Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 11:45 Guðmundur Guðmundsson er út í Þýskalandi þar sem hann þjálfar lið MT Melsungen. Getty/Andreas Gora Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti HM hópinn sinn í dag og talaði þá líka um sérstakan undirbúning íslenska handboltalandsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í janúar. Íslenska landsliðið þarf að spila tvo leiki í undankeppni EM rétt fyrir brottför sína til Egyptalands og inn í því eru ferðalög frá Íslandi til Portúgals aftur til Íslands og loks út til Egyptalands. Öllum þessum ferðalögum fylgir auðvitað mikil smithætta og um leið hætta á að leikmenn missi af heimsmeistaramótinu rétt fyrir mót eða allt íslenska liðið endi í sóttkví. „Það er með ólíkindum að það sé settir svona erfiðir leikir fyrir HM en þetta eru auðvitað ekki einfaldir leikir við Portúgal,“ sagði Guðmundur Guðmundsson á fjarfundi með blaðamönnum í dag. „Þetta eru löng ferðalög og það er mjög erfitt að komast frá landinu og til landsins. Við höfum sérstakar áhyggjur af ferðalagi okkar aftur til baka til Íslands frá Portúgal þann 5. janúar,“ sagði Guðmundur. „Það ferðalag gæti reynst okkur mjög erfitt að komast aftur til Íslands. Möguleiki er á því að við þyrftum að gista og þar með erum við búnir að tapa mjög mikilvægum degi í undirbúningi, bæði fyrir seinni leikinn við Portúgal og samhliða fyrir HM,“ sagði Guðmundur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Það er mjög sérstakt að horfa á þetta plan og sjá að við erum að fara spila þrisvar við Portúgal á níu dögum og í þremur mismunandi löndum. Á miðjum Covid tímum þá er þetta ekki einfalt mál,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að skrifstofa HSÍ vinni í því að skipuleggja þetta sem best og að hann og strákarnir ætli sér að gera það besta úr þeim möguleikum sem eru í boði. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti HM hópinn sinn í dag og talaði þá líka um sérstakan undirbúning íslenska handboltalandsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í janúar. Íslenska landsliðið þarf að spila tvo leiki í undankeppni EM rétt fyrir brottför sína til Egyptalands og inn í því eru ferðalög frá Íslandi til Portúgals aftur til Íslands og loks út til Egyptalands. Öllum þessum ferðalögum fylgir auðvitað mikil smithætta og um leið hætta á að leikmenn missi af heimsmeistaramótinu rétt fyrir mót eða allt íslenska liðið endi í sóttkví. „Það er með ólíkindum að það sé settir svona erfiðir leikir fyrir HM en þetta eru auðvitað ekki einfaldir leikir við Portúgal,“ sagði Guðmundur Guðmundsson á fjarfundi með blaðamönnum í dag. „Þetta eru löng ferðalög og það er mjög erfitt að komast frá landinu og til landsins. Við höfum sérstakar áhyggjur af ferðalagi okkar aftur til baka til Íslands frá Portúgal þann 5. janúar,“ sagði Guðmundur. „Það ferðalag gæti reynst okkur mjög erfitt að komast aftur til Íslands. Möguleiki er á því að við þyrftum að gista og þar með erum við búnir að tapa mjög mikilvægum degi í undirbúningi, bæði fyrir seinni leikinn við Portúgal og samhliða fyrir HM,“ sagði Guðmundur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Það er mjög sérstakt að horfa á þetta plan og sjá að við erum að fara spila þrisvar við Portúgal á níu dögum og í þremur mismunandi löndum. Á miðjum Covid tímum þá er þetta ekki einfalt mál,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að skrifstofa HSÍ vinni í því að skipuleggja þetta sem best og að hann og strákarnir ætli sér að gera það besta úr þeim möguleikum sem eru í boði.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13