Jóhann Berg stoltur af árangri sínum og segir líkamann orðin góðan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2020 07:01 Jóhann Berg hefur leikið með Burnley í ensku úrvalsdeildinni síðan 2016. Eftir meiðsli undanfarið er hann orðinn góður og stefnir á áframhaldandi veru í efstu deild Englands. Jason Cairnduff/Getty Images Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er einn fárra Íslendinga sem hefur leikið 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir skrokkinn orðinn góðan eftir nokkuð erfiðan tíma vegna meiðsla undanfarið. Hinn þrítugi Jóhann Berg ræddi við Bjarna Þór Viðarsson hjá Símanum Sport um ferilinn, framtíðina og árangurinn hingað til. „Markmiðið var alltaf að spila í ensku úrvalsdeildinni. Að ná 100 leikjum var kannski ekki alveg það sem maður var að hugsa um á þeim tíma,“ sagði þessi öflugi leikmaður í viðtalinu. „Ég er gríðarlega stoltur af þessum árangri enda hefur það sýnt sig að það eru ekki margir sem ná slíkum árangri. Ég er búinn að vera í basli með smá meiðsli en þessi sigur gegn Crystal Palace um síðustu helgi var afar mikilvægur enda fyrsti sigur tímabilsins,“ sagði Jóhann Berg um gengið hingað til. Hann nefndi þó leikinn gegn Manchester City sem tapaðist 5-0 og sagði að allir hjá Burnley vissu að þeir þyrftu að gera betur. „Líkaminn er í góðu lagi núna en þetta hefur verið smá svona stopp og start hjá mér. Það er að mörgu leyti erfiðara en þessi langtíma meiðsli því maður veit aldrei hversu langan tíma maður verður frá. Það er virkilega erfitt og hefur verið erfitt bæði líkamlega og andlega fyrir mig. Það er hins vegar ekkert annað að gera en að halda áfram. Ég æfi á hverjum degi og vonandi mun ég fá fleiri mínútur á næstu vikum og mánuðum, sagði Jóhann að lokum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Þá er vert að minnast á það að Jóhann mætir Gylfa Þór Sigurðssyni í sannkölluðum Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Nú er bara að vona að þeir byrji báðir leikinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Hinn þrítugi Jóhann Berg ræddi við Bjarna Þór Viðarsson hjá Símanum Sport um ferilinn, framtíðina og árangurinn hingað til. „Markmiðið var alltaf að spila í ensku úrvalsdeildinni. Að ná 100 leikjum var kannski ekki alveg það sem maður var að hugsa um á þeim tíma,“ sagði þessi öflugi leikmaður í viðtalinu. „Ég er gríðarlega stoltur af þessum árangri enda hefur það sýnt sig að það eru ekki margir sem ná slíkum árangri. Ég er búinn að vera í basli með smá meiðsli en þessi sigur gegn Crystal Palace um síðustu helgi var afar mikilvægur enda fyrsti sigur tímabilsins,“ sagði Jóhann Berg um gengið hingað til. Hann nefndi þó leikinn gegn Manchester City sem tapaðist 5-0 og sagði að allir hjá Burnley vissu að þeir þyrftu að gera betur. „Líkaminn er í góðu lagi núna en þetta hefur verið smá svona stopp og start hjá mér. Það er að mörgu leyti erfiðara en þessi langtíma meiðsli því maður veit aldrei hversu langan tíma maður verður frá. Það er virkilega erfitt og hefur verið erfitt bæði líkamlega og andlega fyrir mig. Það er hins vegar ekkert annað að gera en að halda áfram. Ég æfi á hverjum degi og vonandi mun ég fá fleiri mínútur á næstu vikum og mánuðum, sagði Jóhann að lokum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Þá er vert að minnast á það að Jóhann mætir Gylfa Þór Sigurðssyni í sannkölluðum Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Nú er bara að vona að þeir byrji báðir leikinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira