Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 12:12 Hér má sjá starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna og aðra rannsakendur grandskoða vettvang sprengingarinnar. AP/FBI og ATF Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. Meðal annars gaf hann bæði bíl sinn og hús sitt. Warner sagði þeim sem hann gaf bíl sinn að hann hefði greinst með krabbamein. Þá hafði hann fyrir um mánuði gefið konu hús sitt í úthverfi Nashville. Þar að auki hafði hann sagt vinnuveitenda sínum að hann ætlaði sér að setjast í helgan stein. Einn nágranni sem ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar segir hafa rætt við Warner um viku fyrir árásina. Hann hafi hitt hann út á götu og spurt hvernig móðir hans hefði það. Þá hefði hann spurt hvort Warner fengi eitthvað skemmtilegt frá jólasveininum þetta árið. Rick Laude segir Warner hafa brosað og sagt að Nashville og heimurinn allur myndi aldrei gleyma honum. Þetta taldi Laude til marks um að Warner ætti von á einhverjum peningum og sagðist hafa verið orðlaus þegar Warner var bendlaður við sprenginguna. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Seinna var svo staðfest að Warner hafði verið í bílnum þegar hann sprakk. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nasvhille. Þó hann hafi skilið ákveðin ummerki eftir sig virðast lögregluþjónar engu nær um af hverju Warner sprengdi sig í loft upp. Meðal annars hafa lögregluþjónar rannsakað hvort árásin tengist samsæriskenningum um 5G. Verið er að rannsaka tölvur og harða diska Warner og leita þar ummerkja um tilefni sprengjuárásarinnar. Einnig er verið að ræða við vitni og skoða fjárhag Warner. Samkvæmt frétt AP var Warner ekki kunnur lögreglu og hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn. Það var árið 1978 og í tengslum við marijúana. Hér má sjá myndband úr vestismyndavél lögregluþjóns sem var á vettvangi. Húsbíllinn springur í lfot upp eftir um fjórar mínútur. Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Meðal annars gaf hann bæði bíl sinn og hús sitt. Warner sagði þeim sem hann gaf bíl sinn að hann hefði greinst með krabbamein. Þá hafði hann fyrir um mánuði gefið konu hús sitt í úthverfi Nashville. Þar að auki hafði hann sagt vinnuveitenda sínum að hann ætlaði sér að setjast í helgan stein. Einn nágranni sem ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar segir hafa rætt við Warner um viku fyrir árásina. Hann hafi hitt hann út á götu og spurt hvernig móðir hans hefði það. Þá hefði hann spurt hvort Warner fengi eitthvað skemmtilegt frá jólasveininum þetta árið. Rick Laude segir Warner hafa brosað og sagt að Nashville og heimurinn allur myndi aldrei gleyma honum. Þetta taldi Laude til marks um að Warner ætti von á einhverjum peningum og sagðist hafa verið orðlaus þegar Warner var bendlaður við sprenginguna. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Seinna var svo staðfest að Warner hafði verið í bílnum þegar hann sprakk. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nasvhille. Þó hann hafi skilið ákveðin ummerki eftir sig virðast lögregluþjónar engu nær um af hverju Warner sprengdi sig í loft upp. Meðal annars hafa lögregluþjónar rannsakað hvort árásin tengist samsæriskenningum um 5G. Verið er að rannsaka tölvur og harða diska Warner og leita þar ummerkja um tilefni sprengjuárásarinnar. Einnig er verið að ræða við vitni og skoða fjárhag Warner. Samkvæmt frétt AP var Warner ekki kunnur lögreglu og hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn. Það var árið 1978 og í tengslum við marijúana. Hér má sjá myndband úr vestismyndavél lögregluþjóns sem var á vettvangi. Húsbíllinn springur í lfot upp eftir um fjórar mínútur.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30