Þar segir að aðstæður í Botnabrún hafi verið skoðaðar sérstaklega. Er það mat Veðurstofunnar að óverulegar líkur séu á skriðum sem skapað getu hættu neðan Múlavegar.
„Fólki er því heimilt að snúa aftur heim í þau hús. Þegar þessi tilkynning er send út, þá er í gildi rýming á því svæði sem er litað rautt og er sú ákvörðun í gildi til 27. desember,“ segir í tilkynningunni, og er vísað til myndar sem sjá má efst í þessari frétt.
Þar sem rýmingin á rauða svæðinu er í gildi til 27. desember er ljóst að einhverjir Seyðfirðingar munu ekki geta varið jólunum í heimabænum.
„Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa nú farið yfir gögn sem safnað var í dag og síðustu daga. Mælingar hafa verið endurteknar á upptakasvæðum skriðufalla síðustu daga og hefur hreyfing minnkað mikið. Auk þess sýna mælingar á grunnvatni að vatnsþrýstingur í jarðlögum hefur minnkað. Lítil úrkoma hefur verið síðustu daga og kalt í veðri sem eykur stöðugleika,“ segir þá í tilkynningu frá Almannavörnum.