Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2020 07:49 Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. Því sé mikilvægt að bregðast við og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður. Vísir/Vilhelm Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir að núverandi laug sé ekki nægilega stór samkvæmt alþjóðlegum stöðum EAZA, Sambands evrópskra dýragarða og verði laugin stækkuð í samræmi við staðla til að hægt sé að tryggja nægt pláss og sem bestan aðbúnað þeirra sela sem eru í garðinum. Í kjölfar borgarstjórnarfundar í gær blossaði upp nokkur umræða á Twitter þar sem einhverjir vildu meina að áframhaldandi selahald í garðinum og stækkun laugarinnar fæli ekki í sér dýravernd, heldur væri réttara að sleppa selunum. Dóra Björt segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. „Ég skil mjög vel viðhorf þeirra sem vilja ekki sjá dýr í búrum eða innilokuð enda finnst mér mjög góð hugmynd að gera garðinn að dýraathvarfi, griðar- og umönnunarstað fyrir dýr sem þurfa aðstoð og fara frá gamaldags dýragarðsvirkni. Slík þróun fær allan minn stuðning,“ segir Dóra Björt. Kópur í Húsdýragarðinum.Vísir/Vilhelm Engin markviss fjölgun sela fyrirhuguð Dóra Björt segir að markviss fjölgun sela í garðinum sé ekki fyrirhuguð en að haldin verði aðstaða til að taka við selum í hremmingum. „Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað. Ákveðið hefur verið að stækka selalaugina og betrumbæta aðstæður sela og uppfæra laugina í takt við þau alþjóðaviðmið og út frá þeim nútímakröfum sem nú ríkja svo dýrin eigi þar góða ævidaga. Einnig verður hægt að taka við selum og sjófuglum í neyð sem gerist með reglulegu millibili. Þannig teljum við að laugin nýtist betur sem athvarf. Ekki má sleppa selum úr haldi samkvæmt núverandi löggjöf og því mikilvægt að búa vel að þeim selum sem þarna lifa.“ Húsdýragarðuinn í Laugardal. Selalaugin er fyrir fyrir miðri mynd, aðeins til vinstri.Vísir/Vilhelm Aukin lausaganga dýranna og nýtt fræðsluhús Dóra Björt segir að í raun sé verið að fara í saumana á öllu dýrahaldi meðfram innleiðingu nýrrar sameinaðrar dýraþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það eigi að hefjast handa við byggingu fræðsluhúss á næsta ári sem sé bæði fyrir fræðslu innan garðs og einnig á vegum dýraþjónustunnar. „Starfsmannahús verður sambyggt því. Þá er verið að gera breytingar í garðinum sem miða að aukinni lausagöngu dýra og minni innivist og þegar eru hafnar breytingar fyrir sauðfé og geitfé.“ Hún segir það óboðlegt í nútímasamfélagi að bjóða dýrum í haldi upp á of lítið rými. Í raun sé mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn sé ekki fullnægjandi. „Því er mikilvægt að bregðast við þessu og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður.“ Borgarstjórn Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir að núverandi laug sé ekki nægilega stór samkvæmt alþjóðlegum stöðum EAZA, Sambands evrópskra dýragarða og verði laugin stækkuð í samræmi við staðla til að hægt sé að tryggja nægt pláss og sem bestan aðbúnað þeirra sela sem eru í garðinum. Í kjölfar borgarstjórnarfundar í gær blossaði upp nokkur umræða á Twitter þar sem einhverjir vildu meina að áframhaldandi selahald í garðinum og stækkun laugarinnar fæli ekki í sér dýravernd, heldur væri réttara að sleppa selunum. Dóra Björt segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. „Ég skil mjög vel viðhorf þeirra sem vilja ekki sjá dýr í búrum eða innilokuð enda finnst mér mjög góð hugmynd að gera garðinn að dýraathvarfi, griðar- og umönnunarstað fyrir dýr sem þurfa aðstoð og fara frá gamaldags dýragarðsvirkni. Slík þróun fær allan minn stuðning,“ segir Dóra Björt. Kópur í Húsdýragarðinum.Vísir/Vilhelm Engin markviss fjölgun sela fyrirhuguð Dóra Björt segir að markviss fjölgun sela í garðinum sé ekki fyrirhuguð en að haldin verði aðstaða til að taka við selum í hremmingum. „Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað. Ákveðið hefur verið að stækka selalaugina og betrumbæta aðstæður sela og uppfæra laugina í takt við þau alþjóðaviðmið og út frá þeim nútímakröfum sem nú ríkja svo dýrin eigi þar góða ævidaga. Einnig verður hægt að taka við selum og sjófuglum í neyð sem gerist með reglulegu millibili. Þannig teljum við að laugin nýtist betur sem athvarf. Ekki má sleppa selum úr haldi samkvæmt núverandi löggjöf og því mikilvægt að búa vel að þeim selum sem þarna lifa.“ Húsdýragarðuinn í Laugardal. Selalaugin er fyrir fyrir miðri mynd, aðeins til vinstri.Vísir/Vilhelm Aukin lausaganga dýranna og nýtt fræðsluhús Dóra Björt segir að í raun sé verið að fara í saumana á öllu dýrahaldi meðfram innleiðingu nýrrar sameinaðrar dýraþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það eigi að hefjast handa við byggingu fræðsluhúss á næsta ári sem sé bæði fyrir fræðslu innan garðs og einnig á vegum dýraþjónustunnar. „Starfsmannahús verður sambyggt því. Þá er verið að gera breytingar í garðinum sem miða að aukinni lausagöngu dýra og minni innivist og þegar eru hafnar breytingar fyrir sauðfé og geitfé.“ Hún segir það óboðlegt í nútímasamfélagi að bjóða dýrum í haldi upp á of lítið rými. Í raun sé mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn sé ekki fullnægjandi. „Því er mikilvægt að bregðast við þessu og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður.“
Borgarstjórn Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira