Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 11:13 Alexander Petersson skoraði 23 mörk á EM í janúar síðastliðnum. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. Alexander Petersson er í íslenska landsliðshópnum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem fer fram í Egyptalandi í janúar. Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag hvaða 21 leikmenn skipa æfingahóp hans á fjarfundi með blaðamönnum í dag. Guðmundur Guðmundsson valdi 35 manna úrtakshóp í nóvember og hefur nú valið þá leikmenn sem munu taka þátt í þessu verkefni liðsins. Hann veldur 21 leikmann en reiknar með að fara með tuttugu leikmenn á HM. Guðmundur sagði á blaðamannafundi að það hafi verið gríðarlegt púsluspil að koma þessu liði saman og að kórónuveiran hafi haft áhrif á valið hans að einhverju leyti. Alexander Petersson spilaði ekki sína síðustu landsleiki á Evrópumótinu í janúar eins og magir bjuggust við því þessi öflugi leikmaður gefur kost á sér fyrir HM í Egyptalandi. Alexander Petersson er fertugur síðan í júlí og þetta verður hans þrettánda stórmót með íslenska landsliðinu en hið fyrsta var HM í Túnis 2005. Alexander Petersson var mjög góður á síðasta EM, skoraði 23 mörk utan af velli í sjö leikjum og var einnig frábær í vörninni. Hann er að gera góða hluti með Rhein-Necker Löwen í þýsku deildinni. Þrír leikmenn sem voru á EM í janúar síðastliðnum eru ekki með að þessu sinni en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Haukur Þrastarson og Sveinn Jóhannsson. Guðjón Valur er hættur og Haukur er meiddur. Inn í hópinn koma þeir Ágúst Elí Björgvinsson, Oddur Grétarsson, Magnús Óli Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Elliði Snær Viðarsson. Þessi hópur er mun stærri en hópurinn á EM í janúar og spilar kórónuveiran þar mikið inn í. Æfingahópur íslenska landsliðsins lítur þannig út: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson KIF Kolding Björgvin Páll Gústavsson Haukar Viktor Gísli Hallgrímsson GOG Håndball Vinstra horn: Bjarki Már Elísson TBV Lemgo Lippe Oddur Grétarsson HBW Balingen-Weilstetten Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson FC Barcelona Magnús Óli Magnússon Valur Ólafur Andrés Guðmundsson IFK Kristianstad Leikstjórendur: Elvar Örn Jónsson Skjern Håndbold Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg Janus Daði Smárason Göppingen Hægri skyttur: Alexander Petersson Die Rhein-Necker Löwen Kristján Örn Kristjánsson Pays d’Aix Universite Club Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg Viggó Kristjánsson TVB 1898 Stuttgart Hægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson Die Bergischer Handball Club Sigvaldi Björn Guðjónsson Vive Tauron Kielce Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson ÍBV Ýmir Örn Gíslason Die Rhein-Necker Löwen HM 2021 í handbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Alexander Petersson er í íslenska landsliðshópnum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem fer fram í Egyptalandi í janúar. Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag hvaða 21 leikmenn skipa æfingahóp hans á fjarfundi með blaðamönnum í dag. Guðmundur Guðmundsson valdi 35 manna úrtakshóp í nóvember og hefur nú valið þá leikmenn sem munu taka þátt í þessu verkefni liðsins. Hann veldur 21 leikmann en reiknar með að fara með tuttugu leikmenn á HM. Guðmundur sagði á blaðamannafundi að það hafi verið gríðarlegt púsluspil að koma þessu liði saman og að kórónuveiran hafi haft áhrif á valið hans að einhverju leyti. Alexander Petersson spilaði ekki sína síðustu landsleiki á Evrópumótinu í janúar eins og magir bjuggust við því þessi öflugi leikmaður gefur kost á sér fyrir HM í Egyptalandi. Alexander Petersson er fertugur síðan í júlí og þetta verður hans þrettánda stórmót með íslenska landsliðinu en hið fyrsta var HM í Túnis 2005. Alexander Petersson var mjög góður á síðasta EM, skoraði 23 mörk utan af velli í sjö leikjum og var einnig frábær í vörninni. Hann er að gera góða hluti með Rhein-Necker Löwen í þýsku deildinni. Þrír leikmenn sem voru á EM í janúar síðastliðnum eru ekki með að þessu sinni en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Haukur Þrastarson og Sveinn Jóhannsson. Guðjón Valur er hættur og Haukur er meiddur. Inn í hópinn koma þeir Ágúst Elí Björgvinsson, Oddur Grétarsson, Magnús Óli Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Elliði Snær Viðarsson. Þessi hópur er mun stærri en hópurinn á EM í janúar og spilar kórónuveiran þar mikið inn í. Æfingahópur íslenska landsliðsins lítur þannig út: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson KIF Kolding Björgvin Páll Gústavsson Haukar Viktor Gísli Hallgrímsson GOG Håndball Vinstra horn: Bjarki Már Elísson TBV Lemgo Lippe Oddur Grétarsson HBW Balingen-Weilstetten Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson FC Barcelona Magnús Óli Magnússon Valur Ólafur Andrés Guðmundsson IFK Kristianstad Leikstjórendur: Elvar Örn Jónsson Skjern Håndbold Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg Janus Daði Smárason Göppingen Hægri skyttur: Alexander Petersson Die Rhein-Necker Löwen Kristján Örn Kristjánsson Pays d’Aix Universite Club Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg Viggó Kristjánsson TVB 1898 Stuttgart Hægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson Die Bergischer Handball Club Sigvaldi Björn Guðjónsson Vive Tauron Kielce Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson ÍBV Ýmir Örn Gíslason Die Rhein-Necker Löwen
Æfingahópur íslenska landsliðsins lítur þannig út: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson KIF Kolding Björgvin Páll Gústavsson Haukar Viktor Gísli Hallgrímsson GOG Håndball Vinstra horn: Bjarki Már Elísson TBV Lemgo Lippe Oddur Grétarsson HBW Balingen-Weilstetten Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson FC Barcelona Magnús Óli Magnússon Valur Ólafur Andrés Guðmundsson IFK Kristianstad Leikstjórendur: Elvar Örn Jónsson Skjern Håndbold Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg Janus Daði Smárason Göppingen Hægri skyttur: Alexander Petersson Die Rhein-Necker Löwen Kristján Örn Kristjánsson Pays d’Aix Universite Club Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg Viggó Kristjánsson TVB 1898 Stuttgart Hægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson Die Bergischer Handball Club Sigvaldi Björn Guðjónsson Vive Tauron Kielce Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson ÍBV Ýmir Örn Gíslason Die Rhein-Necker Löwen
HM 2021 í handbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira