Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 23:01 Pernille Harder vonar að aukin umfjöllun gefi ungum stelpum sem æfa fótbolta fleiri fyrirmyndir en aðeins þær sem finna má í karlaboltanum. Harriet Lander/Getty Images Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. Harder gekk til liðs við Chelsea fyrir rúmlega 44 milljónir króna í sumar frá þýska félaginu Wolfsbug. Er það hæsta upphæð sem leikmaður hefur verið keyptur fyrir í kvennaboltanum. Hjá Wolfsburg lék Harder með Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Þegar ég var ung var ekki möguleiki að sjá leiki úr kvennaboltanum í sjónvarpinu. Það var ekki mikil umfjöllun um kvennaboltann. Það var því erfitt að eignast kvenkyns fyrirmynd og flestar af mínum fyrirmyndum voru strákar. Marta de Silva var eina konan sem ég leit upp til, hún var stór fyrirmynd í mínu lífi. Ég horfði á klippur af henni á Youtube þegar ég gat,“ sagði Harder í viðtali á dögunum. „Á síðustu fimm árum hefur þetta aukist gífurlega og nú er fullt af leikjum í sjónvarpinu. Mikið af leikjunum okkar hér í Englandi eru sýndir í Danmörku, ég tel það jákvætt skref. Nú geta stelpur horft á okkur spila og við getum verið fyrirmyndir þeirra frekar en Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo,“ bætti Harder við. "Girls can watch us play and now we can be their idols instead of Lionel Messi and Cristiano Ronaldo."— Sky Sports (@SkySports) November 30, 2020 Hin 28 ára gamla Harder er með betri leikmönnum heims um þessar mundir og var valin besti leikmaður Evrópu af knattspyrnusambandi álfunnar árið 2018. Afrekaskrá hennar er í lengri kantinum en Harder vann sænsku deildina með Linköpings FC árið 2016 eftir að hafa orðið sænskur bikarmeistari árin 2014 og 2015. Hún vann þýsku úrvalsdeildina alls fjórum sinnum með Wolfsburg, þýska bikarinn jafn oft ásamt því að lenda tvívegis í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af EM landsliða en þar lenti Danmörk í öðru sæti árið 2017. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Harder gekk til liðs við Chelsea fyrir rúmlega 44 milljónir króna í sumar frá þýska félaginu Wolfsbug. Er það hæsta upphæð sem leikmaður hefur verið keyptur fyrir í kvennaboltanum. Hjá Wolfsburg lék Harder með Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Þegar ég var ung var ekki möguleiki að sjá leiki úr kvennaboltanum í sjónvarpinu. Það var ekki mikil umfjöllun um kvennaboltann. Það var því erfitt að eignast kvenkyns fyrirmynd og flestar af mínum fyrirmyndum voru strákar. Marta de Silva var eina konan sem ég leit upp til, hún var stór fyrirmynd í mínu lífi. Ég horfði á klippur af henni á Youtube þegar ég gat,“ sagði Harder í viðtali á dögunum. „Á síðustu fimm árum hefur þetta aukist gífurlega og nú er fullt af leikjum í sjónvarpinu. Mikið af leikjunum okkar hér í Englandi eru sýndir í Danmörku, ég tel það jákvætt skref. Nú geta stelpur horft á okkur spila og við getum verið fyrirmyndir þeirra frekar en Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo,“ bætti Harder við. "Girls can watch us play and now we can be their idols instead of Lionel Messi and Cristiano Ronaldo."— Sky Sports (@SkySports) November 30, 2020 Hin 28 ára gamla Harder er með betri leikmönnum heims um þessar mundir og var valin besti leikmaður Evrópu af knattspyrnusambandi álfunnar árið 2018. Afrekaskrá hennar er í lengri kantinum en Harder vann sænsku deildina með Linköpings FC árið 2016 eftir að hafa orðið sænskur bikarmeistari árin 2014 og 2015. Hún vann þýsku úrvalsdeildina alls fjórum sinnum með Wolfsburg, þýska bikarinn jafn oft ásamt því að lenda tvívegis í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af EM landsliða en þar lenti Danmörk í öðru sæti árið 2017.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira