Seiglan í íslenskri ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 4. desember 2020 14:00 Ég er stolt af því að hafa starfað með íslenskri ferðaþjónustu til fjölda ára og kynnt hana á erlendum vettvangi. Síðasta árið hef ég þó gert það með öðrum formmerkjum en áður og á þeim tíma hef ég enn betur áttað mig á því hversu mikil seigla er í því fólki sem starfar í henni á Íslandi. Í mars þegar COVID19 var að byrja var ég beðin um halda erindi erlendis um krýsustjórnun. Þar var ég sérstaklega beðin um að fjalla um það sem Ísland gerði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Ég blótaði smá á þessum tímapunkti því síðustu ár í starfi mínu þá hjá Íslandsstofu hafði ég ekki tölu á þeim erindum sem ég hélt um markaðsátakið Inspired by Iceland á þeim tíma og ætlaði nú ekki að fara að syngja sama sönginn. Þegar á hólminn var komið var þó erindið í raun um allt annað. Samstaðan Í erindinu kem ég inn á af hverju var farið í markaðsátakið en jú það var út af einu svokölluðu eldgosi. Það sem gerist svo í kjölfarið er að aðilar taka sig saman og vinna að krafti að sameiginlegu verkefni – að bjarga ferðaþjónustunni það sumarið, sem tókst. Stofnaður var krýsuhópur og í framhaldinu hittust stærri hópar í ferðaþjónustunni og stilltu saman strengi. Samstarfið gekk svo næstu 10 árin og ferðaþjónustan þróaðist og samtalið með – úr varð mesta vaxtarskeið ferðaþjónustunnar á Íslandi. Þetta finnst erlendum aðilum sem ég hef kynnt fyrir stórmerkilegt að halda svona lengi út og skilja ekki hvernig það er hægt þar sem að í þeirra heimalöndum, borgum eða svæðum flosna svona verkefni yfirleitt upp eftir 2-3 ár af allskyns ástæðum s.s. áhugaleysi, virkni, þekkingarleysi og pólítík. Seiglan Ég hef notað fjögur orð sem ég hef talið einkenna íslenska ferðaþjónustu og þá sem í henni starfa það er seigla, þolinmæði, aðlögunarhæfni og ekki síst sú gleði að starfa í henni. Hugtakið seigla snýr að þeirri hæfni að standast eða styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti. Hæfnin birtist til dæmis í því að líta á krefjandi viðfangsefni þar með talið krýsu sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál. Íslensk ferðaþjónusta fór svo sannarlega í gegnum þennan ólgusjó á sínum tíma og horfði á þetta sem ögrun frekar en að gefast upp og áskoranirnar héldu áfram næstu 10 árin þar til ný krýsa af allt öðrum toga tók skyndilega við. Það má þó segja að seiglan dugi ekki ein til því að í umhverfi ferðaþjónustunnar eru svo margar hindranir að ómæld þolinmæði og aðlögunarhæfni þarf ekki síst að vera til staðar og hún byggir á reynslu. Þekkingin Þekking og reynsla hefur byggst upp á þessu vaxtarskeiði síðustu ára – sem má ekki hverfa og þarf að vera forgangsverkefni að passa að gerist ekki en er þó að gerast alla daga – þegar félagar í ferðaþjónustu leita nýrra tækifæra á öðrum vettvangi. Skiljanlega – það er engin störf að hafa. Það væri óskandi að hægt væri að finna leið til þess að viðhalda þekkingunni í greininni á næstu misserum og vera þannig enn þá meira tilbúin til þess að takast á við næstu áskoranir þegar hjólin fara að snúast aftur. Ég efast ekki um að það er fullt af hugmyndum þarna úti til þess. Við þurfum nefnilega að viðhalda seiglunni í ferðaþjónustunni fyrir uppbygginguna framundan. Höfundar er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég er stolt af því að hafa starfað með íslenskri ferðaþjónustu til fjölda ára og kynnt hana á erlendum vettvangi. Síðasta árið hef ég þó gert það með öðrum formmerkjum en áður og á þeim tíma hef ég enn betur áttað mig á því hversu mikil seigla er í því fólki sem starfar í henni á Íslandi. Í mars þegar COVID19 var að byrja var ég beðin um halda erindi erlendis um krýsustjórnun. Þar var ég sérstaklega beðin um að fjalla um það sem Ísland gerði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Ég blótaði smá á þessum tímapunkti því síðustu ár í starfi mínu þá hjá Íslandsstofu hafði ég ekki tölu á þeim erindum sem ég hélt um markaðsátakið Inspired by Iceland á þeim tíma og ætlaði nú ekki að fara að syngja sama sönginn. Þegar á hólminn var komið var þó erindið í raun um allt annað. Samstaðan Í erindinu kem ég inn á af hverju var farið í markaðsátakið en jú það var út af einu svokölluðu eldgosi. Það sem gerist svo í kjölfarið er að aðilar taka sig saman og vinna að krafti að sameiginlegu verkefni – að bjarga ferðaþjónustunni það sumarið, sem tókst. Stofnaður var krýsuhópur og í framhaldinu hittust stærri hópar í ferðaþjónustunni og stilltu saman strengi. Samstarfið gekk svo næstu 10 árin og ferðaþjónustan þróaðist og samtalið með – úr varð mesta vaxtarskeið ferðaþjónustunnar á Íslandi. Þetta finnst erlendum aðilum sem ég hef kynnt fyrir stórmerkilegt að halda svona lengi út og skilja ekki hvernig það er hægt þar sem að í þeirra heimalöndum, borgum eða svæðum flosna svona verkefni yfirleitt upp eftir 2-3 ár af allskyns ástæðum s.s. áhugaleysi, virkni, þekkingarleysi og pólítík. Seiglan Ég hef notað fjögur orð sem ég hef talið einkenna íslenska ferðaþjónustu og þá sem í henni starfa það er seigla, þolinmæði, aðlögunarhæfni og ekki síst sú gleði að starfa í henni. Hugtakið seigla snýr að þeirri hæfni að standast eða styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti. Hæfnin birtist til dæmis í því að líta á krefjandi viðfangsefni þar með talið krýsu sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál. Íslensk ferðaþjónusta fór svo sannarlega í gegnum þennan ólgusjó á sínum tíma og horfði á þetta sem ögrun frekar en að gefast upp og áskoranirnar héldu áfram næstu 10 árin þar til ný krýsa af allt öðrum toga tók skyndilega við. Það má þó segja að seiglan dugi ekki ein til því að í umhverfi ferðaþjónustunnar eru svo margar hindranir að ómæld þolinmæði og aðlögunarhæfni þarf ekki síst að vera til staðar og hún byggir á reynslu. Þekkingin Þekking og reynsla hefur byggst upp á þessu vaxtarskeiði síðustu ára – sem má ekki hverfa og þarf að vera forgangsverkefni að passa að gerist ekki en er þó að gerast alla daga – þegar félagar í ferðaþjónustu leita nýrra tækifæra á öðrum vettvangi. Skiljanlega – það er engin störf að hafa. Það væri óskandi að hægt væri að finna leið til þess að viðhalda þekkingunni í greininni á næstu misserum og vera þannig enn þá meira tilbúin til þess að takast á við næstu áskoranir þegar hjólin fara að snúast aftur. Ég efast ekki um að það er fullt af hugmyndum þarna úti til þess. Við þurfum nefnilega að viðhalda seiglunni í ferðaþjónustunni fyrir uppbygginguna framundan. Höfundar er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun