Dökkar samdráttartölur áfram í kortunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 11:42 Ferðamenn eru sjaldgæf sjón þessi misserin, sem vegur þyngst í tölum Hagstofunnar. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hvergi er meiri samdráttur í Evrópu en á Íslandi, samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Hagfræðingur segir fyrirséð að tölurnar verði áfram dökkar. Áætlað er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 10,4 prósent að raungildi á þriðja ársfjórðungi 2020, borið saman við sama tímabil í fyrra. Samdráttinn má rekja til utanríkisviðskipta og vegur ferðaþjónustan þar þyngst, en hún dróst saman um 77 prósent. Um er að ræða mesta samdrátt í Evrópu, af þeim löndum sem hafa birt áætlanir sínar um þróun landsframleiðslu. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir varasamt að horfa of mikið í tölur einstakra ársfjórðunga. Snorri Jakobsson hagfræðingur.Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson „Það var náttúrulega gríðarlega mikið af ferðamönnum hér í fyrra og svo förum við næstum því í núllið, sem kemur mjög sterkt fram í tölunum. En þetta er allt saman í raun og veru stóra planið sem var lagt upp, það var að reyna að keyra hagkerfið áfram á sem mestum krafti með einkaneyslu og fjárfestingu, hvetja eins mikið til hennar eins og hægt væri,“ segir Snorri. Það muni hins vegar koma að skuldadögum. „En svo á einhverjum tímapunkti þá þurfum við að greiða það til baka, til að koma í veg fyrir fjölda atvinnuleysi og það væri náttúrulega bara skelfilegt eins og seðlabankastjóri hefur bent á, ef byggingariðnaðurinn færi að hrynja líka eða aðrir atvinnuvegir.“ Tölurnar komi ekki á óvart. „Við sjáum skýrt í þessum tölum, þessa stefnu sem stjórnvöld hafa tekið að það er að hvetja sem mest til neyslu og fólk neyti sem mest hérna heima, eyði sem mest og haldi ekki að sér höndum. Þá værum við bara með feitan mínus í vöruskiptunum.“ Ólíklegt sé að breytingar verði á næstu tölum, þó seinni hluti næsta árs verði að vonum bjartari. „Ég held að fjórði ársfjórðungur verði jafn dökkur og svartur eins og annar og þriðji - fyrsti ársfjórðungur verði það kannski líka, en við ættum að sjá betri tölur á öðrum þriðja og fjórða næsta árs,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Áætlað er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 10,4 prósent að raungildi á þriðja ársfjórðungi 2020, borið saman við sama tímabil í fyrra. Samdráttinn má rekja til utanríkisviðskipta og vegur ferðaþjónustan þar þyngst, en hún dróst saman um 77 prósent. Um er að ræða mesta samdrátt í Evrópu, af þeim löndum sem hafa birt áætlanir sínar um þróun landsframleiðslu. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir varasamt að horfa of mikið í tölur einstakra ársfjórðunga. Snorri Jakobsson hagfræðingur.Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson „Það var náttúrulega gríðarlega mikið af ferðamönnum hér í fyrra og svo förum við næstum því í núllið, sem kemur mjög sterkt fram í tölunum. En þetta er allt saman í raun og veru stóra planið sem var lagt upp, það var að reyna að keyra hagkerfið áfram á sem mestum krafti með einkaneyslu og fjárfestingu, hvetja eins mikið til hennar eins og hægt væri,“ segir Snorri. Það muni hins vegar koma að skuldadögum. „En svo á einhverjum tímapunkti þá þurfum við að greiða það til baka, til að koma í veg fyrir fjölda atvinnuleysi og það væri náttúrulega bara skelfilegt eins og seðlabankastjóri hefur bent á, ef byggingariðnaðurinn færi að hrynja líka eða aðrir atvinnuvegir.“ Tölurnar komi ekki á óvart. „Við sjáum skýrt í þessum tölum, þessa stefnu sem stjórnvöld hafa tekið að það er að hvetja sem mest til neyslu og fólk neyti sem mest hérna heima, eyði sem mest og haldi ekki að sér höndum. Þá værum við bara með feitan mínus í vöruskiptunum.“ Ólíklegt sé að breytingar verði á næstu tölum, þó seinni hluti næsta árs verði að vonum bjartari. „Ég held að fjórði ársfjórðungur verði jafn dökkur og svartur eins og annar og þriðji - fyrsti ársfjórðungur verði það kannski líka, en við ættum að sjá betri tölur á öðrum þriðja og fjórða næsta árs,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira