„Þetta er bara slysagildra“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 22:14 Sjö ára sonur Jóns og Rúnu við opið á holræsinu í dag, þar sem hann var á ferð í fylgd foreldra sinna. Rúna Gunnarsdóttir Foreldrar í Kórahverfi í Kópavogi telja frágangi á svæði í kringum Kórinn, þar sem ung börn eru iðulega að leik, víða ábótavant. Opið holræsi á svæðinu sé til dæmis mikil slysagildra. Sex ára barn féll þrjá metra niður um loftræstistokk á svæðinu í sumar. Jón Björgvinsson og Rúna Gunnarsdóttir gengu fram á umrætt holræsi við Kórinn, skammt frá unglingadeild Höðruvallaskóla og hesthúsunum við Heimsenda, síðdegis í dag. Þau telja ræsið um 1,5 metra djúpt – sem þau meta talsverða dýpt fyrir lítil börn. „Þetta er ekki óskaplega djúpt í sjálfu sér en þetta er meira en nógu djúpt fyrir gutta sem er sjö ára eins og okkar. Og svo er þetta hættulegt, það eru járn þarna sem standa út úr, þetta er bara slysagildra,“ segir Jón. „Svo eru rimlar til að klifra ofan í, ætlaðir fyrir vinnumenn, og þetta er opið og krakkarnir hafa þá í rauninni stiga til að fara þarna ofan í. Þá gera þeir það bara. Og svo er rörið þarna inn úr, þannig að það er hægt að leika sér að því að skríða þar inn,“ segir Rúna. Jón telur þetta síst betra en frágangur við loftræstistokk á svæðinu í sumar, þar sem varð slys í júní. Þá féll sex ára barn þrjá metra niður um stokkinn fyrir utan Kórinn. Ekki hafði verið gengið almennilega frá grind sem barnið gekk yfir, með áðurgreindum afleiðingum. Barnið fékk skurð á höfuð og braut tennur við fallið. Fram kom í frétt Vísis af málinu í sumar að Kópavogsbær liti málið alvarlegum augum og að lögreglan hefði það nú til rannsóknar. Jón telur ekki nógu vel hafa verið gengið frá loftræstistokknum eftir slysið í sumar. Ein málmklemma hafi verið skrúfuð niður en afgangurinn verið festur með plastfestingum, sem Jón segir að hafi strax farið fækkandi í sumar. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kannað stöðuna á festingunum nýlega. „Það var lagað með því að setja svona rafmagnsbensli úr plasti til að festa ristina, halda grindunum saman. En þetta er allt á hreyfingu hjá þeim og það er sama hvað þeir setja á þetta, þessar ristar eru alltaf lausar nema að farið verði í stærri framkvæmdir, sem ekki hefur verið farið í,“ segir Jón. Loftmynd af svæðinu í kringum Kórinn, íþróttamiðstöð HK í Kópavogi.Skjáskot/google Jón og Rúna segja mikinn umgang ungra barna um svæðið og þau leiki sér þar mjög gjarnan. Þeim þykir öryggi í kringum litla tjörn á svæðinu einnig ábótavant; aðgengi að henni sé ekki takmarkað fyrir utan nokkur skilti. „En það heldur ekki frá þessum guttum sem eru varla farnir að lesa,“ segir Rúna. Jón telur ljóst að betra utanumhald þurfi á svæðinu. „Það virðist einhvern veginn vera með fjandi margt að það er farið af stað að gera eitthvað, eins og þarna. Það er ekki eins og lokið hafi verið tekið af þessu holræsi heldur er allur hlemmurinn, stúturinn og allt saman tekið upp úr, og það er ekki eins og þetta hafi verið gert í gær. Það er eins og enginn sé að fylgjast með, það er ekkert utanumhald um hlutina. Það sama er með þessa tjörn þarna. Jú, jú, það er búið að setja upp skilti en þetta er svona drentjörn og einhvern tímann fyllist hún af vatni og þá er einmitt yfirflæði yfir í holræsið,“ segir Jón. Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Jón Björgvinsson og Rúna Gunnarsdóttir gengu fram á umrætt holræsi við Kórinn, skammt frá unglingadeild Höðruvallaskóla og hesthúsunum við Heimsenda, síðdegis í dag. Þau telja ræsið um 1,5 metra djúpt – sem þau meta talsverða dýpt fyrir lítil börn. „Þetta er ekki óskaplega djúpt í sjálfu sér en þetta er meira en nógu djúpt fyrir gutta sem er sjö ára eins og okkar. Og svo er þetta hættulegt, það eru járn þarna sem standa út úr, þetta er bara slysagildra,“ segir Jón. „Svo eru rimlar til að klifra ofan í, ætlaðir fyrir vinnumenn, og þetta er opið og krakkarnir hafa þá í rauninni stiga til að fara þarna ofan í. Þá gera þeir það bara. Og svo er rörið þarna inn úr, þannig að það er hægt að leika sér að því að skríða þar inn,“ segir Rúna. Jón telur þetta síst betra en frágangur við loftræstistokk á svæðinu í sumar, þar sem varð slys í júní. Þá féll sex ára barn þrjá metra niður um stokkinn fyrir utan Kórinn. Ekki hafði verið gengið almennilega frá grind sem barnið gekk yfir, með áðurgreindum afleiðingum. Barnið fékk skurð á höfuð og braut tennur við fallið. Fram kom í frétt Vísis af málinu í sumar að Kópavogsbær liti málið alvarlegum augum og að lögreglan hefði það nú til rannsóknar. Jón telur ekki nógu vel hafa verið gengið frá loftræstistokknum eftir slysið í sumar. Ein málmklemma hafi verið skrúfuð niður en afgangurinn verið festur með plastfestingum, sem Jón segir að hafi strax farið fækkandi í sumar. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kannað stöðuna á festingunum nýlega. „Það var lagað með því að setja svona rafmagnsbensli úr plasti til að festa ristina, halda grindunum saman. En þetta er allt á hreyfingu hjá þeim og það er sama hvað þeir setja á þetta, þessar ristar eru alltaf lausar nema að farið verði í stærri framkvæmdir, sem ekki hefur verið farið í,“ segir Jón. Loftmynd af svæðinu í kringum Kórinn, íþróttamiðstöð HK í Kópavogi.Skjáskot/google Jón og Rúna segja mikinn umgang ungra barna um svæðið og þau leiki sér þar mjög gjarnan. Þeim þykir öryggi í kringum litla tjörn á svæðinu einnig ábótavant; aðgengi að henni sé ekki takmarkað fyrir utan nokkur skilti. „En það heldur ekki frá þessum guttum sem eru varla farnir að lesa,“ segir Rúna. Jón telur ljóst að betra utanumhald þurfi á svæðinu. „Það virðist einhvern veginn vera með fjandi margt að það er farið af stað að gera eitthvað, eins og þarna. Það er ekki eins og lokið hafi verið tekið af þessu holræsi heldur er allur hlemmurinn, stúturinn og allt saman tekið upp úr, og það er ekki eins og þetta hafi verið gert í gær. Það er eins og enginn sé að fylgjast með, það er ekkert utanumhald um hlutina. Það sama er með þessa tjörn þarna. Jú, jú, það er búið að setja upp skilti en þetta er svona drentjörn og einhvern tímann fyllist hún af vatni og þá er einmitt yfirflæði yfir í holræsið,“ segir Jón.
Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira