Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 12:12 Hér má sjá starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna og aðra rannsakendur grandskoða vettvang sprengingarinnar. AP/FBI og ATF Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. Meðal annars gaf hann bæði bíl sinn og hús sitt. Warner sagði þeim sem hann gaf bíl sinn að hann hefði greinst með krabbamein. Þá hafði hann fyrir um mánuði gefið konu hús sitt í úthverfi Nashville. Þar að auki hafði hann sagt vinnuveitenda sínum að hann ætlaði sér að setjast í helgan stein. Einn nágranni sem ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar segir hafa rætt við Warner um viku fyrir árásina. Hann hafi hitt hann út á götu og spurt hvernig móðir hans hefði það. Þá hefði hann spurt hvort Warner fengi eitthvað skemmtilegt frá jólasveininum þetta árið. Rick Laude segir Warner hafa brosað og sagt að Nashville og heimurinn allur myndi aldrei gleyma honum. Þetta taldi Laude til marks um að Warner ætti von á einhverjum peningum og sagðist hafa verið orðlaus þegar Warner var bendlaður við sprenginguna. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Seinna var svo staðfest að Warner hafði verið í bílnum þegar hann sprakk. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nasvhille. Þó hann hafi skilið ákveðin ummerki eftir sig virðast lögregluþjónar engu nær um af hverju Warner sprengdi sig í loft upp. Meðal annars hafa lögregluþjónar rannsakað hvort árásin tengist samsæriskenningum um 5G. Verið er að rannsaka tölvur og harða diska Warner og leita þar ummerkja um tilefni sprengjuárásarinnar. Einnig er verið að ræða við vitni og skoða fjárhag Warner. Samkvæmt frétt AP var Warner ekki kunnur lögreglu og hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn. Það var árið 1978 og í tengslum við marijúana. Hér má sjá myndband úr vestismyndavél lögregluþjóns sem var á vettvangi. Húsbíllinn springur í lfot upp eftir um fjórar mínútur. Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Meðal annars gaf hann bæði bíl sinn og hús sitt. Warner sagði þeim sem hann gaf bíl sinn að hann hefði greinst með krabbamein. Þá hafði hann fyrir um mánuði gefið konu hús sitt í úthverfi Nashville. Þar að auki hafði hann sagt vinnuveitenda sínum að hann ætlaði sér að setjast í helgan stein. Einn nágranni sem ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar segir hafa rætt við Warner um viku fyrir árásina. Hann hafi hitt hann út á götu og spurt hvernig móðir hans hefði það. Þá hefði hann spurt hvort Warner fengi eitthvað skemmtilegt frá jólasveininum þetta árið. Rick Laude segir Warner hafa brosað og sagt að Nashville og heimurinn allur myndi aldrei gleyma honum. Þetta taldi Laude til marks um að Warner ætti von á einhverjum peningum og sagðist hafa verið orðlaus þegar Warner var bendlaður við sprenginguna. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Seinna var svo staðfest að Warner hafði verið í bílnum þegar hann sprakk. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nasvhille. Þó hann hafi skilið ákveðin ummerki eftir sig virðast lögregluþjónar engu nær um af hverju Warner sprengdi sig í loft upp. Meðal annars hafa lögregluþjónar rannsakað hvort árásin tengist samsæriskenningum um 5G. Verið er að rannsaka tölvur og harða diska Warner og leita þar ummerkja um tilefni sprengjuárásarinnar. Einnig er verið að ræða við vitni og skoða fjárhag Warner. Samkvæmt frétt AP var Warner ekki kunnur lögreglu og hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn. Það var árið 1978 og í tengslum við marijúana. Hér má sjá myndband úr vestismyndavél lögregluþjóns sem var á vettvangi. Húsbíllinn springur í lfot upp eftir um fjórar mínútur.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent