„Mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn“ Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 12:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er nú staddur á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það vera sláandi að sjá ummerkin á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar þar. Hann er nú staddur á Seyðisfirði ásamt nokkrum ráðherrum til viðbótar til að kynna sér aðstæður. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hálfdapurlegt allt saman. „Hús á hliðinni, aur og drulla yfir öllu. Og auðvitað ekki margt um manninn. Fólk hefur þurft að fara héðan í burtu. Það er mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn. En við höfum verið að hitta fólk hér sem er að stjórna aðgerðum og við erum mætt hingað til að láta fólk finna fyrir því að við ætlum að standa með þessu samfélagi hér. Það er ýmislegt í bígerð varðandi samgöngumannvirki, en síðan þarf að huga að þessum varnarmannvirkjum hér til þess að endurheimta öryggistilfinningu fyrir fólkið sem ætlar hér að búa og starfa.“ Fjármálaráðherra segir það bæði dálítið erfitt að koma á Seyðisfjörð og horfa upp á þetta, en á sama tíma hughreystandi að sjá allt það góða fólk sem sé að vinna að skipulagningu. Ekki síst þessa dagana að undirbúa heimkomu þeirra sem hafa þurft að fara fyrir jólin. „Eitthvað af fólkinu getur komið aftur fyrir jól, en þó ekki allir.“ En hvernig er hægt að huga að öryggistilfinningu fólks? Hver verða næstu skref hjá stjórnvöldum? „Varðandi öryggið, þá allt það sem hægt er að gera til að byggja upp varnarmannvirki gegn atburðum eins og þessum. Rannsaka hvar hættan liggur, halda þvi áfram. Það hefur auðvitað mikið starf verið þar unnið, en þetta eru grundvallarmálin. Svo eru það samgöngumálin. Og það er komið á kortið hjá okkur að fara í miklar samgöngubætur hér líka fyrir samfélagið.“ Það hlýtur að hafa verið til happs að Fjarðarheiði hafi verið fær, akkúrat þegar þetta gerðist. „Já, það hefði ekki verið á það bætandi ef heiðin hefði verið lokuð einmitt þegar þetta gerðist.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Bjarni segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hálfdapurlegt allt saman. „Hús á hliðinni, aur og drulla yfir öllu. Og auðvitað ekki margt um manninn. Fólk hefur þurft að fara héðan í burtu. Það er mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn. En við höfum verið að hitta fólk hér sem er að stjórna aðgerðum og við erum mætt hingað til að láta fólk finna fyrir því að við ætlum að standa með þessu samfélagi hér. Það er ýmislegt í bígerð varðandi samgöngumannvirki, en síðan þarf að huga að þessum varnarmannvirkjum hér til þess að endurheimta öryggistilfinningu fyrir fólkið sem ætlar hér að búa og starfa.“ Fjármálaráðherra segir það bæði dálítið erfitt að koma á Seyðisfjörð og horfa upp á þetta, en á sama tíma hughreystandi að sjá allt það góða fólk sem sé að vinna að skipulagningu. Ekki síst þessa dagana að undirbúa heimkomu þeirra sem hafa þurft að fara fyrir jólin. „Eitthvað af fólkinu getur komið aftur fyrir jól, en þó ekki allir.“ En hvernig er hægt að huga að öryggistilfinningu fólks? Hver verða næstu skref hjá stjórnvöldum? „Varðandi öryggið, þá allt það sem hægt er að gera til að byggja upp varnarmannvirki gegn atburðum eins og þessum. Rannsaka hvar hættan liggur, halda þvi áfram. Það hefur auðvitað mikið starf verið þar unnið, en þetta eru grundvallarmálin. Svo eru það samgöngumálin. Og það er komið á kortið hjá okkur að fara í miklar samgöngubætur hér líka fyrir samfélagið.“ Það hlýtur að hafa verið til happs að Fjarðarheiði hafi verið fær, akkúrat þegar þetta gerðist. „Já, það hefði ekki verið á það bætandi ef heiðin hefði verið lokuð einmitt þegar þetta gerðist.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54