Samvinna og sameining sveitarfélaga Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 14. desember 2020 09:31 Nýlega lagði ráðherra sveitarstjórnarmála fram frumvarp þess efnis að með lögum skuli sveitarfélög lágmarkast við 1.000 íbúa en til þess þarf að sameina sveitarfélög. Markmið sameiningar er skýrt, að sveitarfélög standi undir lögbundinni þjónustu. Til þess að sveitarfélag geti staðið undir ákveðinni grunnþjónustu þarf ákveðið fjármagn og til að þess að tryggja það fjármagn þarf ákveðinn fjölda íbúa sem standa undir útsvarstekjum. Þau sveitarfélög sem ekki standast þær kröfur er tryggt fjármagn í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess að tryggja megi búsetu um allt land. En jöfnunarsjóður er sameiginlegur sjóður sveitarfélaga sem úthlutar fjármagni til allra sveitarfélaga eftir reiknireglu sem fáir hins vegar skilja og er efni í aðra grein. Berum virðingu fyrir sjálfsákvörðunarréttinum Við erum flest sammála um að sveitarfélagi beri skylda til þess að skapa sjálfbæra umgjörð þannig að það standi undir sér og haldi sjálfstæði sínu. Þar sem við búum við fámenni og dreifða byggð skiptir samráð og samtal sveitarfélaga máli. Samráð og samvinna er hinn eiginlegi hvati til frekara samstarfs sem farsællega getur leitt til viðræðna um sameiningu. Sameining sveitarfélaga á að byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum og sjálfsákvörðunarrétti þar sem ákvörðun er tekin með hliðsjón af veruleika sveitarfélaganna sjálfra. Ef setja á lög sem skerða eiga sjálfsákvörðunarrétt og frelsi sveitarfélaga í núverandi mynd er mikilvægt að líta til þessa veruleika og hvort sveitarfélag hafi burði til að halda uppi mikilvægri grunnþjónstu eða hvort það þurfi samstarf við önnur sveitarfélög, t.a.m. til að halda úti grunnskóla eða félagsþjónustu ýmiss konar. Sömuleiðis mætti horfa til þess hlutverks Jöfnunarsjóðar í rekstri sveitarfélaga. Leggja til hámarks framlag þannig að þegar yfir mörkin er farið taki krafan um sameiningu við. Það er mín trú að slík nálgun yrði vænlegri til árangurs en að horfa á íbúafjöldann einan og sér sem grunnforsendu sameiningar. Endurspeglum raunveruleikann í nýju frumvarpi Að undanförnu höfum við séð sveitarfélög taka þessi skref að eigin frumkvæði og af miklum metnaði þar sem útfærð hefur verið frábær leið lýðræðis með frumkraft heimamanna að vopni. Skýrasta dæmið um slíka nálgun er sameining sveitarfélaga á Austfjörðum sem nú heitir Múlaþing þar sem fókus er settur á byggðarkjarna sveitarfélagsins með “heimastjórn”. Farsæl lausn, þar sem unnið er með þá þætti sem mesta óvissu skapa í slíku ferli: sjálfsákvörðunarréttinn. Fjölmörg sveitarfélög um land allt eru í samstarfi og standa saman að ákveðinni grunnþjónustu, svo sem félagsþjónustu eða menntun. Ákjósanlegast er að sjá sameiningarferli sveitarstjórna þróast í gegnum slíkt samstarf enda mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og frelsið sem er svo dýrmætt. Drifkraftur sameiningar þarf að liggja í verkefnunum sem tryggja byggð og býður upp á framúrskarandi þjónustu. Það hefði að mínu mati verið ákjósanlegra að frumvarp sveitarstjórnarráðherra hefði endurspeglað þennan drifkraft. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og uppalin í Reykhólasveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýlega lagði ráðherra sveitarstjórnarmála fram frumvarp þess efnis að með lögum skuli sveitarfélög lágmarkast við 1.000 íbúa en til þess þarf að sameina sveitarfélög. Markmið sameiningar er skýrt, að sveitarfélög standi undir lögbundinni þjónustu. Til þess að sveitarfélag geti staðið undir ákveðinni grunnþjónustu þarf ákveðið fjármagn og til að þess að tryggja það fjármagn þarf ákveðinn fjölda íbúa sem standa undir útsvarstekjum. Þau sveitarfélög sem ekki standast þær kröfur er tryggt fjármagn í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess að tryggja megi búsetu um allt land. En jöfnunarsjóður er sameiginlegur sjóður sveitarfélaga sem úthlutar fjármagni til allra sveitarfélaga eftir reiknireglu sem fáir hins vegar skilja og er efni í aðra grein. Berum virðingu fyrir sjálfsákvörðunarréttinum Við erum flest sammála um að sveitarfélagi beri skylda til þess að skapa sjálfbæra umgjörð þannig að það standi undir sér og haldi sjálfstæði sínu. Þar sem við búum við fámenni og dreifða byggð skiptir samráð og samtal sveitarfélaga máli. Samráð og samvinna er hinn eiginlegi hvati til frekara samstarfs sem farsællega getur leitt til viðræðna um sameiningu. Sameining sveitarfélaga á að byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum og sjálfsákvörðunarrétti þar sem ákvörðun er tekin með hliðsjón af veruleika sveitarfélaganna sjálfra. Ef setja á lög sem skerða eiga sjálfsákvörðunarrétt og frelsi sveitarfélaga í núverandi mynd er mikilvægt að líta til þessa veruleika og hvort sveitarfélag hafi burði til að halda uppi mikilvægri grunnþjónstu eða hvort það þurfi samstarf við önnur sveitarfélög, t.a.m. til að halda úti grunnskóla eða félagsþjónustu ýmiss konar. Sömuleiðis mætti horfa til þess hlutverks Jöfnunarsjóðar í rekstri sveitarfélaga. Leggja til hámarks framlag þannig að þegar yfir mörkin er farið taki krafan um sameiningu við. Það er mín trú að slík nálgun yrði vænlegri til árangurs en að horfa á íbúafjöldann einan og sér sem grunnforsendu sameiningar. Endurspeglum raunveruleikann í nýju frumvarpi Að undanförnu höfum við séð sveitarfélög taka þessi skref að eigin frumkvæði og af miklum metnaði þar sem útfærð hefur verið frábær leið lýðræðis með frumkraft heimamanna að vopni. Skýrasta dæmið um slíka nálgun er sameining sveitarfélaga á Austfjörðum sem nú heitir Múlaþing þar sem fókus er settur á byggðarkjarna sveitarfélagsins með “heimastjórn”. Farsæl lausn, þar sem unnið er með þá þætti sem mesta óvissu skapa í slíku ferli: sjálfsákvörðunarréttinn. Fjölmörg sveitarfélög um land allt eru í samstarfi og standa saman að ákveðinni grunnþjónustu, svo sem félagsþjónustu eða menntun. Ákjósanlegast er að sjá sameiningarferli sveitarstjórna þróast í gegnum slíkt samstarf enda mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og frelsið sem er svo dýrmætt. Drifkraftur sameiningar þarf að liggja í verkefnunum sem tryggja byggð og býður upp á framúrskarandi þjónustu. Það hefði að mínu mati verið ákjósanlegra að frumvarp sveitarstjórnarráðherra hefði endurspeglað þennan drifkraft. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og uppalin í Reykhólasveit.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun