Hvað eru sérfræðingar í málefnum barna að sýsla? Þorleifur Kr. Níelsson skrifar 8. desember 2020 11:30 Undirritaður hefur starfað að því að sinna fólki í vanda með einum eða öðrum hætti í 20 ár og byggir á sex ára háskólanámi í félagsráðgjöf, fjölskyldumeðferð, handleiðslu auk sáttamiðlunar. Undirritaður starfar sem, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, sáttamaður og sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að vinnu á viðtalsstofu utan dagvinnu. Undirritaður býr á Akureyri en sinnir þessari þjónustu Sýslumanns, ásamt samstarfsfólki um allt land. Oft er ferðast um langan veg í mismunandi færð og veðri, enda trú á að unnið sé til gagns þar sem að allt landið þarf sömu gæði í þjónustu í þessum málaflokki en skortur er á fagfólki. Undirritaður er oftast einn á ferð í krefjandi aðstæðum enda er það bara í draumheimum að tveir sérfræðingar fari saman um landið og aðstoði hvorn annan við að veita þessa vandasömu þjónustu í flóknum málum. Þó tíðkast þau vinnubrögð í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Undirritaður er einn þeirra sex sáttamanna og sérfræðinga í málefnum barna sem starfa á landsvísu og standa í þeim sporum að miðla málum milli foreldra sem eru ósáttir við hvort annað, sjálfan sig og oft á tíðum kerfið. Þá hefur undirritaður ekki tölu á þeim börnum sem hann hefur rætt við í störfum sínum á vegum Sýslumanns, til að fá fram afstöðu þeirra og sjónarmið af nærgætni og skilningi þegar þau eru aðþrengd í tilfinningaklemmu í þessum erfiðu málum. Undirritaður er einnig í því hlutverki að meta hvort og þá hvaða umgengni eigi að fara fram en þá er um að ræða allra viðkvæmustu, flóknustu og erfiðustu málin, þar sem foreldri óskar eftir ákvörðun annarra um umgengni við barn sitt. Undirritaður sinnir eftirliti með umgengni. Í þeim aðstæðum þarf að fylgjast með hvernig barn umgengst foreldri sitt og grípa inn í þegar þörf krefur og oft á tíðum að hafa hemil á fullorðna fólkinu sem í hlut á. Undirritaður undrast framkomna tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum. Tillagan var sett var fram á Alþingi af nokkrum þingmönnum þann 6.október sl. Þar virðist eins og flutningsmenn tillögunnar hafi ekki kynnt sér málaflokkinn nema að takmörkuðu leyti, auk þess sem farið er með ýmsar rangfærslur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og eru jafnvel fallnar til þess að skaða þá þjónustu sem í boði er. Undirrituðum fallast hendur þegar þingmenn halda því fram að við sem störfum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni höfum ekki tilskilda menntun eða reynslu né kunnum til verka. Fátítt er að slíku sé haldið fram um fagfólk opinberrar þjónustu. Kröftum þessarra þingmanna væri betur varið í að setja fram uppbyggilegar framfarahugmyndir og beita sér fyrir úrbótum í fjársveltri þjónustu, meðal annars með fjölgun stöðugilda og þróun úrræða. Undirritaður hefði viljað sjá dómsmálaráðherra standa við hlið félags-og barnamálaráðherra þegar hann lagði fram frumvarp til laga þann 30. nóvember sl. um tímamótabreytingar um samþættingu þjónustu í þágu barna. Undirritaður tekur þátt í átaksvinnu hjá Sýslumanni sem nú stendur yfir til að stytta biðlista eftir framgangi mála í fjölskyldumálum. Undirritaður telur það ekki eftir sér enda alinn upp við að neita aldrei vinnu og og axla ábyrgð jafnvel í óviðunandi aðstæðum. Undirritaður telur að sjaldan sé tekið á grunnvanda þessa málaflokks. Sem fyrr segir, þarf aukið fjarmagn bæði til að fá fleira fagfólk til að sinna þjónustunni og til að vinna að þróunarverkefnum til fjölbreyttari úrræða. Eins og málum er nú háttað er vaxandi hætta á atgervisflótta frá starfseminni eða kulnun meðal fagfólksins. Undirritaður er sammála því að alltof löng bið sé eftir sáttameðferð og annarri þjónustu í fjölskyldumálum hjá sýslumanni. Við sem stöndum í auga stormsins erum sífellt að leita leiða til að gera betur og ná athygli ráðamanna og þeirra sem stjórna flæði fjármagns til opinberrar þjónustu. Það ætlunarverk gengur illa og oftast er svarað um hæl: „getið þið ekki hlaupið hraðar fyrir sama pening?“ Undirritaður vill hvetja til hugarfarsbreytingar gagnvart fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Stjórnvöld þurfa að gera þessum málaflokki jafn hátt undir höfði og öðrum málaflokkum sem tengjast börnum. Fjölmiðlar þurfa í auknum mæli að fjalla á jákvæðan hátt um þessa þjónustu í stað þess að segja sögur einstaklinga sem telja sig hlunnfarna í kerfinu. Bak við þessa einstaklinga eru börn sem þjást og þurfa vernd. Þau eiga betra skilið en niðurlægjandi umfjöllun í opinberri umræðu. Undirritaður er þeirrar skoðunar að fagfólk sem starfar við fjölskyldumál hjá Sýslumanni geti bætt starfshætti sína líkt og á við um önnur fagleg störf. Til þess að svo megi verða er síst þörf á neikvæðri og órökstuddri gagnrýni frá þingmönnum, heldur öllu frekar stuðningi ábyrgra yfirvalda til að endurskoða starfsrammann og miðla fagfólki þannig aukna hvatningu og meðbyr, til að mæta áskorunum í krefjandi verkefnum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Höfundur er sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Réttindi barna Stjórnsýsla Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur starfað að því að sinna fólki í vanda með einum eða öðrum hætti í 20 ár og byggir á sex ára háskólanámi í félagsráðgjöf, fjölskyldumeðferð, handleiðslu auk sáttamiðlunar. Undirritaður starfar sem, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, sáttamaður og sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að vinnu á viðtalsstofu utan dagvinnu. Undirritaður býr á Akureyri en sinnir þessari þjónustu Sýslumanns, ásamt samstarfsfólki um allt land. Oft er ferðast um langan veg í mismunandi færð og veðri, enda trú á að unnið sé til gagns þar sem að allt landið þarf sömu gæði í þjónustu í þessum málaflokki en skortur er á fagfólki. Undirritaður er oftast einn á ferð í krefjandi aðstæðum enda er það bara í draumheimum að tveir sérfræðingar fari saman um landið og aðstoði hvorn annan við að veita þessa vandasömu þjónustu í flóknum málum. Þó tíðkast þau vinnubrögð í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Undirritaður er einn þeirra sex sáttamanna og sérfræðinga í málefnum barna sem starfa á landsvísu og standa í þeim sporum að miðla málum milli foreldra sem eru ósáttir við hvort annað, sjálfan sig og oft á tíðum kerfið. Þá hefur undirritaður ekki tölu á þeim börnum sem hann hefur rætt við í störfum sínum á vegum Sýslumanns, til að fá fram afstöðu þeirra og sjónarmið af nærgætni og skilningi þegar þau eru aðþrengd í tilfinningaklemmu í þessum erfiðu málum. Undirritaður er einnig í því hlutverki að meta hvort og þá hvaða umgengni eigi að fara fram en þá er um að ræða allra viðkvæmustu, flóknustu og erfiðustu málin, þar sem foreldri óskar eftir ákvörðun annarra um umgengni við barn sitt. Undirritaður sinnir eftirliti með umgengni. Í þeim aðstæðum þarf að fylgjast með hvernig barn umgengst foreldri sitt og grípa inn í þegar þörf krefur og oft á tíðum að hafa hemil á fullorðna fólkinu sem í hlut á. Undirritaður undrast framkomna tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum. Tillagan var sett var fram á Alþingi af nokkrum þingmönnum þann 6.október sl. Þar virðist eins og flutningsmenn tillögunnar hafi ekki kynnt sér málaflokkinn nema að takmörkuðu leyti, auk þess sem farið er með ýmsar rangfærslur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og eru jafnvel fallnar til þess að skaða þá þjónustu sem í boði er. Undirrituðum fallast hendur þegar þingmenn halda því fram að við sem störfum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni höfum ekki tilskilda menntun eða reynslu né kunnum til verka. Fátítt er að slíku sé haldið fram um fagfólk opinberrar þjónustu. Kröftum þessarra þingmanna væri betur varið í að setja fram uppbyggilegar framfarahugmyndir og beita sér fyrir úrbótum í fjársveltri þjónustu, meðal annars með fjölgun stöðugilda og þróun úrræða. Undirritaður hefði viljað sjá dómsmálaráðherra standa við hlið félags-og barnamálaráðherra þegar hann lagði fram frumvarp til laga þann 30. nóvember sl. um tímamótabreytingar um samþættingu þjónustu í þágu barna. Undirritaður tekur þátt í átaksvinnu hjá Sýslumanni sem nú stendur yfir til að stytta biðlista eftir framgangi mála í fjölskyldumálum. Undirritaður telur það ekki eftir sér enda alinn upp við að neita aldrei vinnu og og axla ábyrgð jafnvel í óviðunandi aðstæðum. Undirritaður telur að sjaldan sé tekið á grunnvanda þessa málaflokks. Sem fyrr segir, þarf aukið fjarmagn bæði til að fá fleira fagfólk til að sinna þjónustunni og til að vinna að þróunarverkefnum til fjölbreyttari úrræða. Eins og málum er nú háttað er vaxandi hætta á atgervisflótta frá starfseminni eða kulnun meðal fagfólksins. Undirritaður er sammála því að alltof löng bið sé eftir sáttameðferð og annarri þjónustu í fjölskyldumálum hjá sýslumanni. Við sem stöndum í auga stormsins erum sífellt að leita leiða til að gera betur og ná athygli ráðamanna og þeirra sem stjórna flæði fjármagns til opinberrar þjónustu. Það ætlunarverk gengur illa og oftast er svarað um hæl: „getið þið ekki hlaupið hraðar fyrir sama pening?“ Undirritaður vill hvetja til hugarfarsbreytingar gagnvart fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Stjórnvöld þurfa að gera þessum málaflokki jafn hátt undir höfði og öðrum málaflokkum sem tengjast börnum. Fjölmiðlar þurfa í auknum mæli að fjalla á jákvæðan hátt um þessa þjónustu í stað þess að segja sögur einstaklinga sem telja sig hlunnfarna í kerfinu. Bak við þessa einstaklinga eru börn sem þjást og þurfa vernd. Þau eiga betra skilið en niðurlægjandi umfjöllun í opinberri umræðu. Undirritaður er þeirrar skoðunar að fagfólk sem starfar við fjölskyldumál hjá Sýslumanni geti bætt starfshætti sína líkt og á við um önnur fagleg störf. Til þess að svo megi verða er síst þörf á neikvæðri og órökstuddri gagnrýni frá þingmönnum, heldur öllu frekar stuðningi ábyrgra yfirvalda til að endurskoða starfsrammann og miðla fagfólki þannig aukna hvatningu og meðbyr, til að mæta áskorunum í krefjandi verkefnum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Höfundur er sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun