Áramótaheit mennta- og menningarmálaráðherra Sara Þöll Finnbogadóttir skrifar 31. desember 2020 08:04 Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að gera það að áramótaheiti sínu að hækka grunnframfærslu framfærslulána í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2021–2022. Tökum dæmi: Þú ert einhleypur og barnslaus stúdent við Háskóla Íslands sem býr í herbergi með sameiginlegri aðstöðu á Stúdentagörðunum. Þú ert á námslánum hjá Menntasjóðnum þar sem grunnframfærslan er 112.312 kr. og viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar er 77.188 kr., sem gera samtals 189.500 kr. á mánuði. Í byrjun skólaársins þarftu að greiða 75 þúsund kr. í skrásetningargjöld og kaupa fjórar námsbækur sem eru sirka átta þúsund kr. hver sem gera 32 þúsund kr. Mánaðarleg húsnæðisleiga þín er 98.508 kr. Þú þarft að kaupa mat, dæmigert neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins fyrir mánaðarlegum matartengdum útgjöldum fyrir einn bíllausan fullorðinn höfuðborgarbúa er 37.493 kr. Við skulum miða við þá upphæð. Án þess að taka saman húsnæðisbætur og útgjöld vegna heilsu, þjónustu, samgangna eða tómstunda þarftu að greiða rúmar 243 þúsund kr. í byrjun skólaársins sem gera 53.501 kr. umfram námslánið. Stúdent greiðir ekki mánaðarlega skrásetningargjöld og námsbækur svo sá liður er ekki alltaf til staðar. Hins vegar er hægt að bæta við þeim útgjöldum sem við tókum ekki fyrst saman, þ.e.a.s. gjöld vegna heilsu, þjónustu, samgangna eða tómstunda. Vonandi erum við á sömu blaðsíðu um að útgjöldin safnast fljótt saman og að grunnframfærsla námslána þarf að tryggja námsmönnum viðunandi kjör til að lifa mannsæmandi lífi. Grunnframfærsla framfærslulána er svo lág að stúdentar ná ekki framfleyta sér án þess að vinna samhliða námi. Með námslánakerfinu, eins og það er nú, er því verið að bjóða stúdentum upp á að koma sér í vítahring sem einkennist af því að þurfa að vinna fyrir sér þrátt fyrir að vera á framfærslulánum. Það kemur síðan í bakið á stúdentum, því frítekjumarkið refsar þeim sem hafa tekjur umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Lánsupphæðin, 189.500 kr., lækkar í takt við skerðinguna. Vegna skerðingarinnar þurfa stúdentar að vinna enn meira – vítahringurinn heldur áfram. Stúdentar á Íslandi eru einmitt í þeirri stöðu að það að vinna samhliða námi er venjan. Samkvæmt tölum EUROSTUDENT VII telja 72% íslenskra stúdenta að án vinnunar sinnar ættu þeir ekki efni á að vera í námi. Þeir vinna yfirleitt allt árið um kring og nýta einna helst sumarið til þess að vinna sér inn pening fyrir sumarið og komandi skólaári. Eitt af markmiðum Menntasjóðsins er að hvetja stúdenta til að ljúka námi á þeim tíma sem skipulag námsins segir til um. Með tilkomu námsstyrksins, sem veitir stúdentum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánaskuldarinnar, ef nám er klárað á „réttum tíma“, er hvatinn myndaður. Þessu markmiði verður hins vegar ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér meðan á námi stendur. Samkvæmt EUROSTUDENT VII, telja 25% íslenskra stúdenta vinnuna sína hafa áhrif á námsframvindu, 31% glíma við fjárhagslega erfiðleika og 43% eyða 40% eða meira af sínum mánaðarlegum tekjum í húsnæði. Fjárhagsörðugleikar og fjárhagsáhyggjur stúdenta eru hindranir sem koma í veg fyrir að stúdentar geti að stundað nám sitt sem skyldi, sem verður jafnvel til þess að stúdentar flosna upp úr námi, andlegri heilsu þeirra hraki – að stúdentar keyri sig út og missi móðinn. Krafan um hækkun grunnframfærslu framfærslulána er ekki ný og er eflaust fyrir sumum farin að hljóma eins og biluð plata. Raunin er sú að ár eftir ár hafa stúdentar krafist úrbóta í þessum málum, og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið á grunnframfærslunni. Svo slæm er staðan að þega kom að endurskoðun námslánakerfisins þá óskuðu stúdentar eftir því að það yrði lögfest að stjórn Menntasjóðsins væri krafin um að endurskoða grunnframfærsluna árlega. Það er ekki nóg að endurskoða hana með tilliti til breytinga á vísitölu neysluverðs heldur þarf að endurskoða hana til að tryggja námsfólki mannsæmandi framfærslu. Nýtt ár þýðir nýjar úthlutunarreglur. Stúdentar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að sýna stuðning í verki og veita námsfólki fjárhagslegt öryggi á nýju ári með því að hækka grunnframfærsluna. Samkvæmt lögum um Menntasjóðinn setur mennta- og menningarmálaráðherra nýjar úthlutunarreglur, að fengnum tillögum sjóðsstjórnar, eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Því hefur ráðherra 91 dag til að ná áramótaheitinu. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands og situr í stjórn Menntasjóðs námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að gera það að áramótaheiti sínu að hækka grunnframfærslu framfærslulána í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2021–2022. Tökum dæmi: Þú ert einhleypur og barnslaus stúdent við Háskóla Íslands sem býr í herbergi með sameiginlegri aðstöðu á Stúdentagörðunum. Þú ert á námslánum hjá Menntasjóðnum þar sem grunnframfærslan er 112.312 kr. og viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar er 77.188 kr., sem gera samtals 189.500 kr. á mánuði. Í byrjun skólaársins þarftu að greiða 75 þúsund kr. í skrásetningargjöld og kaupa fjórar námsbækur sem eru sirka átta þúsund kr. hver sem gera 32 þúsund kr. Mánaðarleg húsnæðisleiga þín er 98.508 kr. Þú þarft að kaupa mat, dæmigert neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins fyrir mánaðarlegum matartengdum útgjöldum fyrir einn bíllausan fullorðinn höfuðborgarbúa er 37.493 kr. Við skulum miða við þá upphæð. Án þess að taka saman húsnæðisbætur og útgjöld vegna heilsu, þjónustu, samgangna eða tómstunda þarftu að greiða rúmar 243 þúsund kr. í byrjun skólaársins sem gera 53.501 kr. umfram námslánið. Stúdent greiðir ekki mánaðarlega skrásetningargjöld og námsbækur svo sá liður er ekki alltaf til staðar. Hins vegar er hægt að bæta við þeim útgjöldum sem við tókum ekki fyrst saman, þ.e.a.s. gjöld vegna heilsu, þjónustu, samgangna eða tómstunda. Vonandi erum við á sömu blaðsíðu um að útgjöldin safnast fljótt saman og að grunnframfærsla námslána þarf að tryggja námsmönnum viðunandi kjör til að lifa mannsæmandi lífi. Grunnframfærsla framfærslulána er svo lág að stúdentar ná ekki framfleyta sér án þess að vinna samhliða námi. Með námslánakerfinu, eins og það er nú, er því verið að bjóða stúdentum upp á að koma sér í vítahring sem einkennist af því að þurfa að vinna fyrir sér þrátt fyrir að vera á framfærslulánum. Það kemur síðan í bakið á stúdentum, því frítekjumarkið refsar þeim sem hafa tekjur umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Lánsupphæðin, 189.500 kr., lækkar í takt við skerðinguna. Vegna skerðingarinnar þurfa stúdentar að vinna enn meira – vítahringurinn heldur áfram. Stúdentar á Íslandi eru einmitt í þeirri stöðu að það að vinna samhliða námi er venjan. Samkvæmt tölum EUROSTUDENT VII telja 72% íslenskra stúdenta að án vinnunar sinnar ættu þeir ekki efni á að vera í námi. Þeir vinna yfirleitt allt árið um kring og nýta einna helst sumarið til þess að vinna sér inn pening fyrir sumarið og komandi skólaári. Eitt af markmiðum Menntasjóðsins er að hvetja stúdenta til að ljúka námi á þeim tíma sem skipulag námsins segir til um. Með tilkomu námsstyrksins, sem veitir stúdentum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánaskuldarinnar, ef nám er klárað á „réttum tíma“, er hvatinn myndaður. Þessu markmiði verður hins vegar ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér meðan á námi stendur. Samkvæmt EUROSTUDENT VII, telja 25% íslenskra stúdenta vinnuna sína hafa áhrif á námsframvindu, 31% glíma við fjárhagslega erfiðleika og 43% eyða 40% eða meira af sínum mánaðarlegum tekjum í húsnæði. Fjárhagsörðugleikar og fjárhagsáhyggjur stúdenta eru hindranir sem koma í veg fyrir að stúdentar geti að stundað nám sitt sem skyldi, sem verður jafnvel til þess að stúdentar flosna upp úr námi, andlegri heilsu þeirra hraki – að stúdentar keyri sig út og missi móðinn. Krafan um hækkun grunnframfærslu framfærslulána er ekki ný og er eflaust fyrir sumum farin að hljóma eins og biluð plata. Raunin er sú að ár eftir ár hafa stúdentar krafist úrbóta í þessum málum, og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið á grunnframfærslunni. Svo slæm er staðan að þega kom að endurskoðun námslánakerfisins þá óskuðu stúdentar eftir því að það yrði lögfest að stjórn Menntasjóðsins væri krafin um að endurskoða grunnframfærsluna árlega. Það er ekki nóg að endurskoða hana með tilliti til breytinga á vísitölu neysluverðs heldur þarf að endurskoða hana til að tryggja námsfólki mannsæmandi framfærslu. Nýtt ár þýðir nýjar úthlutunarreglur. Stúdentar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að sýna stuðning í verki og veita námsfólki fjárhagslegt öryggi á nýju ári með því að hækka grunnframfærsluna. Samkvæmt lögum um Menntasjóðinn setur mennta- og menningarmálaráðherra nýjar úthlutunarreglur, að fengnum tillögum sjóðsstjórnar, eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Því hefur ráðherra 91 dag til að ná áramótaheitinu. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands og situr í stjórn Menntasjóðs námsmanna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun