálfræðinga eða annara starfsmanna í heilbrigðis- og félagsþjónustu, kennara og skólaliða í menntakerfinu eða lögreglumanna, leikara, vísindamanna og annarra opinberra sérfræðinga. Með því sköpum við ekki einungis störf heldur bætum við þjónustu við okkur sjálf, hvort sem við erum eldri borgarar, sjúklingar, nemendur eða allur almenningur sem nýtur góðs af öflugri opinberri þjónustu. Þetta geta stjórnvöld hæglega gert en erfiðara getur verið að fjölga störfum fljótt í einkageiranum þótt það þurfi einnig. 2. Galopnum skólana okkar fyrir atvinnulausa og atvinnulitla. Stóreflum möguleika á endurmenntun og símenntun hvort sem það er á sviði starfs-, iðn- eða bóknáms. Lítum á nám sem vinnumarkaðsaðgerð en þetta gaf góða raun í síðasta hruni. Tryggjum að fólk án atvinnu geti stundað nám og fengið samhliða greiddar atvinnuleysisbætur. 3. Ráðumst í opinberar fjárfestingar. Höfum þær miklu stærri en það sem ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt. Höfum fjárfestingar grænar sem höfða til allra kynja og allra landshluta. Hugsum eins og Roosevelt fyrir tæpum hundrað árum sem þurfti að bregðast við kreppunni miklu. Það er í góðu lagi að skuldsetja hið opinbera í svona ástandi, til að fjárfesta í innviðum. Það á meira að segja að skuldsetja hið opinbera í svona árferði. 4. Eflum nýsköpunar- og rannsóknarsjóði. Með því geta frumkvöðlar og námsmenn rannsakað og skapað á meðan litla vinnu er að fá. Við vitum ekkert hvaða fyrirtæki verður næsta Marel eða Meniga. En við vitum að slík fyrirtæki þurfa oft opinbera sjóði til að lifa af fyrstu mánuðina. Nýsköpun er töfraorðið í kreppu og er besta fjárfestingin. Hækkum einnig þakið á endurgreiðslum vegna þróunarkostnaðar fyrirtækja og styrkjum kvikmyndasjóð og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Slíkt mun laða að mikilvæg verkefni og skapa störf. Þetta styrkir einnig ferðaþjónustuna þegar hún rís á nýjan leik. 5. Stóraukum grænmetisframleiðslu á Íslandi með niðurgreiddri orku. Slíkt skapar störf og eykur sjálfbærni og dregur úr kolefnisútblæstri. 6. Höfum listamenn á listamannalaunum í stað þess setja þá á atvinnuleysibætur. Ég hef áður kynnt þessa hugmynd sem fékk ótrúlega mikinn stuðning á meðal fólks. 1%-stig í auknu atvinnuleysi kostar jafnmikið og að tífalda fjölda listamanna á listamannalaunum. Sköpum list, og um leið störf, umsvif og tekjur. Við vitum ekkert hver verður næsta Hildur Guðna eða Arnaldur Indriða en þau voru bæði á listamannalaunum í upphafi síns ferils. 7. Eflum vinnumarkaðsúrræði þar sem fyrirtæki og stofnanir geti ráðið tímabundið til sín fólk í atvinnuleit þannig að atvinnuleysisbætur fylgi því inn í fyrirtækið ásamt mótframlagi í lífeyrissjóð. Atvinnurekandinn greiðir það sem upp á vantar svo viðkomandi njóti sambærilegra launakjara og aðrir á vinnustaðnum. 8. Styrkjum sveitarfélögin til að halda úti öflugu opinberu þjónustustigi. Ríkisvaldið er miklu öflugra en einstök sveitarfélög og látum ríkið taka stærsta höggið á sig. Til þess er það og ríkið getur það. 9. Eflum fæðingarorlofið. Hvernig tengist það atvinnuleysi? Jú, gerum fólki kleift að vera lengur utan vinnumarkaðarins á tekjum og vera heima hjá nýfæddum börnum. Og fjölgum landsmönnum. 10. Í síðasta hruni bjargaði ríkið innlendu bönkunum. Ríkið ætti núna að standa að ríkisstyrktri ferðaþjónustu í sumar í samráði við hagsmunasamtök greinarinnar með beinum styrkjum. Við munum öll sækja Ísland heim í sumar og látum ríkið hjálpa til á meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Vinnumarkaður Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er veiran óvinurinn. En hún er ekki eini óvinurinn. Atvinnuleysi er einnig óvinur okkar þessa dagana. Við þann óvin getur einnig verið erfitt að eiga við. Atvinnuleysi fer nú hratt vaxandi og stefnir í að vera tvöfalt meira en í bankahruninu. Tugþúsundir Íslendinga eru eða eru á leiðinni að verða atvinnulaus. Allir Íslendingar munu kynnast atvinnuleysi eða einhverjum sem verður atvinnulaus/-lítill á næstunni. Atvinnuleysi er ömurlegt fyrir alla, sérstaklega fyrir þann sem fyrir því verður og fjölskyldu. Það er einnig ömurlegt fyrir samfélagið og hagkerfið. Og það er ömurlegt fyrir ríkiskassann. Hvað getum við gert? Hér koma 10 hugmyndir gegn atvinnuleysi. 1. Fjölgum opinberum starfsmönnum. Það þarf fleiri opinbera starfsmenn, hvort sem litið er til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, lækna, barnaverndarfólks, félagsfræðinga, sálfræðinga eða annara starfsmanna í heilbrigðis- og félagsþjónustu, kennara og skólaliða í menntakerfinu eða lögreglumanna, leikara, vísindamanna og annarra opinberra sérfræðinga. Með því sköpum við ekki einungis störf heldur bætum við þjónustu við okkur sjálf, hvort sem við erum eldri borgarar, sjúklingar, nemendur eða allur almenningur sem nýtur góðs af öflugri opinberri þjónustu. Þetta geta stjórnvöld hæglega gert en erfiðara getur verið að fjölga störfum fljótt í einkageiranum þótt það þurfi einnig. 2. Galopnum skólana okkar fyrir atvinnulausa og atvinnulitla. Stóreflum möguleika á endurmenntun og símenntun hvort sem það er á sviði starfs-, iðn- eða bóknáms. Lítum á nám sem vinnumarkaðsaðgerð en þetta gaf góða raun í síðasta hruni. Tryggjum að fólk án atvinnu geti stundað nám og fengið samhliða greiddar atvinnuleysisbætur. 3. Ráðumst í opinberar fjárfestingar. Höfum þær miklu stærri en það sem ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt. Höfum fjárfestingar grænar sem höfða til allra kynja og allra landshluta. Hugsum eins og Roosevelt fyrir tæpum hundrað árum sem þurfti að bregðast við kreppunni miklu. Það er í góðu lagi að skuldsetja hið opinbera í svona ástandi, til að fjárfesta í innviðum. Það á meira að segja að skuldsetja hið opinbera í svona árferði. 4. Eflum nýsköpunar- og rannsóknarsjóði. Með því geta frumkvöðlar og námsmenn rannsakað og skapað á meðan litla vinnu er að fá. Við vitum ekkert hvaða fyrirtæki verður næsta Marel eða Meniga. En við vitum að slík fyrirtæki þurfa oft opinbera sjóði til að lifa af fyrstu mánuðina. Nýsköpun er töfraorðið í kreppu og er besta fjárfestingin. Hækkum einnig þakið á endurgreiðslum vegna þróunarkostnaðar fyrirtækja og styrkjum kvikmyndasjóð og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Slíkt mun laða að mikilvæg verkefni og skapa störf. Þetta styrkir einnig ferðaþjónustuna þegar hún rís á nýjan leik. 5. Stóraukum grænmetisframleiðslu á Íslandi með niðurgreiddri orku. Slíkt skapar störf og eykur sjálfbærni og dregur úr kolefnisútblæstri. 6. Höfum listamenn á listamannalaunum í stað þess setja þá á atvinnuleysibætur. Ég hef áður kynnt þessa hugmynd sem fékk ótrúlega mikinn stuðning á meðal fólks. 1%-stig í auknu atvinnuleysi kostar jafnmikið og að tífalda fjölda listamanna á listamannalaunum. Sköpum list, og um leið störf, umsvif og tekjur. Við vitum ekkert hver verður næsta Hildur Guðna eða Arnaldur Indriða en þau voru bæði á listamannalaunum í upphafi síns ferils. 7. Eflum vinnumarkaðsúrræði þar sem fyrirtæki og stofnanir geti ráðið tímabundið til sín fólk í atvinnuleit þannig að atvinnuleysisbætur fylgi því inn í fyrirtækið ásamt mótframlagi í lífeyrissjóð. Atvinnurekandinn greiðir það sem upp á vantar svo viðkomandi njóti sambærilegra launakjara og aðrir á vinnustaðnum. 8. Styrkjum sveitarfélögin til að halda úti öflugu opinberu þjónustustigi. Ríkisvaldið er miklu öflugra en einstök sveitarfélög og látum ríkið taka stærsta höggið á sig. Til þess er það og ríkið getur það. 9. Eflum fæðingarorlofið. Hvernig tengist það atvinnuleysi? Jú, gerum fólki kleift að vera lengur utan vinnumarkaðarins á tekjum og vera heima hjá nýfæddum börnum. Og fjölgum landsmönnum. 10. Í síðasta hruni bjargaði ríkið innlendu bönkunum. Ríkið ætti núna að standa að ríkisstyrktri ferðaþjónustu í sumar í samráði við hagsmunasamtök greinarinnar með beinum styrkjum. Við munum öll sækja Ísland heim í sumar og látum ríkið hjálpa til á meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun