„Mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn“ Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 12:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er nú staddur á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það vera sláandi að sjá ummerkin á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar þar. Hann er nú staddur á Seyðisfirði ásamt nokkrum ráðherrum til viðbótar til að kynna sér aðstæður. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hálfdapurlegt allt saman. „Hús á hliðinni, aur og drulla yfir öllu. Og auðvitað ekki margt um manninn. Fólk hefur þurft að fara héðan í burtu. Það er mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn. En við höfum verið að hitta fólk hér sem er að stjórna aðgerðum og við erum mætt hingað til að láta fólk finna fyrir því að við ætlum að standa með þessu samfélagi hér. Það er ýmislegt í bígerð varðandi samgöngumannvirki, en síðan þarf að huga að þessum varnarmannvirkjum hér til þess að endurheimta öryggistilfinningu fyrir fólkið sem ætlar hér að búa og starfa.“ Fjármálaráðherra segir það bæði dálítið erfitt að koma á Seyðisfjörð og horfa upp á þetta, en á sama tíma hughreystandi að sjá allt það góða fólk sem sé að vinna að skipulagningu. Ekki síst þessa dagana að undirbúa heimkomu þeirra sem hafa þurft að fara fyrir jólin. „Eitthvað af fólkinu getur komið aftur fyrir jól, en þó ekki allir.“ En hvernig er hægt að huga að öryggistilfinningu fólks? Hver verða næstu skref hjá stjórnvöldum? „Varðandi öryggið, þá allt það sem hægt er að gera til að byggja upp varnarmannvirki gegn atburðum eins og þessum. Rannsaka hvar hættan liggur, halda þvi áfram. Það hefur auðvitað mikið starf verið þar unnið, en þetta eru grundvallarmálin. Svo eru það samgöngumálin. Og það er komið á kortið hjá okkur að fara í miklar samgöngubætur hér líka fyrir samfélagið.“ Það hlýtur að hafa verið til happs að Fjarðarheiði hafi verið fær, akkúrat þegar þetta gerðist. „Já, það hefði ekki verið á það bætandi ef heiðin hefði verið lokuð einmitt þegar þetta gerðist.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Bjarni segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hálfdapurlegt allt saman. „Hús á hliðinni, aur og drulla yfir öllu. Og auðvitað ekki margt um manninn. Fólk hefur þurft að fara héðan í burtu. Það er mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn. En við höfum verið að hitta fólk hér sem er að stjórna aðgerðum og við erum mætt hingað til að láta fólk finna fyrir því að við ætlum að standa með þessu samfélagi hér. Það er ýmislegt í bígerð varðandi samgöngumannvirki, en síðan þarf að huga að þessum varnarmannvirkjum hér til þess að endurheimta öryggistilfinningu fyrir fólkið sem ætlar hér að búa og starfa.“ Fjármálaráðherra segir það bæði dálítið erfitt að koma á Seyðisfjörð og horfa upp á þetta, en á sama tíma hughreystandi að sjá allt það góða fólk sem sé að vinna að skipulagningu. Ekki síst þessa dagana að undirbúa heimkomu þeirra sem hafa þurft að fara fyrir jólin. „Eitthvað af fólkinu getur komið aftur fyrir jól, en þó ekki allir.“ En hvernig er hægt að huga að öryggistilfinningu fólks? Hver verða næstu skref hjá stjórnvöldum? „Varðandi öryggið, þá allt það sem hægt er að gera til að byggja upp varnarmannvirki gegn atburðum eins og þessum. Rannsaka hvar hættan liggur, halda þvi áfram. Það hefur auðvitað mikið starf verið þar unnið, en þetta eru grundvallarmálin. Svo eru það samgöngumálin. Og það er komið á kortið hjá okkur að fara í miklar samgöngubætur hér líka fyrir samfélagið.“ Það hlýtur að hafa verið til happs að Fjarðarheiði hafi verið fær, akkúrat þegar þetta gerðist. „Já, það hefði ekki verið á það bætandi ef heiðin hefði verið lokuð einmitt þegar þetta gerðist.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54