Keane og Neville: Solskjær verður að láta liðið spila Man Utd leikstílinn og vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 09:30 Þjálfarar Manchester-liðanna eru hér eflaust að ræða mikilvægi þess að virða stigið en það gerðu bæði Man United og Man City er liðin mættust í gær. EPA-EFE/Paul Ellis Roy Keane og Gary Neville, fyrrum leikmenn Manchester United, segja að Ole Gunnar Solskjær verði að vinna titla og reyna að stýra stórleikjum. Keane og Neville unnu fjölda allan af titlum á sínum tímum sem leikmenn Manchester United og voru sparkspekingar Sky Sports er Man United tók á móti Manchester City á Old Trafford í gær. Leikurinn fer seint í sögubækurnar en niðurstaðan var markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik. Bæði Keane og Neville telja að Solskjær, þjálfari Man Utd, þurfi að sanna sig eftir að liðið datt úr Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. „Ég held hann verði að vinna bikar. Það er þessi árátta með að lenda í fjórða sæti en fyrir mér á Manchester United að gera það hvort eð er. Þegar tímabilinu lýkur þá hefur Ole verið nægilega lengi í starfi til að við vitum hvort hann sé maðurinn sem getur komið liðinu í alvöru titilbaráttu. Sem stendur tel ég liðið enn vera á eftir Liverpool, Tottenham Hotspur og Chelsea svo hann verður að reyna vinna aðra titla á meðan,“ sagði Keane á Sky Sports að leik loknum. Since conceding 6 goals from 8 shots on target faced v Tottenham on Oct 4, Man Utd have conceded 1 goal & faced 7 shots on target in the last 4 PL games at Old Trafford pic.twitter.com/PQoEPBGMm0— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 Telur leikstíl skipta jafn miklu máli og titla „Ég held að Ole verði að fara stýra leikjum betur. Á síðustu 12 mánuðum hefur Man Utd notast við tvö mismunandi leikplön til að vinna leiki. Það eru skyndisóknir eða ákveðin augnablik sem falla með þeim, líkt og gegn Southampton og West Ham United nýverið. Þeir eru ekki beint að yfirspila hin liðin, þeir eru að nýta ákveðin augnablik í leikjunum.“ „Á næstu sex til átta mánuðum verða þeir að reyna stýra stóru leikjunum betur. Það verður lykillinn fyrir Ole. Þeir verða að fara spila eins og lið. Leikurinn í dag var allt í lagi en þetta er ekki leikplanið sem Man Utd á að nota til lengri tíma né til að vinan titla,“ sagði Neville. Man City are involved in a PL goalless draw for the first time since Oct 2018 (v Liverpool) - had gone 78 PL games without a 0-0 pic.twitter.com/OAv9WeI26q— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 „Öll lið sem vinna deildartitla þá stýra leikjum, eru meira með boltann, keyra yfir andstæðinganna og vinna stóra leiki. Ole hefur ekki komið Man Utd þangað enn og hann hefur verið í starfi í tvö ár Hann hefur sjö mánuði til að ná því, ef ekki þá er hann í vandræðum,“ sagði Neville að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21 Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Keane og Neville unnu fjölda allan af titlum á sínum tímum sem leikmenn Manchester United og voru sparkspekingar Sky Sports er Man United tók á móti Manchester City á Old Trafford í gær. Leikurinn fer seint í sögubækurnar en niðurstaðan var markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik. Bæði Keane og Neville telja að Solskjær, þjálfari Man Utd, þurfi að sanna sig eftir að liðið datt úr Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. „Ég held hann verði að vinna bikar. Það er þessi árátta með að lenda í fjórða sæti en fyrir mér á Manchester United að gera það hvort eð er. Þegar tímabilinu lýkur þá hefur Ole verið nægilega lengi í starfi til að við vitum hvort hann sé maðurinn sem getur komið liðinu í alvöru titilbaráttu. Sem stendur tel ég liðið enn vera á eftir Liverpool, Tottenham Hotspur og Chelsea svo hann verður að reyna vinna aðra titla á meðan,“ sagði Keane á Sky Sports að leik loknum. Since conceding 6 goals from 8 shots on target faced v Tottenham on Oct 4, Man Utd have conceded 1 goal & faced 7 shots on target in the last 4 PL games at Old Trafford pic.twitter.com/PQoEPBGMm0— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 Telur leikstíl skipta jafn miklu máli og titla „Ég held að Ole verði að fara stýra leikjum betur. Á síðustu 12 mánuðum hefur Man Utd notast við tvö mismunandi leikplön til að vinna leiki. Það eru skyndisóknir eða ákveðin augnablik sem falla með þeim, líkt og gegn Southampton og West Ham United nýverið. Þeir eru ekki beint að yfirspila hin liðin, þeir eru að nýta ákveðin augnablik í leikjunum.“ „Á næstu sex til átta mánuðum verða þeir að reyna stýra stóru leikjunum betur. Það verður lykillinn fyrir Ole. Þeir verða að fara spila eins og lið. Leikurinn í dag var allt í lagi en þetta er ekki leikplanið sem Man Utd á að nota til lengri tíma né til að vinan titla,“ sagði Neville. Man City are involved in a PL goalless draw for the first time since Oct 2018 (v Liverpool) - had gone 78 PL games without a 0-0 pic.twitter.com/OAv9WeI26q— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 „Öll lið sem vinna deildartitla þá stýra leikjum, eru meira með boltann, keyra yfir andstæðinganna og vinna stóra leiki. Ole hefur ekki komið Man Utd þangað enn og hann hefur verið í starfi í tvö ár Hann hefur sjö mánuði til að ná því, ef ekki þá er hann í vandræðum,“ sagði Neville að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21 Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21
Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00