„Mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn“ Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 12:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er nú staddur á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það vera sláandi að sjá ummerkin á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar þar. Hann er nú staddur á Seyðisfirði ásamt nokkrum ráðherrum til viðbótar til að kynna sér aðstæður. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hálfdapurlegt allt saman. „Hús á hliðinni, aur og drulla yfir öllu. Og auðvitað ekki margt um manninn. Fólk hefur þurft að fara héðan í burtu. Það er mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn. En við höfum verið að hitta fólk hér sem er að stjórna aðgerðum og við erum mætt hingað til að láta fólk finna fyrir því að við ætlum að standa með þessu samfélagi hér. Það er ýmislegt í bígerð varðandi samgöngumannvirki, en síðan þarf að huga að þessum varnarmannvirkjum hér til þess að endurheimta öryggistilfinningu fyrir fólkið sem ætlar hér að búa og starfa.“ Fjármálaráðherra segir það bæði dálítið erfitt að koma á Seyðisfjörð og horfa upp á þetta, en á sama tíma hughreystandi að sjá allt það góða fólk sem sé að vinna að skipulagningu. Ekki síst þessa dagana að undirbúa heimkomu þeirra sem hafa þurft að fara fyrir jólin. „Eitthvað af fólkinu getur komið aftur fyrir jól, en þó ekki allir.“ En hvernig er hægt að huga að öryggistilfinningu fólks? Hver verða næstu skref hjá stjórnvöldum? „Varðandi öryggið, þá allt það sem hægt er að gera til að byggja upp varnarmannvirki gegn atburðum eins og þessum. Rannsaka hvar hættan liggur, halda þvi áfram. Það hefur auðvitað mikið starf verið þar unnið, en þetta eru grundvallarmálin. Svo eru það samgöngumálin. Og það er komið á kortið hjá okkur að fara í miklar samgöngubætur hér líka fyrir samfélagið.“ Það hlýtur að hafa verið til happs að Fjarðarheiði hafi verið fær, akkúrat þegar þetta gerðist. „Já, það hefði ekki verið á það bætandi ef heiðin hefði verið lokuð einmitt þegar þetta gerðist.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Bjarni segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hálfdapurlegt allt saman. „Hús á hliðinni, aur og drulla yfir öllu. Og auðvitað ekki margt um manninn. Fólk hefur þurft að fara héðan í burtu. Það er mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn. En við höfum verið að hitta fólk hér sem er að stjórna aðgerðum og við erum mætt hingað til að láta fólk finna fyrir því að við ætlum að standa með þessu samfélagi hér. Það er ýmislegt í bígerð varðandi samgöngumannvirki, en síðan þarf að huga að þessum varnarmannvirkjum hér til þess að endurheimta öryggistilfinningu fyrir fólkið sem ætlar hér að búa og starfa.“ Fjármálaráðherra segir það bæði dálítið erfitt að koma á Seyðisfjörð og horfa upp á þetta, en á sama tíma hughreystandi að sjá allt það góða fólk sem sé að vinna að skipulagningu. Ekki síst þessa dagana að undirbúa heimkomu þeirra sem hafa þurft að fara fyrir jólin. „Eitthvað af fólkinu getur komið aftur fyrir jól, en þó ekki allir.“ En hvernig er hægt að huga að öryggistilfinningu fólks? Hver verða næstu skref hjá stjórnvöldum? „Varðandi öryggið, þá allt það sem hægt er að gera til að byggja upp varnarmannvirki gegn atburðum eins og þessum. Rannsaka hvar hættan liggur, halda þvi áfram. Það hefur auðvitað mikið starf verið þar unnið, en þetta eru grundvallarmálin. Svo eru það samgöngumálin. Og það er komið á kortið hjá okkur að fara í miklar samgöngubætur hér líka fyrir samfélagið.“ Það hlýtur að hafa verið til happs að Fjarðarheiði hafi verið fær, akkúrat þegar þetta gerðist. „Já, það hefði ekki verið á það bætandi ef heiðin hefði verið lokuð einmitt þegar þetta gerðist.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54