Stærsta „Covid-þrotið“ til þessa skekur Bretland Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 23:31 Topshop var um skeið rekið á Íslandi. Vísir/getty Breska eignarhaldsfélagið Arcadia Group, sem rekur m.a. fataverslanirnar Topshop, Topman og Miss Selfridge, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Breskir fjölmiðlar segja þrotið hið stærsta í bresku efnahagslífi af völdum kórónuveirufaraldursins til þessa. Um þrettán þúsund starfsmenn Arcadia eiga nú á hættu að missa vinnuna. Engum verður þó sagt upp að svo stöddu og rekstur Arcadia-verslananna heldur áfram á meðan leitað er að kaupendum. Haft er eftir Ian Grabiner, framkvæmdastjóra Arcadia, að dagurinn í dag sé mikill sorgardagur fyrir starfsmenn, birgja og hluthafa félagsins. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi lokun verslana hafi verið reiðarslag fyrir reksturinn. Að endingu hafi hindranirnar af völdum faraldursins borið reksturinn ofurliði. Sir Philip Green.Vísir/getty Fram kemur í frétt Guardian að yfirvofandi gjaldþrot Arcadia sé stærsta þrotið af völdum faraldursins í bresku efnahagslífi til þessa; „sem og enn eitt áfall breskrar tískuvöruverslunar, sem þegar stóð völtum fótum“. Þá er haft eftir greinendum í frétt Guardian að Arcadia-merki á borð við Topshop og Topman muni líklega höfða til kaupenda en erfitt geti reynst að selja önnur merki félagsins. Tíu áhugasamir kaupendur Topshop hafa þannig þegar verið nefndir til sögunnar. Arcadia rekur um 450 verslanir á Bretlandseyjum og 22 utan Bretlands, auk fjölda útibúa í verslunarmiðstöðvum og stórmörkuðum. Nokkrar verslanir undir þeirra merkjum voru reknar hér á landi um skeið, til að mynda áðurnefnd Topshop. Eigandi félagsins, Sir Philip Green, hefur verið umsvifamikill í bresku viðskiptalífi, einkum á sviði tískuvöruverslunar. Hann á jafnframt talsverð tengsl við Ísland, einkum í gegnum félagið Baug Group og umsvif þess á tískuvörumarkaði. Verslun Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Um þrettán þúsund starfsmenn Arcadia eiga nú á hættu að missa vinnuna. Engum verður þó sagt upp að svo stöddu og rekstur Arcadia-verslananna heldur áfram á meðan leitað er að kaupendum. Haft er eftir Ian Grabiner, framkvæmdastjóra Arcadia, að dagurinn í dag sé mikill sorgardagur fyrir starfsmenn, birgja og hluthafa félagsins. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi lokun verslana hafi verið reiðarslag fyrir reksturinn. Að endingu hafi hindranirnar af völdum faraldursins borið reksturinn ofurliði. Sir Philip Green.Vísir/getty Fram kemur í frétt Guardian að yfirvofandi gjaldþrot Arcadia sé stærsta þrotið af völdum faraldursins í bresku efnahagslífi til þessa; „sem og enn eitt áfall breskrar tískuvöruverslunar, sem þegar stóð völtum fótum“. Þá er haft eftir greinendum í frétt Guardian að Arcadia-merki á borð við Topshop og Topman muni líklega höfða til kaupenda en erfitt geti reynst að selja önnur merki félagsins. Tíu áhugasamir kaupendur Topshop hafa þannig þegar verið nefndir til sögunnar. Arcadia rekur um 450 verslanir á Bretlandseyjum og 22 utan Bretlands, auk fjölda útibúa í verslunarmiðstöðvum og stórmörkuðum. Nokkrar verslanir undir þeirra merkjum voru reknar hér á landi um skeið, til að mynda áðurnefnd Topshop. Eigandi félagsins, Sir Philip Green, hefur verið umsvifamikill í bresku viðskiptalífi, einkum á sviði tískuvöruverslunar. Hann á jafnframt talsverð tengsl við Ísland, einkum í gegnum félagið Baug Group og umsvif þess á tískuvörumarkaði.
Verslun Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira