Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Sylvía Hall skrifar 27. desember 2020 09:00 Hertar aðgerðir tóku gildi víða í Bretlandi í gær. Jason Alden/Getty Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. Telja þeir nauðsynlegt að öll svæði landsins verða færð á fjórða stig, sem er hæsta stig viðbúnaðar vegna kórónuveirunnar, vegna nýja afbrigðisins sem hefur verið í mikilli útbreiðslu í landinu. Frá þessu er greint á vef Guardian. Landinu hefur verið skipt upp í svæði og þau flokkuð eftir því hversu hröð útbreiðslan er og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Fjórða stig er efsta stig, og felur það í sér að öllum ónauðsynlegum verslunum er lokað og fólki gert að halda sig heima nema það hafi ástæðu til þess að ferðast á milli staða vegna vinnu eða skóla. Afbrigðið sem um ræðir hefur verið mikið til umfjöllunar, en það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó er ekkert sem bendir til þess að það valdi verri veikindum en önnur afbrigði þó það nái að dreifa sér hraðar. Kennarasambönd í landinu hafa tekið undir hugmyndir vísindamannanna og sagt mikilvægt að skólar verði lokaðir til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. Vísbendingar séu um að það sé sérstaklega smitandi í börnum. Nýja afbrigðið er í mikilli útbreiðslu í Bretlandi.Getty Ferðast með ferðalöngum frá Bretlandi Undanfarna daga hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að afbrigðið hafi greinst á fleiri stöðum og tengjast öll tilfellin fólki sem nýlega hefur komið frá Bretlandi. Í gær var greint frá því að það hefði fundist í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð en áður hafði það verið staðfest í Danmörku, Hollandi, Ástralíu og Japan. Þá hefur afbrigðið tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, síðast þann 20. desember síðastliðinn. Bólusetningar hófust fyrr í mánuðinum í Bretlandi og munu þær hefjast í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag. Á þriðjudag mun Ísland byrja að bólusetja fyrstu forgangshópa með þeim skömmtum sem væntanlegir á mánudag. Smitum hefur þrátt fyrir það farið ört fjölgandi í Bretlandi og fjölgaði þeim um 25 prósent milli vikna. Hertar aðgerðir tóku gildi víða í gær á þeim svæðum sem eru á fjórða stigi viðbúnaðar og munu þær vera í gildi yfir hátíðirnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48 Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Telja þeir nauðsynlegt að öll svæði landsins verða færð á fjórða stig, sem er hæsta stig viðbúnaðar vegna kórónuveirunnar, vegna nýja afbrigðisins sem hefur verið í mikilli útbreiðslu í landinu. Frá þessu er greint á vef Guardian. Landinu hefur verið skipt upp í svæði og þau flokkuð eftir því hversu hröð útbreiðslan er og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Fjórða stig er efsta stig, og felur það í sér að öllum ónauðsynlegum verslunum er lokað og fólki gert að halda sig heima nema það hafi ástæðu til þess að ferðast á milli staða vegna vinnu eða skóla. Afbrigðið sem um ræðir hefur verið mikið til umfjöllunar, en það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó er ekkert sem bendir til þess að það valdi verri veikindum en önnur afbrigði þó það nái að dreifa sér hraðar. Kennarasambönd í landinu hafa tekið undir hugmyndir vísindamannanna og sagt mikilvægt að skólar verði lokaðir til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. Vísbendingar séu um að það sé sérstaklega smitandi í börnum. Nýja afbrigðið er í mikilli útbreiðslu í Bretlandi.Getty Ferðast með ferðalöngum frá Bretlandi Undanfarna daga hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að afbrigðið hafi greinst á fleiri stöðum og tengjast öll tilfellin fólki sem nýlega hefur komið frá Bretlandi. Í gær var greint frá því að það hefði fundist í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð en áður hafði það verið staðfest í Danmörku, Hollandi, Ástralíu og Japan. Þá hefur afbrigðið tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, síðast þann 20. desember síðastliðinn. Bólusetningar hófust fyrr í mánuðinum í Bretlandi og munu þær hefjast í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag. Á þriðjudag mun Ísland byrja að bólusetja fyrstu forgangshópa með þeim skömmtum sem væntanlegir á mánudag. Smitum hefur þrátt fyrir það farið ört fjölgandi í Bretlandi og fjölgaði þeim um 25 prósent milli vikna. Hertar aðgerðir tóku gildi víða í gær á þeim svæðum sem eru á fjórða stigi viðbúnaðar og munu þær vera í gildi yfir hátíðirnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48 Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48
Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31
Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00