Skattgreiðendur verða að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald Vilhjálmur Birgisson skrifar 18. desember 2020 14:00 Ég tel löngu tímabært að almennt launafólk fari að fylgjast með og taka miklu meiri afstöðu til þess hverju skattfé okkar er ráðstafað í. Það er í raun rannsóknarefni hversu lítil umræða er um hvernig ríki og sveitarfélög fara með skattfé almennings. Launamaður sem er með 600 þúsund í mánaðarlaun er að greiða rétt tæpar 2 milljónir í skatta til ríkis og sveitarfélaga á ári miðað við heildartekjur upp á 7,2 milljónir á ári og ef hjón eru með sambærilegar tekjur sem þessu nemur eru þau að greiða um 4 milljónir í skatt á ári af launum sínum. Þessu til viðbótar er fólk að greiða fasteignaskatt, bifreiðaskatt, virðisauka af matvælum og þjónustu og svona mætti lengi telja sem þýðir að stór hluti tekna launafólks fer með einum eða öðrum hætti til ríkis og sveitarfélaga í formi skatts. Á þessari forsendu er það með ólíkindum hvað launafólk og heimili virðast velta því lítið fyrir sér hvernig farið er með skattfé okkar. Ég tel að hér verði að eiga sér stað umtalsverð hugarfarsbreyting hjá launafólki og almenningi og launafólk á að sjálfsögðu að fylgjast miklu, miklu betur með í hvað skattfé okkar er ráðstafað. Ég geri mér algerlega grein fyrir að við verðum að halda úti góðri velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, löggæslu og annarri lögbundinni þjónustu í þágu almennings en það gerir það samt ekki að verkum að launafólk eigi ekki að láta meira að sér kveða varðandi í hvað skattfé almennings er eytt. Munum að á þessu og næsta ári er áætlað að halli ríkissjóðs nemi 600 milljörðum og verði kominn í 900 milljarða árið 2025 og því mikilvægt að muna að það mun ekki koma í hlut neinna annarra en íslenskra skattgreiðenda að vinna bug á þessum halla. Það er nefnilega þjóðaríþrótt þegar allir öskra að ríkið eigi að gera þetta og hitt en á endanum er það skattfé okkar allra sem hér er um að ræða og við eigum að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald en gert hefur verið á liðnum árum og áratugum. Það er nefnilega voða auðvelt að eyða fjármunum annarra! Pólitík sem ég þoli ekki Nú styttist í Alþingiskosningar og nú mun dynja á okkur á næstu mánuðum loforðaflaumurinn. Loforðaflaumur sem byggist oft á tíðum á því að það eigi að gera allt fyrir alla, en munum að þegar verið er að ræða um að gera allt fyrir alla þá er verið að tala um skattfé almennings. Launafólk sem og aðrir verða að veita stjórnvöldum á hverjum tíma fyrir sig miklu meira aðhald eins og áður sagði. Ég skal fúslega viðurkenna að ég klóra mér eilítið í höfðinu yfir því að núna sé það öskrað úr öllum áttum að dæla eigi skattfé almennings í allar áttir vegna efnahagsástandsins. Ég skil þó fyllilega að það þurfi í svona ástandi að verja grunnstoðir kerfisins og þá sem höllum fæti standa. Ég skil hins vegar ekki þá dapurlegu og ómerkilegu pólitík eins og þegar sumir stjórnmálamenn tala um að við vinnum okkur nánast eingöngu út úr þessari efnahagslægð með því að skuldsetja okkur bara nógu „andskoti“ mikið og það er helst að dreifa fjármagni í allar áttir. Það mun koma að skuldadögum og það verða engir aðrir en skattgreiðendur sem á endanum munu þurfa með einum eða öðrum hætti að greiða niður þann halla. Skildu fjármálaráðgjafar og félagsráðgjafar sveitarfélaganna ráðleggja og segja einstaklingum sem lenda tímabundið í fjárhagsvandræðum, eyddu bara nógu „andskoti“ miklu og taktu eins mikil lán og þú getur, þannig vinnur þú þig út úr þínum vandræðum. Nei fjandakornið ekki, og er rekstur ríkis og sveitarfélaga ekki í grunninn svipaður eins og að reka heimili, eða með öðrum orðum: eyddu ekki meira en þú aflar? Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ég tel löngu tímabært að almennt launafólk fari að fylgjast með og taka miklu meiri afstöðu til þess hverju skattfé okkar er ráðstafað í. Það er í raun rannsóknarefni hversu lítil umræða er um hvernig ríki og sveitarfélög fara með skattfé almennings. Launamaður sem er með 600 þúsund í mánaðarlaun er að greiða rétt tæpar 2 milljónir í skatta til ríkis og sveitarfélaga á ári miðað við heildartekjur upp á 7,2 milljónir á ári og ef hjón eru með sambærilegar tekjur sem þessu nemur eru þau að greiða um 4 milljónir í skatt á ári af launum sínum. Þessu til viðbótar er fólk að greiða fasteignaskatt, bifreiðaskatt, virðisauka af matvælum og þjónustu og svona mætti lengi telja sem þýðir að stór hluti tekna launafólks fer með einum eða öðrum hætti til ríkis og sveitarfélaga í formi skatts. Á þessari forsendu er það með ólíkindum hvað launafólk og heimili virðast velta því lítið fyrir sér hvernig farið er með skattfé okkar. Ég tel að hér verði að eiga sér stað umtalsverð hugarfarsbreyting hjá launafólki og almenningi og launafólk á að sjálfsögðu að fylgjast miklu, miklu betur með í hvað skattfé okkar er ráðstafað. Ég geri mér algerlega grein fyrir að við verðum að halda úti góðri velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, löggæslu og annarri lögbundinni þjónustu í þágu almennings en það gerir það samt ekki að verkum að launafólk eigi ekki að láta meira að sér kveða varðandi í hvað skattfé almennings er eytt. Munum að á þessu og næsta ári er áætlað að halli ríkissjóðs nemi 600 milljörðum og verði kominn í 900 milljarða árið 2025 og því mikilvægt að muna að það mun ekki koma í hlut neinna annarra en íslenskra skattgreiðenda að vinna bug á þessum halla. Það er nefnilega þjóðaríþrótt þegar allir öskra að ríkið eigi að gera þetta og hitt en á endanum er það skattfé okkar allra sem hér er um að ræða og við eigum að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald en gert hefur verið á liðnum árum og áratugum. Það er nefnilega voða auðvelt að eyða fjármunum annarra! Pólitík sem ég þoli ekki Nú styttist í Alþingiskosningar og nú mun dynja á okkur á næstu mánuðum loforðaflaumurinn. Loforðaflaumur sem byggist oft á tíðum á því að það eigi að gera allt fyrir alla, en munum að þegar verið er að ræða um að gera allt fyrir alla þá er verið að tala um skattfé almennings. Launafólk sem og aðrir verða að veita stjórnvöldum á hverjum tíma fyrir sig miklu meira aðhald eins og áður sagði. Ég skal fúslega viðurkenna að ég klóra mér eilítið í höfðinu yfir því að núna sé það öskrað úr öllum áttum að dæla eigi skattfé almennings í allar áttir vegna efnahagsástandsins. Ég skil þó fyllilega að það þurfi í svona ástandi að verja grunnstoðir kerfisins og þá sem höllum fæti standa. Ég skil hins vegar ekki þá dapurlegu og ómerkilegu pólitík eins og þegar sumir stjórnmálamenn tala um að við vinnum okkur nánast eingöngu út úr þessari efnahagslægð með því að skuldsetja okkur bara nógu „andskoti“ mikið og það er helst að dreifa fjármagni í allar áttir. Það mun koma að skuldadögum og það verða engir aðrir en skattgreiðendur sem á endanum munu þurfa með einum eða öðrum hætti að greiða niður þann halla. Skildu fjármálaráðgjafar og félagsráðgjafar sveitarfélaganna ráðleggja og segja einstaklingum sem lenda tímabundið í fjárhagsvandræðum, eyddu bara nógu „andskoti“ miklu og taktu eins mikil lán og þú getur, þannig vinnur þú þig út úr þínum vandræðum. Nei fjandakornið ekki, og er rekstur ríkis og sveitarfélaga ekki í grunninn svipaður eins og að reka heimili, eða með öðrum orðum: eyddu ekki meira en þú aflar? Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun