Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 11:13 Alexander Petersson skoraði 23 mörk á EM í janúar síðastliðnum. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. Alexander Petersson er í íslenska landsliðshópnum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem fer fram í Egyptalandi í janúar. Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag hvaða 21 leikmenn skipa æfingahóp hans á fjarfundi með blaðamönnum í dag. Guðmundur Guðmundsson valdi 35 manna úrtakshóp í nóvember og hefur nú valið þá leikmenn sem munu taka þátt í þessu verkefni liðsins. Hann veldur 21 leikmann en reiknar með að fara með tuttugu leikmenn á HM. Guðmundur sagði á blaðamannafundi að það hafi verið gríðarlegt púsluspil að koma þessu liði saman og að kórónuveiran hafi haft áhrif á valið hans að einhverju leyti. Alexander Petersson spilaði ekki sína síðustu landsleiki á Evrópumótinu í janúar eins og magir bjuggust við því þessi öflugi leikmaður gefur kost á sér fyrir HM í Egyptalandi. Alexander Petersson er fertugur síðan í júlí og þetta verður hans þrettánda stórmót með íslenska landsliðinu en hið fyrsta var HM í Túnis 2005. Alexander Petersson var mjög góður á síðasta EM, skoraði 23 mörk utan af velli í sjö leikjum og var einnig frábær í vörninni. Hann er að gera góða hluti með Rhein-Necker Löwen í þýsku deildinni. Þrír leikmenn sem voru á EM í janúar síðastliðnum eru ekki með að þessu sinni en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Haukur Þrastarson og Sveinn Jóhannsson. Guðjón Valur er hættur og Haukur er meiddur. Inn í hópinn koma þeir Ágúst Elí Björgvinsson, Oddur Grétarsson, Magnús Óli Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Elliði Snær Viðarsson. Þessi hópur er mun stærri en hópurinn á EM í janúar og spilar kórónuveiran þar mikið inn í. Æfingahópur íslenska landsliðsins lítur þannig út: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson KIF Kolding Björgvin Páll Gústavsson Haukar Viktor Gísli Hallgrímsson GOG Håndball Vinstra horn: Bjarki Már Elísson TBV Lemgo Lippe Oddur Grétarsson HBW Balingen-Weilstetten Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson FC Barcelona Magnús Óli Magnússon Valur Ólafur Andrés Guðmundsson IFK Kristianstad Leikstjórendur: Elvar Örn Jónsson Skjern Håndbold Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg Janus Daði Smárason Göppingen Hægri skyttur: Alexander Petersson Die Rhein-Necker Löwen Kristján Örn Kristjánsson Pays d’Aix Universite Club Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg Viggó Kristjánsson TVB 1898 Stuttgart Hægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson Die Bergischer Handball Club Sigvaldi Björn Guðjónsson Vive Tauron Kielce Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson ÍBV Ýmir Örn Gíslason Die Rhein-Necker Löwen HM 2021 í handbolta Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Alexander Petersson er í íslenska landsliðshópnum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem fer fram í Egyptalandi í janúar. Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag hvaða 21 leikmenn skipa æfingahóp hans á fjarfundi með blaðamönnum í dag. Guðmundur Guðmundsson valdi 35 manna úrtakshóp í nóvember og hefur nú valið þá leikmenn sem munu taka þátt í þessu verkefni liðsins. Hann veldur 21 leikmann en reiknar með að fara með tuttugu leikmenn á HM. Guðmundur sagði á blaðamannafundi að það hafi verið gríðarlegt púsluspil að koma þessu liði saman og að kórónuveiran hafi haft áhrif á valið hans að einhverju leyti. Alexander Petersson spilaði ekki sína síðustu landsleiki á Evrópumótinu í janúar eins og magir bjuggust við því þessi öflugi leikmaður gefur kost á sér fyrir HM í Egyptalandi. Alexander Petersson er fertugur síðan í júlí og þetta verður hans þrettánda stórmót með íslenska landsliðinu en hið fyrsta var HM í Túnis 2005. Alexander Petersson var mjög góður á síðasta EM, skoraði 23 mörk utan af velli í sjö leikjum og var einnig frábær í vörninni. Hann er að gera góða hluti með Rhein-Necker Löwen í þýsku deildinni. Þrír leikmenn sem voru á EM í janúar síðastliðnum eru ekki með að þessu sinni en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Haukur Þrastarson og Sveinn Jóhannsson. Guðjón Valur er hættur og Haukur er meiddur. Inn í hópinn koma þeir Ágúst Elí Björgvinsson, Oddur Grétarsson, Magnús Óli Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Elliði Snær Viðarsson. Þessi hópur er mun stærri en hópurinn á EM í janúar og spilar kórónuveiran þar mikið inn í. Æfingahópur íslenska landsliðsins lítur þannig út: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson KIF Kolding Björgvin Páll Gústavsson Haukar Viktor Gísli Hallgrímsson GOG Håndball Vinstra horn: Bjarki Már Elísson TBV Lemgo Lippe Oddur Grétarsson HBW Balingen-Weilstetten Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson FC Barcelona Magnús Óli Magnússon Valur Ólafur Andrés Guðmundsson IFK Kristianstad Leikstjórendur: Elvar Örn Jónsson Skjern Håndbold Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg Janus Daði Smárason Göppingen Hægri skyttur: Alexander Petersson Die Rhein-Necker Löwen Kristján Örn Kristjánsson Pays d’Aix Universite Club Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg Viggó Kristjánsson TVB 1898 Stuttgart Hægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson Die Bergischer Handball Club Sigvaldi Björn Guðjónsson Vive Tauron Kielce Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson ÍBV Ýmir Örn Gíslason Die Rhein-Necker Löwen
Æfingahópur íslenska landsliðsins lítur þannig út: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson KIF Kolding Björgvin Páll Gústavsson Haukar Viktor Gísli Hallgrímsson GOG Håndball Vinstra horn: Bjarki Már Elísson TBV Lemgo Lippe Oddur Grétarsson HBW Balingen-Weilstetten Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson FC Barcelona Magnús Óli Magnússon Valur Ólafur Andrés Guðmundsson IFK Kristianstad Leikstjórendur: Elvar Örn Jónsson Skjern Håndbold Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg Janus Daði Smárason Göppingen Hægri skyttur: Alexander Petersson Die Rhein-Necker Löwen Kristján Örn Kristjánsson Pays d’Aix Universite Club Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg Viggó Kristjánsson TVB 1898 Stuttgart Hægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson Die Bergischer Handball Club Sigvaldi Björn Guðjónsson Vive Tauron Kielce Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson ÍBV Ýmir Örn Gíslason Die Rhein-Necker Löwen
HM 2021 í handbolta Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira