Íþróttastarf í kórónuveirufaraldri: Sóttvarnir og íþróttastarf eiga samleið Ingvar Sverrisson skrifar 4. desember 2020 15:31 Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur íþróttahreyfingin á Íslandi staðið með sóttvörnum og tekið afstöðu með yfirvöldum um að stöðva íþróttastarf þegar á hefur reynt. Þessar stöðvanir á íþróttastarfi eru þó farnar að draga dilk á eftir sér og hefur gert mörgu íþróttafólki erfitt fyrir að halda samfellu í æfingum sínum. Vegna þess hve mikill munur er á milli íþróttagreina hvað varðar nálægð og snertingu iðkenda er órökrétt að sömu reglur gildi fyrir allar greinar. Dæmi um þetta er til dæmis umræðan um golf sem varð hávær um tíma. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með kórónuveirunni og smithættu af henni í einhver misseri áfram. Það er einnig ljóst að þolinmæði fer minnkandi innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart þeim miklu takmörkunum sem hafa verið á íþróttastarfi. Það er nefnilega mjög erfitt að einskorða æfingar í fjölbreyttum íþróttagreinum við t.d. útihlaup og ekki líklegt að ná þeim framförum og árangri sem stefnt er að við þannig aðstæður. Af þessum sökum fögnum við þeim áformum sem nú eru uppi um að samhliða því að tekinn verði upp litakóði um þær ráðstafanir sem eru í gildi hverju sinni, verði settar fram reglur fyrir íþróttahreyfinguna um hvernig íþróttastarfi skal hagað við hvert viðbúnaðarstig. Við sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar höfum fylgst með því hvernig önnur lönd haga sínu íþróttastarfi í faraldrinum og höfum séð margar útfærslur sem hægt er að aðlaga að íslensku samfélagi. Fyrir íþróttafólkið okkar sem stefnir að því að keppa á alþjóðlegum vettvangi skiptir miklu máli að dragast ekki mikið aftur úr heldur fá að halda starfinu áfram. Einnig er hinn félagslegi og andlegi þáttur gríðarlega mikilvægur í íþróttastarfi og þjóðhagslega mikilvægur til lengri tíma. Hægt er að koma á umgjörð sem dregur verulega úr líkum á smitum en leyfir samt áframhaldandi æfingar og keppnisstarf. Við höfum séð margar útfærslur í löndunum í kringum okkur, til dæmis hvað varðar reglur um umgengni á æfinga-, og keppnisstöðum, reglur varðandi ferðalög, viðbrögð við veikindum og jafnvel reglulegar skimanir. Íþróttafólk er agað, vant því að fylgja reglum af ýmsu tagi um fjölmargt sem tengist hverri og einni íþróttagrein. Því ætti það ekki að vefjast fyrir íþróttafólki að fylgja fleiri reglum. Auk þess tíðkast almennt í íþróttagreinum að ef ekki er farið eftir reglum þá eru viðurlög og það ætti að vera hægur vandi að láta sama gilda um brot á reglum hvað varðar sóttvarnir. Það er ljóst að ef settar verða upp mismunandi leiðir fyrir íþróttagreinarnar þá munu sumar greinar finna fyrir meiri breytingum en aðrar, allt eftir eðli aðstæðna. Besta leiðin til þess að skapa ekki ríg á milli íþróttagreina vegna þessara misíþyngjandi aðgerða væri að okkar mati sú að skilgreina íþróttagreinar á vísindalegan hátt út frá hættu á smiti. Ef fyrirkomulagið er með þeim hætti strax í upphafi ættu fulltrúar þessara greina að sætta sig við muninn og sýna skilning. Við vonum að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til þess að hægt verði að halda uppi virku íþróttastarfi en jafnframt virkum sóttvörnum. Íþróttastarf er nefnilega mikilvægt lýðheilsumál og við höfum lært það af reynslu undanfarinna mánaða að til eru leiðir til þess að halda uppi öflugu íþróttastarfi samhliða faraldrinum. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur íþróttahreyfingin á Íslandi staðið með sóttvörnum og tekið afstöðu með yfirvöldum um að stöðva íþróttastarf þegar á hefur reynt. Þessar stöðvanir á íþróttastarfi eru þó farnar að draga dilk á eftir sér og hefur gert mörgu íþróttafólki erfitt fyrir að halda samfellu í æfingum sínum. Vegna þess hve mikill munur er á milli íþróttagreina hvað varðar nálægð og snertingu iðkenda er órökrétt að sömu reglur gildi fyrir allar greinar. Dæmi um þetta er til dæmis umræðan um golf sem varð hávær um tíma. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með kórónuveirunni og smithættu af henni í einhver misseri áfram. Það er einnig ljóst að þolinmæði fer minnkandi innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart þeim miklu takmörkunum sem hafa verið á íþróttastarfi. Það er nefnilega mjög erfitt að einskorða æfingar í fjölbreyttum íþróttagreinum við t.d. útihlaup og ekki líklegt að ná þeim framförum og árangri sem stefnt er að við þannig aðstæður. Af þessum sökum fögnum við þeim áformum sem nú eru uppi um að samhliða því að tekinn verði upp litakóði um þær ráðstafanir sem eru í gildi hverju sinni, verði settar fram reglur fyrir íþróttahreyfinguna um hvernig íþróttastarfi skal hagað við hvert viðbúnaðarstig. Við sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar höfum fylgst með því hvernig önnur lönd haga sínu íþróttastarfi í faraldrinum og höfum séð margar útfærslur sem hægt er að aðlaga að íslensku samfélagi. Fyrir íþróttafólkið okkar sem stefnir að því að keppa á alþjóðlegum vettvangi skiptir miklu máli að dragast ekki mikið aftur úr heldur fá að halda starfinu áfram. Einnig er hinn félagslegi og andlegi þáttur gríðarlega mikilvægur í íþróttastarfi og þjóðhagslega mikilvægur til lengri tíma. Hægt er að koma á umgjörð sem dregur verulega úr líkum á smitum en leyfir samt áframhaldandi æfingar og keppnisstarf. Við höfum séð margar útfærslur í löndunum í kringum okkur, til dæmis hvað varðar reglur um umgengni á æfinga-, og keppnisstöðum, reglur varðandi ferðalög, viðbrögð við veikindum og jafnvel reglulegar skimanir. Íþróttafólk er agað, vant því að fylgja reglum af ýmsu tagi um fjölmargt sem tengist hverri og einni íþróttagrein. Því ætti það ekki að vefjast fyrir íþróttafólki að fylgja fleiri reglum. Auk þess tíðkast almennt í íþróttagreinum að ef ekki er farið eftir reglum þá eru viðurlög og það ætti að vera hægur vandi að láta sama gilda um brot á reglum hvað varðar sóttvarnir. Það er ljóst að ef settar verða upp mismunandi leiðir fyrir íþróttagreinarnar þá munu sumar greinar finna fyrir meiri breytingum en aðrar, allt eftir eðli aðstæðna. Besta leiðin til þess að skapa ekki ríg á milli íþróttagreina vegna þessara misíþyngjandi aðgerða væri að okkar mati sú að skilgreina íþróttagreinar á vísindalegan hátt út frá hættu á smiti. Ef fyrirkomulagið er með þeim hætti strax í upphafi ættu fulltrúar þessara greina að sætta sig við muninn og sýna skilning. Við vonum að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til þess að hægt verði að halda uppi virku íþróttastarfi en jafnframt virkum sóttvörnum. Íþróttastarf er nefnilega mikilvægt lýðheilsumál og við höfum lært það af reynslu undanfarinna mánaða að til eru leiðir til þess að halda uppi öflugu íþróttastarfi samhliða faraldrinum. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun