Hundruð þúsunda beitt misnotkun á opinberum stofnunum á Nýja-Sjálandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 06:39 Forsætisráðherrann Jacinda Ardern skipaði nefndina árið 2018. epa/Felipe Trueba Að minnsta kosti 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðnir sem dvöldu á stofnunum á vegum nýsjálenska ríkisins á árunum 1950 til 1999 sættu einhvers konar misnotkun, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar. Nefndin skilaði niðurstöðum sínum í dag en einnig voru til skoðunar trúarlegar stofnanir á borð við kirkjurekin heimili fyrir munaðarlausa. Um 655 þúsund manns bjuggu á umræddum stofnunum á einum tíma eða öðrum á þessum árum en 1.900 einstaklingar hafa sett sig í samband við nefndina og gert er ráð fyrir að þúsundir til viðbótar muni bætast í þann hóp. Nefndin var sett á laggirnar 2018 af Jacindu Ardern forsætisráðherra, sem sagði þá misnotkun sem hefði átt sér stað á barnaheimilum á vegum ríkisins „samviskulausa“. Meirihluti fórnarlambanna hefðu verið minnihlutahópar, fátækir, konur og börn. Annasophia Calman, ein þeirra sem gaf sig fram við nefndina, sagði misnotkunina hafa varpað skugga á allt sitt líf. Annar, Mike Ledingham, sagðist enn búa við afleiðingarnar. „Biskupinn talaði um uppgjör en hvernig getur þú sagt skilið við fortíðina þegar þú ert enn að vakna við martraðir?“ Innfædd börn verða sérstaklega illa úti Samkvæmt skýrslunni voru mörg börn fjarlægð af heimilum sínum vegna fátæktar og þegar þeim var skilað aftur voru þau andlega illa farin eftir upplifunina. Maori-börn voru hlutfallslega fleiri meðal þeirra barna sem var komið fyrir í umsjá ríkisins og sem voru beitt misnotkun. Er það meðal annars rakið til fordóma embættismanna. Þá virðast fatlaðir einnig hafa verið skotmark fordóma og mismununar. Samkvæmt nefndinni var oftast um að ræða líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi en einstaklingum í umsjá ríkisins var einnig refsað með lyfjagjöf, einangrun, ónauðsynlegum persónulegum líkamsskoðunum og ómannúðlegri meðferð, til að nefna dæmi. Þeim sem kvörtuðu var refsað og þá var reynt að hylma yfir brot. Óhæft starfsfólk, ónóg þjálfun og skortur á eftirliti með einstaklingum í valdastöðum voru meðal þátta sem urðu til þess að misnotkunin gat átt sér stað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að umfang þeirra brota sem fólk varð fyrir á umræddu tímabili hefði verið meira en menn grunaði og sagði að skoða þyrfti málið í því ljósi að misnotkun ætti sér ennþá stað í kerfinu. Til dæmis væru Maori-börn enn hlutfallslega fleiri í kerfinu en önnur börn; 69% barna í umsjá ríkisins og 81% barna sem væru beitt misnotkun. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Nýja-Sjáland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Nefndin skilaði niðurstöðum sínum í dag en einnig voru til skoðunar trúarlegar stofnanir á borð við kirkjurekin heimili fyrir munaðarlausa. Um 655 þúsund manns bjuggu á umræddum stofnunum á einum tíma eða öðrum á þessum árum en 1.900 einstaklingar hafa sett sig í samband við nefndina og gert er ráð fyrir að þúsundir til viðbótar muni bætast í þann hóp. Nefndin var sett á laggirnar 2018 af Jacindu Ardern forsætisráðherra, sem sagði þá misnotkun sem hefði átt sér stað á barnaheimilum á vegum ríkisins „samviskulausa“. Meirihluti fórnarlambanna hefðu verið minnihlutahópar, fátækir, konur og börn. Annasophia Calman, ein þeirra sem gaf sig fram við nefndina, sagði misnotkunina hafa varpað skugga á allt sitt líf. Annar, Mike Ledingham, sagðist enn búa við afleiðingarnar. „Biskupinn talaði um uppgjör en hvernig getur þú sagt skilið við fortíðina þegar þú ert enn að vakna við martraðir?“ Innfædd börn verða sérstaklega illa úti Samkvæmt skýrslunni voru mörg börn fjarlægð af heimilum sínum vegna fátæktar og þegar þeim var skilað aftur voru þau andlega illa farin eftir upplifunina. Maori-börn voru hlutfallslega fleiri meðal þeirra barna sem var komið fyrir í umsjá ríkisins og sem voru beitt misnotkun. Er það meðal annars rakið til fordóma embættismanna. Þá virðast fatlaðir einnig hafa verið skotmark fordóma og mismununar. Samkvæmt nefndinni var oftast um að ræða líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi en einstaklingum í umsjá ríkisins var einnig refsað með lyfjagjöf, einangrun, ónauðsynlegum persónulegum líkamsskoðunum og ómannúðlegri meðferð, til að nefna dæmi. Þeim sem kvörtuðu var refsað og þá var reynt að hylma yfir brot. Óhæft starfsfólk, ónóg þjálfun og skortur á eftirliti með einstaklingum í valdastöðum voru meðal þátta sem urðu til þess að misnotkunin gat átt sér stað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að umfang þeirra brota sem fólk varð fyrir á umræddu tímabili hefði verið meira en menn grunaði og sagði að skoða þyrfti málið í því ljósi að misnotkun ætti sér ennþá stað í kerfinu. Til dæmis væru Maori-börn enn hlutfallslega fleiri í kerfinu en önnur börn; 69% barna í umsjá ríkisins og 81% barna sem væru beitt misnotkun. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Nýja-Sjáland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira