Ríkið dæmt til að greiða Elko 18,7 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2020 14:52 Elko fær 18,7 milljónir frá ríkinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Elko hf, rekstraraðila raftækjaverslana Elko, 18,7 milljónir vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins í tengslum við innflutning á raftækjum. Málið má rekja til þess að íslenska ríkið hefur lagt á gjald vegna innflutnings Elko á raftækjum í ákveðnum tollflokkum, sem nemur 0,15 prósent af tollverði viðkomandi vöru. Álagniningin var byggð á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerðar um raforkuvirki. Á tímabilinu 15. janúar 2016 til 15. desember 2019 lagði ríkið á og innheimti samtals 18.771.555 krónur frá Elko á þessum grundvelli. Elko fór fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með bréfi til tollstjóra 30. desember síðastliðinn, á grundvelli þess að um ólögmæta gjaldtöku væri að ræða. Endugreiðslunni var hafnað og höfðaði Elko því mál á hendur ríkinu. Elko hélt því fram að umrædd gjöld væru skattur. Til þess að um heimildir til skattlagningar sé að ræða þurfi lög að kveða á um hverjir séu skattskyldir, við hvað skatturinn skuli miðast og hver sé fjárhæð hans. Ákvæði sem eftirláti stjórnvöldum ákvörðunarvald um fjárhæð skatts uppfylli ekki þessar kröfur. Íslenska ríkið taldi umrædda gjaldlagningu hins vegar vera lögmæta skattheimtu. Skýrt væri kveðið á um það í lögum sem umrædd gjaldtaka byggði á hverjir væru skattskyldir, við hvað skatturinn miðaði og hver væri fjárhæð hans. Svigrúm ráðherra standist ekki stjórnarskrá Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað til þess að samkvæmt lögunum hafi ráðherra svigrúm til þess að ákveða hlutfall umrædds gjalds, innan þess ramma sem mælt er fyrir um eða 0,15 prósent af tollverði. Segir í dómi héraðsóms að þetta svigrúm ráðherra til að ákveða hlutfall skattsins samrýmist ekki kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig hafi löggjafinn gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Því hafi umrædd skattheimta ekki stuðst við gilda lagaheimild. Var íslenska ríkið því dæmt til að endurgreiða Elko þá fjármuni sem ríkið hafði innheimt, all 18,7 milljónir , auk 900.000 króna í málskostnað. Neytendur Dómsmál Verslun Skattar og tollar Mest lesið Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Málið má rekja til þess að íslenska ríkið hefur lagt á gjald vegna innflutnings Elko á raftækjum í ákveðnum tollflokkum, sem nemur 0,15 prósent af tollverði viðkomandi vöru. Álagniningin var byggð á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerðar um raforkuvirki. Á tímabilinu 15. janúar 2016 til 15. desember 2019 lagði ríkið á og innheimti samtals 18.771.555 krónur frá Elko á þessum grundvelli. Elko fór fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með bréfi til tollstjóra 30. desember síðastliðinn, á grundvelli þess að um ólögmæta gjaldtöku væri að ræða. Endugreiðslunni var hafnað og höfðaði Elko því mál á hendur ríkinu. Elko hélt því fram að umrædd gjöld væru skattur. Til þess að um heimildir til skattlagningar sé að ræða þurfi lög að kveða á um hverjir séu skattskyldir, við hvað skatturinn skuli miðast og hver sé fjárhæð hans. Ákvæði sem eftirláti stjórnvöldum ákvörðunarvald um fjárhæð skatts uppfylli ekki þessar kröfur. Íslenska ríkið taldi umrædda gjaldlagningu hins vegar vera lögmæta skattheimtu. Skýrt væri kveðið á um það í lögum sem umrædd gjaldtaka byggði á hverjir væru skattskyldir, við hvað skatturinn miðaði og hver væri fjárhæð hans. Svigrúm ráðherra standist ekki stjórnarskrá Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað til þess að samkvæmt lögunum hafi ráðherra svigrúm til þess að ákveða hlutfall umrædds gjalds, innan þess ramma sem mælt er fyrir um eða 0,15 prósent af tollverði. Segir í dómi héraðsóms að þetta svigrúm ráðherra til að ákveða hlutfall skattsins samrýmist ekki kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig hafi löggjafinn gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Því hafi umrædd skattheimta ekki stuðst við gilda lagaheimild. Var íslenska ríkið því dæmt til að endurgreiða Elko þá fjármuni sem ríkið hafði innheimt, all 18,7 milljónir , auk 900.000 króna í málskostnað.
Neytendur Dómsmál Verslun Skattar og tollar Mest lesið Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur