Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður Karl Gauti Hjaltason skrifar 10. desember 2020 14:00 Af hverju gengur mörgum drengjum svona illa að læra og miklu verr en stúlkunum? Er það vegna þess að þeir eru svona óþekkir og latir? Af hverju geta þeir ekki setið og hagað sér vel. Þá myndi allt ganga svo miklu betur? Fyrirmyndarnemandinn Viðmið um rétta hegðun er að fyrirmyndarbarnið eigi að vera stillt og þægt, læra og hlýða kennaranum. Afskaplega fáir drengir ná að uppfylla þessar væntingar hvað þá í langri kennslustund. Stúlkur eiga margar auðvelt með að haga sér svo vel líki. Strákapör ekki liðin Skólarnir eru almennt óþolinmóðir gagnvart því sem nefnt var strákapör fyrir nokkrum áratugum. Nú er slík hegðun oftar talin óviðunandi, jafnvel óeðlileg. Fyrirferðarmiklir drengirnir fá á sig stimpilinn „óþekkir“ jafnvel „ofvirkir“. Þörfum þeirra er ekki mætt og þeir finna sig ekki í náminu. Afleiðingin er sú að stórum hluta drengja líður illa í skóla. Einungis sú staðreynd ætti að hringja bjöllum um að lagfæringa sé þörf. Vanlíðan og brottfall Árangurinn er eins og við má búast, strákar standa sig almennt miklu ver en stúlkur. Og afleiðingarnar halda áfram að koma fram eftir því sem fram vindur. Þriðjungur drengja geta ekki lesið sér til gagns í lok grunnskólagöngu, meðan það hlutfall er mun lægra meðal stúlkna. Afleiðingar þessa fylgja strákunum fram eftir öllum ungdómsárunum. Unglingspiltar hverfa úr framhaldsskólunum. Miklu færri karlar stunda háskólanám og einungis 30% af þeim sem útskrifast með meistaragráðu úr háskólum eru karlar. Djúpstæðar afleiðingar Ungir karlar lenda í alls kyns klandri og sést það glögglega í öllum tölum, sem fjalla um tíðni afbrota, ofbeldis, fíkniefnaneyslu, fangelsisrefsinga og sjálfsvíga. Margir ungir karlmenn ná ekki tökum á lífi sínu lengi framan af ævi, öfugt við jafnaldra þeirra meðal kvenna. Kveikja áhuga Grunnurinn virðist vera læsi á fyrstu skólaárunum. Vandinn við að bæta lestur drengja er ekki óleysanlegur. Einungis þarf viðhorfsbreytingu og vilja. Gagnreyndar aðferðir þarf að nota. Kennslufræði nútímans virðist vera búin að afskrifa þær. Þrátt fyrir ábendingar fjölmargra lærimeistara virðist illa ganga að snúa kennsluaðferðum að þessu leyti. Til þess að ná leikni á hvaða sviði sem er þarf að ná undirstöðuatriðunum. Það er lykillinn að árangri. Hrós, ærsl og keppni Drengir þurfa öðruvísi örvun en stúlkur. Kennsluaðferðum sem snúa að drengjum þarf að breyta og sníða þær að þörfum þeirra. Þeim þarf að hrósa fyrir frammistöðu á annan mælikvarða en nú er ástundað. Leggja þarf meiri áherslu á uppbrot og keppni í námi drengja. Hættum að gera þá óörugga með sjálfa sig af því að þeir eru ekki nákvæmlega eins og kerfið krefst. Eflum líka strákana okkar! Fyrirsögnin Upphafsorð þessarar greinar er sótt í kveðskap eftir Kristján Níels Jónsson, sem nefndi sjálfan sig Káinn og eiga vel við efni greinarinnar um viðhorf til drengja í skólakerfinu. En vísan hljóðar svo í heild: Ný vögguvísa Farðu að sofa, blessað barnið smáa,brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður!Heiðra skaltu föður þinn og móður. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Karl Gauti Hjaltason Tengdar fréttir Ólæsir ærslabelgir „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“. Svona sungu Stuðmenn hér um árið. 30. nóvember 2020 17:01 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Af hverju gengur mörgum drengjum svona illa að læra og miklu verr en stúlkunum? Er það vegna þess að þeir eru svona óþekkir og latir? Af hverju geta þeir ekki setið og hagað sér vel. Þá myndi allt ganga svo miklu betur? Fyrirmyndarnemandinn Viðmið um rétta hegðun er að fyrirmyndarbarnið eigi að vera stillt og þægt, læra og hlýða kennaranum. Afskaplega fáir drengir ná að uppfylla þessar væntingar hvað þá í langri kennslustund. Stúlkur eiga margar auðvelt með að haga sér svo vel líki. Strákapör ekki liðin Skólarnir eru almennt óþolinmóðir gagnvart því sem nefnt var strákapör fyrir nokkrum áratugum. Nú er slík hegðun oftar talin óviðunandi, jafnvel óeðlileg. Fyrirferðarmiklir drengirnir fá á sig stimpilinn „óþekkir“ jafnvel „ofvirkir“. Þörfum þeirra er ekki mætt og þeir finna sig ekki í náminu. Afleiðingin er sú að stórum hluta drengja líður illa í skóla. Einungis sú staðreynd ætti að hringja bjöllum um að lagfæringa sé þörf. Vanlíðan og brottfall Árangurinn er eins og við má búast, strákar standa sig almennt miklu ver en stúlkur. Og afleiðingarnar halda áfram að koma fram eftir því sem fram vindur. Þriðjungur drengja geta ekki lesið sér til gagns í lok grunnskólagöngu, meðan það hlutfall er mun lægra meðal stúlkna. Afleiðingar þessa fylgja strákunum fram eftir öllum ungdómsárunum. Unglingspiltar hverfa úr framhaldsskólunum. Miklu færri karlar stunda háskólanám og einungis 30% af þeim sem útskrifast með meistaragráðu úr háskólum eru karlar. Djúpstæðar afleiðingar Ungir karlar lenda í alls kyns klandri og sést það glögglega í öllum tölum, sem fjalla um tíðni afbrota, ofbeldis, fíkniefnaneyslu, fangelsisrefsinga og sjálfsvíga. Margir ungir karlmenn ná ekki tökum á lífi sínu lengi framan af ævi, öfugt við jafnaldra þeirra meðal kvenna. Kveikja áhuga Grunnurinn virðist vera læsi á fyrstu skólaárunum. Vandinn við að bæta lestur drengja er ekki óleysanlegur. Einungis þarf viðhorfsbreytingu og vilja. Gagnreyndar aðferðir þarf að nota. Kennslufræði nútímans virðist vera búin að afskrifa þær. Þrátt fyrir ábendingar fjölmargra lærimeistara virðist illa ganga að snúa kennsluaðferðum að þessu leyti. Til þess að ná leikni á hvaða sviði sem er þarf að ná undirstöðuatriðunum. Það er lykillinn að árangri. Hrós, ærsl og keppni Drengir þurfa öðruvísi örvun en stúlkur. Kennsluaðferðum sem snúa að drengjum þarf að breyta og sníða þær að þörfum þeirra. Þeim þarf að hrósa fyrir frammistöðu á annan mælikvarða en nú er ástundað. Leggja þarf meiri áherslu á uppbrot og keppni í námi drengja. Hættum að gera þá óörugga með sjálfa sig af því að þeir eru ekki nákvæmlega eins og kerfið krefst. Eflum líka strákana okkar! Fyrirsögnin Upphafsorð þessarar greinar er sótt í kveðskap eftir Kristján Níels Jónsson, sem nefndi sjálfan sig Káinn og eiga vel við efni greinarinnar um viðhorf til drengja í skólakerfinu. En vísan hljóðar svo í heild: Ný vögguvísa Farðu að sofa, blessað barnið smáa,brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður!Heiðra skaltu föður þinn og móður. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Ólæsir ærslabelgir „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“. Svona sungu Stuðmenn hér um árið. 30. nóvember 2020 17:01
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun