Neyðarástand Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 14. desember 2020 16:00 Um helgina kallaði Aðalritari Sameinuðu þjóðanna eftir því að ríki heimsins lýstu yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar. Þetta ákall Antonio Guterres er hið sama og loftslagsverkfallið á Íslandi hefur talað fyrir undanfarin tvö ár. Á fundum með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðherrum og öðrum aðilum hafa fulltrúar loftslagsverkfalls, námsfólk, stúdentar, ungmenni og börn, útskýrt hvers vegna þetta skiptir máli. Ríkisstjórn Íslands hefur hunsað kröfu loftslagsverkfallsins hingað til, ætlar hún líka að hunsa ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna? Á fundum verkfallsins með stjórnvöldum var ákalli verkfallsins iðulega mætt með orðum eins og: Hvað á eiginlega að felast í yfirlýsingu um neyðarástand? Hverju á það að breyta, hvers konar neyðarástand? Guð minn góður, það er engin leið að gera þetta. Reglulega var sú mynd máluð upp að valdhafar hefðu hvorki hugmyndaflugið né úrræðin til þess að gera þetta almennilega. Önnur ríki hafa lýst yfir neyðarástandi, vissulega með misgóðum árangri, en annmarkar á framkvæmd annarra ríkja í þessum efnum eru ekki afsökun fyrir stjórnvöld hérlendis að sitja með hendur í skauti. Þúsundir vísindafólks hafa sammælst um að þeim sé skylt að lýsa yfir neyðarástandi og að mannkynið þurfi að átta sig á því hve alvarleg staðan raunverulega er. Stjórnvöld hérlendis hljóta að vera nægilega útsjónarsöm til þess að finna fullnægjandi og viðeigandi leiðir til þess að mæta ákalli aðalritara Sameinuðu þjóðanna, loftslagsverkfallsins og fylgja fordæmi vísindafólks. Hér eru nokkrar ástæður til þess að lýsa yfir neyðarástandi, í samræmi við stöðuna sem nú er uppi í heiminum: Yfirlýsing neyðarástands myndi í fyrsta lagi leiða til umræðu og enn frekari vitundarvakningar meðal almennings. Í öðru lagi getur yfirlýsing um neyðarástand sýnt að stjórnvöld taki stöðuna sem upp er komin alvarlega. Í þriðja lagi að stjórnvöld viðurkenni ákall ungu kynslóðarinnar og baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni. Í fjórða lagi getur yfirlýsing um neyðarástand verið forsenda og grundvöllur fyrir því að ráðast í afdrifaríkari aðgerðir, sem verða kannski tímabundið óþægilegar fyrir einhverja. Ef samstaða myndast um grunnforsendu aðgerðanna leiðir það vonandi til þess að síður verði deilt um hve róttækar aðgerðir séu réttlætanlegar, enda sé mjög skýrt hver staða mála sé. Í fimmta lagi getur yfirlýsingin sent skilaboð til alþjóðasamfélagsins ef vel er að henni staðið. Breytt og ný viðmið í samfélaginu eru nauðsynleg. Það þarf að kanna hvernig framkvæmdir, aðgerðir, lagasetning eða aðrar aðgerðir stjórnvalda horfa við markmiði um kolefnishlutleysi. Stefnumótun í öllum málaflokkum verður að taka mið af loftslagsvánni, rétt eins og skylt er að leggja mat á jafnréttisáhrif í hvívetna í dag. Kennsla í skólum þarf að taka mið af því að það sem er undir fyrir komandi kynslóð er hvernig við slökkvum á 650 Eyjafjallajöklum eins og Andri Snær, rithöfundur orðaði það á málþingi sem ég sótti nýlega um loftslagvánna. Viðurkenningar og verðlaun sem loftslagsverkfallið hefur hlotið hérlendis, eins og viðurkenning jafnréttisráðs, Maður ársins 2020 hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, Samviskusendiherra Amnesty o.fl. eru góðra gjalda verðar, en loftslagsverkföllin og baráttan vegna þeirra snýst ekki um að fá klapp á bakið – heldur að hlustað sé á ungu kynslóðina og gripið verði til afgerandi aðgerða. Vel útfærðar og trúverðugar aðgerðir skipta að sjálfsögðu höfuðmáli og eitt útilokar ekki annað. Þvert á móti ætti vel útfærð og afgerandi yfirlýsing um neyðarástand vegna hamfarahlýnunar að haldast í hendur við metnaðarfullar aðgerðir. Það ætti í raun að vera lágmarksframtak að stjórnvöld geri borgurunum grein fyrir alvarleika ástandsins með skýrri yfirlýsingu um neyðarástand í málaflokknum. Yfirlýsingin ætti að vera grundvöllur nauðsynlegra kerfisbreytinga og róttækra aðgerða sem enn vantar töluvert upp á hérlendis, en það er efni í annan pistil. Þrálát andstaða ríkisstjórnarinnar við að sammælast um alvarleika vandans gefur of mikið rými fyrir efasemdaraddir til að þrífast. Kannski telja stjórnvöld í raun að ekki sé uppi neyðarástand í loftslagsmálum? Fréttir um að stjórnvöld veiti afslátt handa bílaleigum til að menga senda a.m.k. óþægileg skilaboð að þessu leyti. Hlustið á loftslagsverkföllin og aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Kæra ríkisstjórn, boltinn er hjá ykkur. Lýsið yfir neyðarástandi strax. Höfundur er forseti Rannveigar - Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Hamfarahlýnun Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Um helgina kallaði Aðalritari Sameinuðu þjóðanna eftir því að ríki heimsins lýstu yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar. Þetta ákall Antonio Guterres er hið sama og loftslagsverkfallið á Íslandi hefur talað fyrir undanfarin tvö ár. Á fundum með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðherrum og öðrum aðilum hafa fulltrúar loftslagsverkfalls, námsfólk, stúdentar, ungmenni og börn, útskýrt hvers vegna þetta skiptir máli. Ríkisstjórn Íslands hefur hunsað kröfu loftslagsverkfallsins hingað til, ætlar hún líka að hunsa ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna? Á fundum verkfallsins með stjórnvöldum var ákalli verkfallsins iðulega mætt með orðum eins og: Hvað á eiginlega að felast í yfirlýsingu um neyðarástand? Hverju á það að breyta, hvers konar neyðarástand? Guð minn góður, það er engin leið að gera þetta. Reglulega var sú mynd máluð upp að valdhafar hefðu hvorki hugmyndaflugið né úrræðin til þess að gera þetta almennilega. Önnur ríki hafa lýst yfir neyðarástandi, vissulega með misgóðum árangri, en annmarkar á framkvæmd annarra ríkja í þessum efnum eru ekki afsökun fyrir stjórnvöld hérlendis að sitja með hendur í skauti. Þúsundir vísindafólks hafa sammælst um að þeim sé skylt að lýsa yfir neyðarástandi og að mannkynið þurfi að átta sig á því hve alvarleg staðan raunverulega er. Stjórnvöld hérlendis hljóta að vera nægilega útsjónarsöm til þess að finna fullnægjandi og viðeigandi leiðir til þess að mæta ákalli aðalritara Sameinuðu þjóðanna, loftslagsverkfallsins og fylgja fordæmi vísindafólks. Hér eru nokkrar ástæður til þess að lýsa yfir neyðarástandi, í samræmi við stöðuna sem nú er uppi í heiminum: Yfirlýsing neyðarástands myndi í fyrsta lagi leiða til umræðu og enn frekari vitundarvakningar meðal almennings. Í öðru lagi getur yfirlýsing um neyðarástand sýnt að stjórnvöld taki stöðuna sem upp er komin alvarlega. Í þriðja lagi að stjórnvöld viðurkenni ákall ungu kynslóðarinnar og baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni. Í fjórða lagi getur yfirlýsing um neyðarástand verið forsenda og grundvöllur fyrir því að ráðast í afdrifaríkari aðgerðir, sem verða kannski tímabundið óþægilegar fyrir einhverja. Ef samstaða myndast um grunnforsendu aðgerðanna leiðir það vonandi til þess að síður verði deilt um hve róttækar aðgerðir séu réttlætanlegar, enda sé mjög skýrt hver staða mála sé. Í fimmta lagi getur yfirlýsingin sent skilaboð til alþjóðasamfélagsins ef vel er að henni staðið. Breytt og ný viðmið í samfélaginu eru nauðsynleg. Það þarf að kanna hvernig framkvæmdir, aðgerðir, lagasetning eða aðrar aðgerðir stjórnvalda horfa við markmiði um kolefnishlutleysi. Stefnumótun í öllum málaflokkum verður að taka mið af loftslagsvánni, rétt eins og skylt er að leggja mat á jafnréttisáhrif í hvívetna í dag. Kennsla í skólum þarf að taka mið af því að það sem er undir fyrir komandi kynslóð er hvernig við slökkvum á 650 Eyjafjallajöklum eins og Andri Snær, rithöfundur orðaði það á málþingi sem ég sótti nýlega um loftslagvánna. Viðurkenningar og verðlaun sem loftslagsverkfallið hefur hlotið hérlendis, eins og viðurkenning jafnréttisráðs, Maður ársins 2020 hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, Samviskusendiherra Amnesty o.fl. eru góðra gjalda verðar, en loftslagsverkföllin og baráttan vegna þeirra snýst ekki um að fá klapp á bakið – heldur að hlustað sé á ungu kynslóðina og gripið verði til afgerandi aðgerða. Vel útfærðar og trúverðugar aðgerðir skipta að sjálfsögðu höfuðmáli og eitt útilokar ekki annað. Þvert á móti ætti vel útfærð og afgerandi yfirlýsing um neyðarástand vegna hamfarahlýnunar að haldast í hendur við metnaðarfullar aðgerðir. Það ætti í raun að vera lágmarksframtak að stjórnvöld geri borgurunum grein fyrir alvarleika ástandsins með skýrri yfirlýsingu um neyðarástand í málaflokknum. Yfirlýsingin ætti að vera grundvöllur nauðsynlegra kerfisbreytinga og róttækra aðgerða sem enn vantar töluvert upp á hérlendis, en það er efni í annan pistil. Þrálát andstaða ríkisstjórnarinnar við að sammælast um alvarleika vandans gefur of mikið rými fyrir efasemdaraddir til að þrífast. Kannski telja stjórnvöld í raun að ekki sé uppi neyðarástand í loftslagsmálum? Fréttir um að stjórnvöld veiti afslátt handa bílaleigum til að menga senda a.m.k. óþægileg skilaboð að þessu leyti. Hlustið á loftslagsverkföllin og aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Kæra ríkisstjórn, boltinn er hjá ykkur. Lýsið yfir neyðarástandi strax. Höfundur er forseti Rannveigar - Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar