Látum hækkun frítekjumarka fjármagnstekna nýtast öllum Haukur V. Alfreðsson skrifar 15. desember 2020 10:01 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að nú stendur til að hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150þ.kr upp í 300þ.kr. Ekki eru allir sammála um ágæti þeirrar hugmyndar þar sem hér sé verið að veita hluta landsmanna aukinn stuðning frá ríkinu og að sá hópur sé sennilega sá sem þyrfti síst á ölmusu að halda. Persónulega er ég alveg sammála því. En ég sé hins vegar lausn sem útrýmir öllu misrétti sem kann að koma fram með þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna án þess að snerta á breytingunni sjálfri. Lausnin er einföld: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að einstaklingar sem hafa lægri fjármagnstekjur en frítekjumarkið segir til um, fá að nýta sér þann skattafslátt sem hefði hlotist af fjármagnstekjum til að lækka skattbyrði launatekna sinna. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Eina sem er ósvarað er þá hvort að ríkið hafa enn einu sinni ætlað að gera ákveðnum vildarvinum (fjármagnseigendum) hærra undir höfði eða sjái þarna góða lausn til að gæta sanngirnis og gera vel við alla. Dæmi fyrir aukinn skilning: Einstaklingur A hefur aflað tekna með störfum sínum yfir árið og greitt af þeim skatta samviskusamlega. Við yfirferð skattskýrslu sést að hann hafði engar fjármagnstekjur á árinu. Skatturinn eykur því persónuafslátt hans af launatekjum um 66.000kr (1) á árinu og kemst því að þeirri niðurstöðu að einstaklingur A hafi ofgreitt tekjuskatt um 66.000kr. Einstaklingur A fær því endurgreitt 66.000kr frá skattinum og er jafn vel settur og ef hann hefði haft hluta tekna sinna í formi fjármagnstekna og getað nýtt sér frítekjumark fjármagnsteknanna beint. (1) Fjármagnstekjuskattur * frítekjumark fjármagnstekna = 22% * 300.000 = 66.000kr Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að nú stendur til að hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150þ.kr upp í 300þ.kr. Ekki eru allir sammála um ágæti þeirrar hugmyndar þar sem hér sé verið að veita hluta landsmanna aukinn stuðning frá ríkinu og að sá hópur sé sennilega sá sem þyrfti síst á ölmusu að halda. Persónulega er ég alveg sammála því. En ég sé hins vegar lausn sem útrýmir öllu misrétti sem kann að koma fram með þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna án þess að snerta á breytingunni sjálfri. Lausnin er einföld: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að einstaklingar sem hafa lægri fjármagnstekjur en frítekjumarkið segir til um, fá að nýta sér þann skattafslátt sem hefði hlotist af fjármagnstekjum til að lækka skattbyrði launatekna sinna. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Eina sem er ósvarað er þá hvort að ríkið hafa enn einu sinni ætlað að gera ákveðnum vildarvinum (fjármagnseigendum) hærra undir höfði eða sjái þarna góða lausn til að gæta sanngirnis og gera vel við alla. Dæmi fyrir aukinn skilning: Einstaklingur A hefur aflað tekna með störfum sínum yfir árið og greitt af þeim skatta samviskusamlega. Við yfirferð skattskýrslu sést að hann hafði engar fjármagnstekjur á árinu. Skatturinn eykur því persónuafslátt hans af launatekjum um 66.000kr (1) á árinu og kemst því að þeirri niðurstöðu að einstaklingur A hafi ofgreitt tekjuskatt um 66.000kr. Einstaklingur A fær því endurgreitt 66.000kr frá skattinum og er jafn vel settur og ef hann hefði haft hluta tekna sinna í formi fjármagnstekna og getað nýtt sér frítekjumark fjármagnsteknanna beint. (1) Fjármagnstekjuskattur * frítekjumark fjármagnstekna = 22% * 300.000 = 66.000kr Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun