Annað jafn­tefli meistaranna í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah reynir að troða inn sigurmarkinu en inn vildi boltinn ekki.
Salah reynir að troða inn sigurmarkinu en inn vildi boltinn ekki. Owen Humphreys/PA Images

Liverpool gerði annað jafnteflið í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Newcastle á útivelli í sextándu umferð enska boltans.

Liverpool byrjaði mun betur en Newcastle náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Fékk framherjinn Callum Wilson meðal annars gott færi en Fabinho sá við honum. Markalaust í hálfleik.

Mohamed Salah fékk gott tækifæri á 66. mínútu eftir sendingu frá Roberto Firmino og skömmu síðar skallaði Firmino hornspyrnu Andy Robertson rétt framhjá. Boltinn vildi ekki inn.

Það voru gleiðitíðindi fyrir Liverpool menn á 72. mínútu er Thiago Alcantara kom inn á. Hann hafði ekki leikið síðan hann meiddist í leik gegn Everton um miðjan október.

Sadio Mane komst næst því að skora undir lokin en skot hans var bjargað á línu. Lokatölur 0-0.

Liverpool er með þriggja stiga forskot á Man. United sem á þó leik til góða en Newcastle er í fjórtánda sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira