72 tilkynningar í október þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 13:21 Heiða Björg Pálmadóttir er forstjóri Barnaverndarstofu. Hátt í fimmtán hundruð tilkynningar bárust Barnaverndaverndarstofu í október. Forstjórinn segir tölurnar áhyggjuefni en ekki óvæntar. Ekki hefur barnaverndarnefndum borist fleiri tilkynningar á einum mánuði það sem af er ári en nú í október eða alls 1.336 talsins. Í mánuðinum vörðuðu tilkynningar fleiri börn en áður eða 1.038 börn. Þetta kemur fram í greiningu á vegum Barnaverndarstofu. „Þessar tölur eru áhyggjuefni en ekki óvæntar. Við höfum áður komið inn á að það megi búast við því að barnaverndarmálum fjölgi þegar kemur upp ástand eins og nú er í íslensku samfélagi,“ sagði Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu og vísar hún í faraldur kórónuveirunnar. 559 tilkynningar um vanrækslu barna Tilkynningum um ofbeldi fjölgar og bárust fleiri tilkynningar á fyrstu 10 mánuðum ársins vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019. Alls bárust 72 tilkynningar þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu og 559 tilkynningar um vanrækslu barna. „Það sem við vitum er að það tekur oft tíma fyrir svona hluti að raungerast hjá barnaverndinni. Ef vanræksla hefst á vormánuðum þá eru tilkynningar komnar inn til barnaverndarnefndar kannski um haustið. Þannig ég held að við megum búast við áframhaldandi miklu álagi. Ég veit svo sem ekki hvort þeim muni fjölga umfram það sem er að gera núna en ég held að við séum að horfa fram á mikið langhlaup í stuðningi við fjölskyldur á næstu mánuðum og árum sem afleiðingar af þessu ástandi,“ sagði Heiða. Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01 Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ekki hefur barnaverndarnefndum borist fleiri tilkynningar á einum mánuði það sem af er ári en nú í október eða alls 1.336 talsins. Í mánuðinum vörðuðu tilkynningar fleiri börn en áður eða 1.038 börn. Þetta kemur fram í greiningu á vegum Barnaverndarstofu. „Þessar tölur eru áhyggjuefni en ekki óvæntar. Við höfum áður komið inn á að það megi búast við því að barnaverndarmálum fjölgi þegar kemur upp ástand eins og nú er í íslensku samfélagi,“ sagði Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu og vísar hún í faraldur kórónuveirunnar. 559 tilkynningar um vanrækslu barna Tilkynningum um ofbeldi fjölgar og bárust fleiri tilkynningar á fyrstu 10 mánuðum ársins vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019. Alls bárust 72 tilkynningar þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu og 559 tilkynningar um vanrækslu barna. „Það sem við vitum er að það tekur oft tíma fyrir svona hluti að raungerast hjá barnaverndinni. Ef vanræksla hefst á vormánuðum þá eru tilkynningar komnar inn til barnaverndarnefndar kannski um haustið. Þannig ég held að við megum búast við áframhaldandi miklu álagi. Ég veit svo sem ekki hvort þeim muni fjölga umfram það sem er að gera núna en ég held að við séum að horfa fram á mikið langhlaup í stuðningi við fjölskyldur á næstu mánuðum og árum sem afleiðingar af þessu ástandi,“ sagði Heiða.
Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01 Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01
Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31