„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2020 18:43 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, mæta til fundar sem hófst klukkan 18:30 í utanríkisráðuneytinu vegna tillögu ESB um 30 daga ferðabann. Vísir/Egill Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki liggja fyrir hvað íslensk stjórnvöld hafi langan tíma til að bregðast við beiðni Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að Ísland taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og annarra Schengen-ríkja, sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“, við þurfum auðvitað að ræða þetta og taka upplýsta ákvörðun,“ segir Áslaug Arna, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Sjá einnig: Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Hún segir að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. „Við munum ræða þetta í ríkisstjórn á morgun, átta okkur á því til hvers er ætlast af okkur og hvort að við höfum eitthvað um þetta að segja.“ Hún segir að skoða þurfi hvað ferðabann sem þetta myndi þýða í framkvæmd fyrir Ísland. „Það hefur verið okkar lína, miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag að þetta myndi ekki skila tilætluðum árangri,“ segir Áslaug. Aðspurð sagði hún að ekki lægi fyrir að svo stöddu hversu langan tíma íslensk stjórnvöld hefðu til þess að taka afstöðu til beiðninnar. Bannið, sem lagt var til af von der Leyen í dag, verður tekið fyrir á fjarfundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á morgun. Verði af banninu myndi það standa yfir í 30 daga, og taka til allra þeirra sem ekki eru ríkisborgarar Evrópusambandsins og eftir atvikum, hinna Schengen-ríkjanna. Undanþágur á banninu yrðu þá veittar þeim sem væru á leið til sinna heima eða fjölskyldna, sem og heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna sérstaklega að því að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki liggja fyrir hvað íslensk stjórnvöld hafi langan tíma til að bregðast við beiðni Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að Ísland taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og annarra Schengen-ríkja, sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“, við þurfum auðvitað að ræða þetta og taka upplýsta ákvörðun,“ segir Áslaug Arna, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Sjá einnig: Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Hún segir að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. „Við munum ræða þetta í ríkisstjórn á morgun, átta okkur á því til hvers er ætlast af okkur og hvort að við höfum eitthvað um þetta að segja.“ Hún segir að skoða þurfi hvað ferðabann sem þetta myndi þýða í framkvæmd fyrir Ísland. „Það hefur verið okkar lína, miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag að þetta myndi ekki skila tilætluðum árangri,“ segir Áslaug. Aðspurð sagði hún að ekki lægi fyrir að svo stöddu hversu langan tíma íslensk stjórnvöld hefðu til þess að taka afstöðu til beiðninnar. Bannið, sem lagt var til af von der Leyen í dag, verður tekið fyrir á fjarfundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á morgun. Verði af banninu myndi það standa yfir í 30 daga, og taka til allra þeirra sem ekki eru ríkisborgarar Evrópusambandsins og eftir atvikum, hinna Schengen-ríkjanna. Undanþágur á banninu yrðu þá veittar þeim sem væru á leið til sinna heima eða fjölskyldna, sem og heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna sérstaklega að því að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira