Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2020 23:23 Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit. Einar Árnason Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. Landmannaafréttur hefur gjarnan verið tekinn sem dæmi hjá þeim sem vilja friða hálendið gagnvart sauðfjárbeit. Þetta er svæðið að Fjallabaki sem Land- og Holtamenn nytja en við fylgdum þeim í fjárleitum í haust, eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. „Við erum bara ekki á sama máli og til dæmis Landgræðslan. Meðan landið er í framför þá teljum við okkur nýta landið rétt,“ segir Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit. „Það er svo fráleitt sem margir halda að það sé verið að ganga á afréttinn. Því það sjá það allir að hann er í mikilli framför,“ segir Geir Ófeigsson úr Næfurholti á Rangárvöllum. Geir Ófeigsson í Næfurholti.Einar Árnason „Við erum með stuttan tíma hérna inni á fjalli. Við förum hér um 10. júlí. Þetta eru sextíu dagar sem við erum að nýta þetta. En grösin hérna inn frá eru mjög kjarnmikil á þeim tíma og eru okkur mjög mikilvæg í okkar búskaparferli,“ segir Erlendur. Kristinn Guðnason fjallkóngur bendir á að bændur hafi í fimmtán ár staðið að uppgræðslu. „Hér sérðu: Við erum að græða hér upp samfara beitinni,“ segir Kristinn og bendir á svæðin í kringum Áfangagil, og bætir við að það sé í samstarfi við Landgræðsluna. Kristinn Guðnason, fjallkóngur Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Þó að manni finnist landgræðslustjóri stundum ekki vera í sama liði og við,“ segir fjallkóngurinn. „Við erum með umráðaréttinn – nytjaréttinn á þessu svæði. Og honum ætlum við að halda,“ segir Erlendur. „Það féll alveg dómur um það í þjóðlendumálum. Það er alveg skýrt að ríkið hefur umráðaréttinn yfir landinu en við erum með nytjaréttinn. Og það ætlum við að passa,“ segir Erlendur í Skarði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Landmannaafréttur hefur gjarnan verið tekinn sem dæmi hjá þeim sem vilja friða hálendið gagnvart sauðfjárbeit. Þetta er svæðið að Fjallabaki sem Land- og Holtamenn nytja en við fylgdum þeim í fjárleitum í haust, eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. „Við erum bara ekki á sama máli og til dæmis Landgræðslan. Meðan landið er í framför þá teljum við okkur nýta landið rétt,“ segir Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit. „Það er svo fráleitt sem margir halda að það sé verið að ganga á afréttinn. Því það sjá það allir að hann er í mikilli framför,“ segir Geir Ófeigsson úr Næfurholti á Rangárvöllum. Geir Ófeigsson í Næfurholti.Einar Árnason „Við erum með stuttan tíma hérna inni á fjalli. Við förum hér um 10. júlí. Þetta eru sextíu dagar sem við erum að nýta þetta. En grösin hérna inn frá eru mjög kjarnmikil á þeim tíma og eru okkur mjög mikilvæg í okkar búskaparferli,“ segir Erlendur. Kristinn Guðnason fjallkóngur bendir á að bændur hafi í fimmtán ár staðið að uppgræðslu. „Hér sérðu: Við erum að græða hér upp samfara beitinni,“ segir Kristinn og bendir á svæðin í kringum Áfangagil, og bætir við að það sé í samstarfi við Landgræðsluna. Kristinn Guðnason, fjallkóngur Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Þó að manni finnist landgræðslustjóri stundum ekki vera í sama liði og við,“ segir fjallkóngurinn. „Við erum með umráðaréttinn – nytjaréttinn á þessu svæði. Og honum ætlum við að halda,“ segir Erlendur. „Það féll alveg dómur um það í þjóðlendumálum. Það er alveg skýrt að ríkið hefur umráðaréttinn yfir landinu en við erum með nytjaréttinn. Og það ætlum við að passa,“ segir Erlendur í Skarði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52