„Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 05:30 Reynir Andri Sverrisson var grunlaus um að á bakvið luktar dyr íbúðarinnar í Hraunbæ væri vopnaður maður. Vísir/Hákon Sverrisson Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. Talið var að um sjálfsvíg væri að ræða og var lögregla send á staðinn ásamt sérsveitarmönnum, sem eru almennar verklagsreglur þegar grunur leikur á að um vopn sé að ræða. Tveir sérsveitarmenn fóru fremstir inn á stigaganginn en sneru við áður en þeir knúðu dyra til þess að sækja skotskildi og hjálma. Þeir fóru síðan aftur inn og hringdu á dyrabjöllu - en fengu engin svör. Tónlist kom innan úr íbúðinni og settur var sérstakur búnaður á gægjugat á hurðinni til þess að sjá inn en engar mannaferðir sáust. Hljómaði eins og hvert annað útkall „Lögreglan hringir í mig að nóttu til, vekur mig, og þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall. Hún útskýrði ekkert fyrir mér hvers eðlis þetta útkall væri þannig að ég fór bara á fætur og mætti á staðinn,” segir Reynir Andri Sverrisson, lásasmiðurinn sem var kallaður út þessa nótt. „Þeir taka á móti mér, fjórir eða fimm lögreglumenn, sem ég pældi ekkert í en það var samt alveg pínu óeðlilegt hvað þeir voru margir,” segir hann. Reynir segir það hafa tekið nokkra stund að opna hurðina, auk þess sem því hafi fylgt hávaði. Sérsveitarmaður stóð við hurðina með skjöld, en gat þó ekki haldið skildinum alveg fyrir framan Reyni. „Þegar ég kem þá heyrir maður að það er tónlist í gangi inni, og ef ég man rétt þá var Megas í gangi. Hljómaði bara eins og heimasamkvæmi, tónlistin var hátt stillt,” segir hann. Þegar hurðin svo loks opnaðist tók við myrkur. Íslenski fáninn hafði verið hengdur á hurðina þannig að enginn sá neitt. „Þegar ég hef aflæst þá er mér ýtt til hliðar þannig að þeir geta opnað hurðina og þá sé ég inn, hann er með fána sem hangir fyrir dyrnar. Þá öskrar einn lögreglumaðurinn „byssa” í þrígang og þar af hleypir hann [Sævar] af skoti.” Íslenski fáninn hékk á hurðinni, sem útskýrir hvers vegna lögregla sá ekki inn. Skotið kom úr haglabyssu íbúans, Sævars Rafns Jónassonar, og hæfði sérsveitarmann í skjöldinn, með þeim afleiðingum að sérsveitarmaðurinn kastaðist aftur fyrir sig. „Á þessum tímapunkti er eins og það frjósi allt í kringum mann. Það horfa allir á hvorn annan og svo hlaupa allir af stað, einhverjir hlaupa upp, ég hleyp niður og á milli er stigapallur. Ég hrasa um einn lögreglumanninn á þeim stigapalli og er fastur þar, reyni að losa mig meðan hann liggur á mér, er bara að hugsa um sjálfan mig og kem mér síðan niður, niður í anddyri.” Hér gefur að líta skjöld sérsveitarmannsins sem fékk í sig skot eftir að lásasmiðurinn opnaði dyrnar. Líkt og sjá má er hann illa farinn. Vísir/Hákon Sverrisson Á þessari stundu voru tveir lögreglumenn og tveir sérsveitarmann, auk Reynis, á neðri stigapalli á meðan tveir lögreglumenn komust í sjálfheldu á hæðinni fyrir ofan. Sævar fór á eftir lögreglumönnum, niður á neðri stigapall, og miðaði vopninu á þá, áður en hann fór aftur inn í íbúðina. „Ég held að þetta séu aðstæður sem enginn af þeim sem voru þarna á staðnum hafði lent í,” segir Reynir. Hæsti viðbúnaður fór í gang í framhaldinu, stigagangurinn rýmdur og lögreglumönnunum tveimur á efstu hæð komið til bjargar. Íbúum, og Reyni, var komið í skjól í Árbæjarkirkju og umsátri komið á. Einn aðgerðarhópur var á stigapallinum við íbúðina og annar utandyra fyrir neðan svalir Sævars. Riffilmaður var settur í varðstöðu með sjónlínu á svalir og glugga íbúðarinnar, svokallaður sjónpóstur. Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju hlustaði á skothríðina á meðan hann gekk til vinnu í myrkrinu eftir að hafa fengið símtal frá lögreglu.Vísir/Hákon Sverrisson „Þetta var svona frekar óvanalegt útkall. Ég var beðinn um að koma og opna kirkjuna, vegna þess að þarna var skotmaður á ferðinni, skildist mér. Þannig að ég klæddi mig og fór út í myrkrið og þá heyri ég skothvelli á leiðinni,” segir Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju. „Þetta voru aðstæður sem maður hafði aldrei lent í áður. Auðvitað hafði maður skjól í kirkjunni og allt það en þetta var svona óþægilegt, þetta var sorglegt,” segir hann. Biðu eftir að fara í stríð Þá biðu sjúkraflutningamenn átekta í næstu götu. „Það tók við hjá mér og félaga mínum um þriggja klukkutíma bið þar sem við í rauninni bara biðum og hlustuðum á skothvelli í næstu götu. Það lá alltaf ljóst fyrir hvernig þetta myndi fara. Hann ætlaði aldrei að koma út lifandi þessi einstaklingur. Allavega upplifði ég það þannig og hugsa að flestir hafi gert það sem voru þarna. Þannig að við vorum í rauninni að bíða eftir að fara í stríð, ef ég get orðað það þannig,” segir Óskar Steindórsson bráðatæknir. Hann ætlaði aldrei að koma út lifandi, segir Óskar Steindórsson bráðatæknir. Vísir/Hákon Sverrisson Ekkert lát var á skothríðinni sem kom út um glugga Sævars og íbúar voru óttaslegnir. Fyrst skaut hann út um eldhúsgluggann og færði sig síðan inn í svefnherbergi, þegar lögregla hóf að skjóta inn gasflaugum. Gríðarlegt magn af lífshættulegu efni sem hafði engin áhrif Gasaðgerðirnar hófust klukkan 5:50 um morguninn en þá var búið að undirbúa tvenns konar aðgerðir; að skjóta gasflaugum í gegnum rúðu á íbúðinni og svo að setja flaug í gegnum hurð íbúðarinnar. Fyrri kosturinn var metinn öruggari og táragasi skotið inn í gegnum rúðu. Í heildina var 36 gasflaugum skotið inn í íbúðina, en efnið, sem er lífshættulegt virtist engin áhrif hafa á Sævar. Það á engu að síður að valda sviðatilfinningu, táraflóði og brunatilfinningu, svo fátt eitt sé nefnt. Þá getur það valdið annars stigs bruna og sumir einstaklingar sýna algjöra uppgjöf og verða ósjálfbjarga. Þar sem þetta hafði engum árangri skilað var ákveðið að varpa inn um svefnherbergisgluggann stærri gasflaug sem innihélt 12 grömm af gasefni í duftformi, með þeim afleiðingum að herbergið mettaðist af reyk. Farið var í svokallaða skotstefnurannsókn í málinu, þar sem hvert einasta ummerki var skoðað. Í framhaldinu fóru fjórir sérsveitarmenn inn á stigagang og brutu upp hurðina að heimili Sævars, með þeim fyrirmælum að bjarga honum út úr gasmettuninni því hún geti verið hættuleg. Á slaginu 6:42 heyrast þeir brjóta sér leið inn og öskra „vopnuð lögregla”. Nokkrum sekúndum síðar hóf Sævar skothríð að þeim úr svefnherbergi sínu, en sérsveitarmennirnir sóttu áfram með skildina fyrir sér. Höglum og steypubrotum rigndi yfir þá og þeir mátu aðstæður þannig að allir væru í lífshættu og skutu á móti. Sævar fékk í sig tvö skot og lést nær samstundis. Lögreglan var gagnrýnd fyrir vinnubrögð sín í málinu. Sævar Rafn glímdi við andleg veikindi, hafði hlotið dóm í Noregi fyrir árás gegn lögreglumanni og margir þeirrar skoðunar að aðgerðirnar hefðu þurft að vera í samræmi við það. Lögreglan hafði hins vegar ekki vitneskju í fyrstu um að Sævar Rafn byggi í þessari tilteknu íbúð - ekki fyrr en Reynir Andri lásasmiður benti þeim á að þeir væru ekki með rétt nafn á viðkomandi. Reynir hafði nokkrum sinnum opnað fyrir Sævari og lýsir honum sem rólegum og indælum manni. Sökum gagnrýninnar var ákveðið að aðgerðirnar yrði rannsakaðar ofan í kjölinn. „Þetta var mjög sérstakur morgunn. Þegar maður mætir og áttar sig á að þarna hafði einhver harmleikur átt sér stað uppi í Hraunbæ. Öllum var skiljanlega brugðið. Það fór smá tími í að undirbúa hvernig við myndum nálgast þetta verkefni. Okkur var falið það traust og sýnt það traust af deildinni að sjá um þessa rannsókn,” segir Ragnar Jónasson rannsóknarlögreglumaður í tæknideild. Ragnar Jónsson var einn þeirra sem rannsakaði atburðinn. Höfðum aldrei upplifað svona áður Hann segir rannsóknina hafa verið yfirgripsmikla og tekið tæpa tvo mánuði, en hann leitaði meðal annars ráðlegginga til norskra rannsóknarlögreglumanna. „Aðkoman var sjokkerandi, við höfðum aldrei upplifað þetta áður, að koma inn á stigagang fjölbýlishúss og það var blóð þarna, spænir úr hurðinni, vopn og annað. Sérsveitarmenn skildu allt sitt eftir - vissu það að við myndum óska eftir öllum gögnum og búnaði til að skoða,” segir hann. Mikið var af tölvum og tölvutengdum munum á heimilinu, að sögn Ragnars. Hér má sjá tölvu sem var á meðal rannsóknargagna í málinu. „Það var erfitt að fóta sig í íbúðinni. Það voru alls konar tölvumunir, allt svona tölvutengt og þetta var úti um allt. Flíkur og bækur og erfitt fyrir mann að fóta sig í íbúðinni. Svo var búið að skjóta þarna inn gríðarlegu magni af gasflaugum þannig að fyrstu tvo þrjá dagana var erfitt að vinna. Ef maður hreyfði við einhverju munum þá kom gasduftið upp aftur.” Ragnar segir það fullkomlega ljóst að fleiri hefðu getað týnt lífi þetta kvöld. „Ef ekki hefði fyllsta öryggis verið gætt í Hraunbæ, ef lögreglumenn hefðu ekki tekið með sér skotskjöld, þá væri allavega einum færri hjá okkur í dag. Það hefði farið mjög illa.” Hjálmur sérsveitarmanns sem fékk skot í höfuðið. Vísir/Hákon Sverrisson Rannsóknin leiddi í ljós að ekki hafði verið hleypt úr byssu þegar tilkynnt var um skothvellinn heldur hafi fyrsta skotið hafnað í skildi sérsveitarmanns. Þá hefur það aldrei komið í ljós hvers vegna allt gasmagnið hafði ekki áhrif á Sævar. Þetta var í fyrsta sinn hér á landi sem einstaklingur lætur lífið í skotbardaga við lögreglu. Sævar Rafn Jónasson var 59 ára þegar hann lést. Þessi umfjöllun stiklar á stóru úr því sem fram kom í Ummerkjum í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ummerki Reykjavík Tengdar fréttir „Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01 „Trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum lyft af vettvangi” Gunnar Rúnar Sigurþórsson var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni árið 2010. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2. 23. nóvember 2020 06:31 „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Talið var að um sjálfsvíg væri að ræða og var lögregla send á staðinn ásamt sérsveitarmönnum, sem eru almennar verklagsreglur þegar grunur leikur á að um vopn sé að ræða. Tveir sérsveitarmenn fóru fremstir inn á stigaganginn en sneru við áður en þeir knúðu dyra til þess að sækja skotskildi og hjálma. Þeir fóru síðan aftur inn og hringdu á dyrabjöllu - en fengu engin svör. Tónlist kom innan úr íbúðinni og settur var sérstakur búnaður á gægjugat á hurðinni til þess að sjá inn en engar mannaferðir sáust. Hljómaði eins og hvert annað útkall „Lögreglan hringir í mig að nóttu til, vekur mig, og þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall. Hún útskýrði ekkert fyrir mér hvers eðlis þetta útkall væri þannig að ég fór bara á fætur og mætti á staðinn,” segir Reynir Andri Sverrisson, lásasmiðurinn sem var kallaður út þessa nótt. „Þeir taka á móti mér, fjórir eða fimm lögreglumenn, sem ég pældi ekkert í en það var samt alveg pínu óeðlilegt hvað þeir voru margir,” segir hann. Reynir segir það hafa tekið nokkra stund að opna hurðina, auk þess sem því hafi fylgt hávaði. Sérsveitarmaður stóð við hurðina með skjöld, en gat þó ekki haldið skildinum alveg fyrir framan Reyni. „Þegar ég kem þá heyrir maður að það er tónlist í gangi inni, og ef ég man rétt þá var Megas í gangi. Hljómaði bara eins og heimasamkvæmi, tónlistin var hátt stillt,” segir hann. Þegar hurðin svo loks opnaðist tók við myrkur. Íslenski fáninn hafði verið hengdur á hurðina þannig að enginn sá neitt. „Þegar ég hef aflæst þá er mér ýtt til hliðar þannig að þeir geta opnað hurðina og þá sé ég inn, hann er með fána sem hangir fyrir dyrnar. Þá öskrar einn lögreglumaðurinn „byssa” í þrígang og þar af hleypir hann [Sævar] af skoti.” Íslenski fáninn hékk á hurðinni, sem útskýrir hvers vegna lögregla sá ekki inn. Skotið kom úr haglabyssu íbúans, Sævars Rafns Jónassonar, og hæfði sérsveitarmann í skjöldinn, með þeim afleiðingum að sérsveitarmaðurinn kastaðist aftur fyrir sig. „Á þessum tímapunkti er eins og það frjósi allt í kringum mann. Það horfa allir á hvorn annan og svo hlaupa allir af stað, einhverjir hlaupa upp, ég hleyp niður og á milli er stigapallur. Ég hrasa um einn lögreglumanninn á þeim stigapalli og er fastur þar, reyni að losa mig meðan hann liggur á mér, er bara að hugsa um sjálfan mig og kem mér síðan niður, niður í anddyri.” Hér gefur að líta skjöld sérsveitarmannsins sem fékk í sig skot eftir að lásasmiðurinn opnaði dyrnar. Líkt og sjá má er hann illa farinn. Vísir/Hákon Sverrisson Á þessari stundu voru tveir lögreglumenn og tveir sérsveitarmann, auk Reynis, á neðri stigapalli á meðan tveir lögreglumenn komust í sjálfheldu á hæðinni fyrir ofan. Sævar fór á eftir lögreglumönnum, niður á neðri stigapall, og miðaði vopninu á þá, áður en hann fór aftur inn í íbúðina. „Ég held að þetta séu aðstæður sem enginn af þeim sem voru þarna á staðnum hafði lent í,” segir Reynir. Hæsti viðbúnaður fór í gang í framhaldinu, stigagangurinn rýmdur og lögreglumönnunum tveimur á efstu hæð komið til bjargar. Íbúum, og Reyni, var komið í skjól í Árbæjarkirkju og umsátri komið á. Einn aðgerðarhópur var á stigapallinum við íbúðina og annar utandyra fyrir neðan svalir Sævars. Riffilmaður var settur í varðstöðu með sjónlínu á svalir og glugga íbúðarinnar, svokallaður sjónpóstur. Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju hlustaði á skothríðina á meðan hann gekk til vinnu í myrkrinu eftir að hafa fengið símtal frá lögreglu.Vísir/Hákon Sverrisson „Þetta var svona frekar óvanalegt útkall. Ég var beðinn um að koma og opna kirkjuna, vegna þess að þarna var skotmaður á ferðinni, skildist mér. Þannig að ég klæddi mig og fór út í myrkrið og þá heyri ég skothvelli á leiðinni,” segir Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju. „Þetta voru aðstæður sem maður hafði aldrei lent í áður. Auðvitað hafði maður skjól í kirkjunni og allt það en þetta var svona óþægilegt, þetta var sorglegt,” segir hann. Biðu eftir að fara í stríð Þá biðu sjúkraflutningamenn átekta í næstu götu. „Það tók við hjá mér og félaga mínum um þriggja klukkutíma bið þar sem við í rauninni bara biðum og hlustuðum á skothvelli í næstu götu. Það lá alltaf ljóst fyrir hvernig þetta myndi fara. Hann ætlaði aldrei að koma út lifandi þessi einstaklingur. Allavega upplifði ég það þannig og hugsa að flestir hafi gert það sem voru þarna. Þannig að við vorum í rauninni að bíða eftir að fara í stríð, ef ég get orðað það þannig,” segir Óskar Steindórsson bráðatæknir. Hann ætlaði aldrei að koma út lifandi, segir Óskar Steindórsson bráðatæknir. Vísir/Hákon Sverrisson Ekkert lát var á skothríðinni sem kom út um glugga Sævars og íbúar voru óttaslegnir. Fyrst skaut hann út um eldhúsgluggann og færði sig síðan inn í svefnherbergi, þegar lögregla hóf að skjóta inn gasflaugum. Gríðarlegt magn af lífshættulegu efni sem hafði engin áhrif Gasaðgerðirnar hófust klukkan 5:50 um morguninn en þá var búið að undirbúa tvenns konar aðgerðir; að skjóta gasflaugum í gegnum rúðu á íbúðinni og svo að setja flaug í gegnum hurð íbúðarinnar. Fyrri kosturinn var metinn öruggari og táragasi skotið inn í gegnum rúðu. Í heildina var 36 gasflaugum skotið inn í íbúðina, en efnið, sem er lífshættulegt virtist engin áhrif hafa á Sævar. Það á engu að síður að valda sviðatilfinningu, táraflóði og brunatilfinningu, svo fátt eitt sé nefnt. Þá getur það valdið annars stigs bruna og sumir einstaklingar sýna algjöra uppgjöf og verða ósjálfbjarga. Þar sem þetta hafði engum árangri skilað var ákveðið að varpa inn um svefnherbergisgluggann stærri gasflaug sem innihélt 12 grömm af gasefni í duftformi, með þeim afleiðingum að herbergið mettaðist af reyk. Farið var í svokallaða skotstefnurannsókn í málinu, þar sem hvert einasta ummerki var skoðað. Í framhaldinu fóru fjórir sérsveitarmenn inn á stigagang og brutu upp hurðina að heimili Sævars, með þeim fyrirmælum að bjarga honum út úr gasmettuninni því hún geti verið hættuleg. Á slaginu 6:42 heyrast þeir brjóta sér leið inn og öskra „vopnuð lögregla”. Nokkrum sekúndum síðar hóf Sævar skothríð að þeim úr svefnherbergi sínu, en sérsveitarmennirnir sóttu áfram með skildina fyrir sér. Höglum og steypubrotum rigndi yfir þá og þeir mátu aðstæður þannig að allir væru í lífshættu og skutu á móti. Sævar fékk í sig tvö skot og lést nær samstundis. Lögreglan var gagnrýnd fyrir vinnubrögð sín í málinu. Sævar Rafn glímdi við andleg veikindi, hafði hlotið dóm í Noregi fyrir árás gegn lögreglumanni og margir þeirrar skoðunar að aðgerðirnar hefðu þurft að vera í samræmi við það. Lögreglan hafði hins vegar ekki vitneskju í fyrstu um að Sævar Rafn byggi í þessari tilteknu íbúð - ekki fyrr en Reynir Andri lásasmiður benti þeim á að þeir væru ekki með rétt nafn á viðkomandi. Reynir hafði nokkrum sinnum opnað fyrir Sævari og lýsir honum sem rólegum og indælum manni. Sökum gagnrýninnar var ákveðið að aðgerðirnar yrði rannsakaðar ofan í kjölinn. „Þetta var mjög sérstakur morgunn. Þegar maður mætir og áttar sig á að þarna hafði einhver harmleikur átt sér stað uppi í Hraunbæ. Öllum var skiljanlega brugðið. Það fór smá tími í að undirbúa hvernig við myndum nálgast þetta verkefni. Okkur var falið það traust og sýnt það traust af deildinni að sjá um þessa rannsókn,” segir Ragnar Jónasson rannsóknarlögreglumaður í tæknideild. Ragnar Jónsson var einn þeirra sem rannsakaði atburðinn. Höfðum aldrei upplifað svona áður Hann segir rannsóknina hafa verið yfirgripsmikla og tekið tæpa tvo mánuði, en hann leitaði meðal annars ráðlegginga til norskra rannsóknarlögreglumanna. „Aðkoman var sjokkerandi, við höfðum aldrei upplifað þetta áður, að koma inn á stigagang fjölbýlishúss og það var blóð þarna, spænir úr hurðinni, vopn og annað. Sérsveitarmenn skildu allt sitt eftir - vissu það að við myndum óska eftir öllum gögnum og búnaði til að skoða,” segir hann. Mikið var af tölvum og tölvutengdum munum á heimilinu, að sögn Ragnars. Hér má sjá tölvu sem var á meðal rannsóknargagna í málinu. „Það var erfitt að fóta sig í íbúðinni. Það voru alls konar tölvumunir, allt svona tölvutengt og þetta var úti um allt. Flíkur og bækur og erfitt fyrir mann að fóta sig í íbúðinni. Svo var búið að skjóta þarna inn gríðarlegu magni af gasflaugum þannig að fyrstu tvo þrjá dagana var erfitt að vinna. Ef maður hreyfði við einhverju munum þá kom gasduftið upp aftur.” Ragnar segir það fullkomlega ljóst að fleiri hefðu getað týnt lífi þetta kvöld. „Ef ekki hefði fyllsta öryggis verið gætt í Hraunbæ, ef lögreglumenn hefðu ekki tekið með sér skotskjöld, þá væri allavega einum færri hjá okkur í dag. Það hefði farið mjög illa.” Hjálmur sérsveitarmanns sem fékk skot í höfuðið. Vísir/Hákon Sverrisson Rannsóknin leiddi í ljós að ekki hafði verið hleypt úr byssu þegar tilkynnt var um skothvellinn heldur hafi fyrsta skotið hafnað í skildi sérsveitarmanns. Þá hefur það aldrei komið í ljós hvers vegna allt gasmagnið hafði ekki áhrif á Sævar. Þetta var í fyrsta sinn hér á landi sem einstaklingur lætur lífið í skotbardaga við lögreglu. Sævar Rafn Jónasson var 59 ára þegar hann lést. Þessi umfjöllun stiklar á stóru úr því sem fram kom í Ummerkjum í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ummerki Reykjavík Tengdar fréttir „Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01 „Trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum lyft af vettvangi” Gunnar Rúnar Sigurþórsson var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni árið 2010. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2. 23. nóvember 2020 06:31 „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
„Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01
„Trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum lyft af vettvangi” Gunnar Rúnar Sigurþórsson var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni árið 2010. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2. 23. nóvember 2020 06:31
„Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46