Enginn gefið fleiri heppnaðar sendingar á tímabilinu en Henderson í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 15:00 Henderson losar boltann gegn WBA í gær. Alls átti hann 141 heppnaða sendingu í leiknum. EPA-EFE/Nick Potts Þó Englandsmeistarar Liverpool hafi aðeins náð 1-1 jafntefli gegn nýliðum West Bromwich Albion á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær þá voru yfirburðir heimamanna töluverðir framan af leik. Liverpool tók á móti lærisveinum Sam Allardyce á Anfield í gær. Englandsmeistararnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir 1-0 yfir eftir aðeins tólf mínútur þökk sé marki Sadio Mané eftir sendingu Joël Matip. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði þá var Liverpool aðeins einu marki yfir í hálfleik og gestirnir komu töluvert beittari út í síðari hálfleikinn. Eftir vel útfærða hornspyrnu jafnaði varnarmaðurinn Semi Ajayi metin þegar lítið var eftir af leiknum og lokatölur á Anfield því 1-1 en þetta var fjórða heimsókn Sam Allardyce í röð á Anfield án taps. Yfirburðir Liverpool sjást best á tölfræði liðsins í leiknum en alls átti liðið 17 tilraunir að marki gegn fimm hjá gestunum. Það sem meira er þá áttu heimamenn alls 816 sendingar í leiknum gegn aðeins 233 hjá West Bromwich. Jordan Henderson completed 141 passes in Liverpool's 1-1 draw with West Brom, a record in a Premier League match this season pic.twitter.com/IJZDShIiTE— WhoScored.com (@WhoScored) December 28, 2020 Enginn leikmaður átti fleiri sendingar en Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistaranna, í leiknum. Raunar er það svo að enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur átt fleiri sendingar í einum og sama leiknum á tímabilinu en Henderson í gær. Hann gaf 141 heppnaða sendingu í leiknum. Aðeins 92 færri en allt WBA liðið til samans. Eins og áður sagði þá kom það ekki að sök í gær og WBA náði í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Eitthvað sem Stóri Sam er orðinn vanur að gera á Anfield. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30 Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16 Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Liverpool tók á móti lærisveinum Sam Allardyce á Anfield í gær. Englandsmeistararnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir 1-0 yfir eftir aðeins tólf mínútur þökk sé marki Sadio Mané eftir sendingu Joël Matip. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði þá var Liverpool aðeins einu marki yfir í hálfleik og gestirnir komu töluvert beittari út í síðari hálfleikinn. Eftir vel útfærða hornspyrnu jafnaði varnarmaðurinn Semi Ajayi metin þegar lítið var eftir af leiknum og lokatölur á Anfield því 1-1 en þetta var fjórða heimsókn Sam Allardyce í röð á Anfield án taps. Yfirburðir Liverpool sjást best á tölfræði liðsins í leiknum en alls átti liðið 17 tilraunir að marki gegn fimm hjá gestunum. Það sem meira er þá áttu heimamenn alls 816 sendingar í leiknum gegn aðeins 233 hjá West Bromwich. Jordan Henderson completed 141 passes in Liverpool's 1-1 draw with West Brom, a record in a Premier League match this season pic.twitter.com/IJZDShIiTE— WhoScored.com (@WhoScored) December 28, 2020 Enginn leikmaður átti fleiri sendingar en Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistaranna, í leiknum. Raunar er það svo að enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur átt fleiri sendingar í einum og sama leiknum á tímabilinu en Henderson í gær. Hann gaf 141 heppnaða sendingu í leiknum. Aðeins 92 færri en allt WBA liðið til samans. Eins og áður sagði þá kom það ekki að sök í gær og WBA náði í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Eitthvað sem Stóri Sam er orðinn vanur að gera á Anfield.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30 Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16 Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30
Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16
Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00