Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 22:31 Gjaldskrárlækkanirnar eru liður í áætlun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga. Vísir/Vilhelm Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn komugjöld í heilsugæslu lækka jafnframt úr 700 krónum í 500 krónur 1. janúar næstkomandi og sem fyrr greiða börn, öryrkjar og aldraðir ekkert komugjald. Fellt verður niður sérstakt komugjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir hjá. Gjaldskrárlækkanirnar eru liður í áætlun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga. Áætlaður kostnaður vegna framangreindra breytinga nemur um 135 milljónum króna á ári, að því er segir í tilkynningu. Heilsueflandi námskeið og gjaldfrjáls VIRK-vottorð Fleiri breytingar eru ráðgerðar hjá heilsugæslunni. Þar verður komið á fót sérstökum heilsueflandi námskeiðum fyrir konur í yfirvigt og einnig námskeiðum til að bæta tilfinningalega líðan á meðgöngu. Heilsugæslan mun enn fremur frá áramótum gefa út gjaldfrjáls vottorð fyrir starfshæfnismat sem er forsenda fyrir umsókn um starfsendurhæfingu hjá VIRK. Hætt verður að krefjast tilvísunar frá heimilis- eða heilsugæslulækni fyrir börn sem fara í rannsókn í beinu framhaldi af komu á slysadeild eða á bráðamóttöku sjúkrahúsa og gjöld fyrir þessar komur falla niður. Sama máli gegnir ef börn fara til sérfræðings á göngudeild eða dagdeild sjúkrahúsa í beinu framhaldi af komu á slysadeild eða bráðamóttöku. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri taka frá áramótum við framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum. Gjald fyrir brjóstaskimun hækkar um 2,7% en sú breyting verður jafnframt gerð að gjaldið verður fellt inn í afsláttarkerfi sjúkratrygginga. Almennt munu gjöld fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu hækka um 2,7% í samræmi við verðbólguspá samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. október síðastliðnum. Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Almenn komugjöld í heilsugæslu lækka jafnframt úr 700 krónum í 500 krónur 1. janúar næstkomandi og sem fyrr greiða börn, öryrkjar og aldraðir ekkert komugjald. Fellt verður niður sérstakt komugjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir hjá. Gjaldskrárlækkanirnar eru liður í áætlun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga. Áætlaður kostnaður vegna framangreindra breytinga nemur um 135 milljónum króna á ári, að því er segir í tilkynningu. Heilsueflandi námskeið og gjaldfrjáls VIRK-vottorð Fleiri breytingar eru ráðgerðar hjá heilsugæslunni. Þar verður komið á fót sérstökum heilsueflandi námskeiðum fyrir konur í yfirvigt og einnig námskeiðum til að bæta tilfinningalega líðan á meðgöngu. Heilsugæslan mun enn fremur frá áramótum gefa út gjaldfrjáls vottorð fyrir starfshæfnismat sem er forsenda fyrir umsókn um starfsendurhæfingu hjá VIRK. Hætt verður að krefjast tilvísunar frá heimilis- eða heilsugæslulækni fyrir börn sem fara í rannsókn í beinu framhaldi af komu á slysadeild eða á bráðamóttöku sjúkrahúsa og gjöld fyrir þessar komur falla niður. Sama máli gegnir ef börn fara til sérfræðings á göngudeild eða dagdeild sjúkrahúsa í beinu framhaldi af komu á slysadeild eða bráðamóttöku. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri taka frá áramótum við framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum. Gjald fyrir brjóstaskimun hækkar um 2,7% en sú breyting verður jafnframt gerð að gjaldið verður fellt inn í afsláttarkerfi sjúkratrygginga. Almennt munu gjöld fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu hækka um 2,7% í samræmi við verðbólguspá samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. október síðastliðnum.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira