Píparinn sem skrúfaði ekki fyrir vatnið?! Hjálmar Jónsson skrifar 26. nóvember 2020 16:01 Með fyrirsögninni móðga ég sjálfsagt alla pípara þessa lands og ég bið þá fyrir fram afsökunar. Ég á nefnilega pípara að vini, sem hefur bjargað mér og fleirum mér tengdum í gegnum tíðina. Það hefur komið fyrir að hann hefur stokkið fyrirvaralaust úr verki og ekki einu sinni haft tíma til að kasta á mig kveðju. Þá hefur borið svo við að krani hefur sprungið einhvers staðar og þá er ekki til setunnar boðið. Að sjálfsögðu byrjar hann á því að skrúfa fyrir vatnið áður en hann fer í að þurrka upp bleytuna, en ekki hvað! Getur það verið að hjá Almannavörnum og íslenskum sóttvarnayfirvöldum sé því öðru vísi farið? Það var nefnilega upplýst núna áðan á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis, 26.11.20, að um 4% þeirra sem til landsins koma afþakki að fara í tvöfalda skimun og velji 14 daga sóttkví í staðinn. Og NB 4% í þessu samhengi er risavaxin tala, 0,4% væri of mikið. Það eru sum sé 40 af hverjum 1.000 sem koma óskimaðir til landsins. Ef það eru 10 þúsund farþegar sem komið hafa til landsins frá því aðgerðirnar hófust er fjöldinn 400 manns og 2.000 manns ef 50 þúsund farþegar hafa komið til landsins. Nú veit ég ekki töluna, en förum milliveginn og miðum við 25 þúsund farþega. Þá hafa 1.000 manns komið óskimaðir til landsins á sama tíma og faraldurinn hefur verið í veldisvexti víða í löndunum í kringum okkur. Og, ótrúlegt en satt, á upplýsingafundinum kom einnig fram að félagsleg einkenni þessa hóps hafa ekkert verið skoðuð og liggja ekki fyrir?!!! Ef þetta fólk er, til dæmis, einbúar sem ekki eiga fjölskyldu hvernig aflar það sér matar í 14 daga? Eða ef þetta er einkum ungt fólk, sem veikist minna og er margt hvert einkennalítið eða einkennalaust? Virðir það 14 daga sóttkví, ef það finnur lítil eða engin einkenni? Ef þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er engin leið að vita heldur hvaða áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa hefur. Mín spá er sú að áhrifin verði lítil sem engin. Það er nokkuð augljóst að það er eitthvað annað en 7.000 króna gjald sem veldur því að fólk velur sóttkví frekar en skimun. Hvernig má það vera að þetta hafi ekki verið skoðað á sama tíma og öllu eðlilegu lífi hér innanlands eru settar sífellt þrengri skorður? Og hver hefur efni á að fara í 14 daga sóttkví og vera frá vinnu allan þann tíma fremur en að fara í 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun. Í barnaskap mínum hélt ég að stór þáttur í sóttvörnum væri að skoða félagslegan bakgrunn fólks? Er það ekki lykilatriði þegar til dæmis kynsjúkdómar eru annars vegar? En barnaskapur minn er svo sem vel þekktur; fram að bankahruni taldi ég að bankastjórar væru ekki áhættufíklar. Ég held að svörin við þessum spurningum séu nokkuð augljós. Staða faraldursins er grafalvarleg. Eftir tölur síðustu þriggja daga er augljóst að þrátt fyrir hertar aðgerðir og gríðarlega skerðingu á lífsgæðum alls almennings er faraldurinn í vexti, sennilega örum vexti. Það er augljóst þegar horft er til þess hversu margir eru utan sóttkvíar. Í aðdraganda jóla er óðs manns æði að slaka á, svo einfalt er það. Ef vel ætti að vera þyrfti að herða aðgerðir og sennilega loka verslunarmiðstöðvum, miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum í morgun, og öðrum þeim verslunum sem ekki eru með nauðsynjar. Það eru leiðir sem nágrannalönd okkar hafa þurft að fara. Við erum því miður í þeirri stöðu að þurfa áfram að ausa bátinn, land ekki í augsýn og stefnan tekin á haf út! Höfundur er blaðamaður sem hefur of lengi verið í fríi frá blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Tengdar fréttir Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson vill fá svör frá sóttvarnalækni við ákveðnum spurningum. 25. nóvember 2020 20:31 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Sjá meira
Með fyrirsögninni móðga ég sjálfsagt alla pípara þessa lands og ég bið þá fyrir fram afsökunar. Ég á nefnilega pípara að vini, sem hefur bjargað mér og fleirum mér tengdum í gegnum tíðina. Það hefur komið fyrir að hann hefur stokkið fyrirvaralaust úr verki og ekki einu sinni haft tíma til að kasta á mig kveðju. Þá hefur borið svo við að krani hefur sprungið einhvers staðar og þá er ekki til setunnar boðið. Að sjálfsögðu byrjar hann á því að skrúfa fyrir vatnið áður en hann fer í að þurrka upp bleytuna, en ekki hvað! Getur það verið að hjá Almannavörnum og íslenskum sóttvarnayfirvöldum sé því öðru vísi farið? Það var nefnilega upplýst núna áðan á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis, 26.11.20, að um 4% þeirra sem til landsins koma afþakki að fara í tvöfalda skimun og velji 14 daga sóttkví í staðinn. Og NB 4% í þessu samhengi er risavaxin tala, 0,4% væri of mikið. Það eru sum sé 40 af hverjum 1.000 sem koma óskimaðir til landsins. Ef það eru 10 þúsund farþegar sem komið hafa til landsins frá því aðgerðirnar hófust er fjöldinn 400 manns og 2.000 manns ef 50 þúsund farþegar hafa komið til landsins. Nú veit ég ekki töluna, en förum milliveginn og miðum við 25 þúsund farþega. Þá hafa 1.000 manns komið óskimaðir til landsins á sama tíma og faraldurinn hefur verið í veldisvexti víða í löndunum í kringum okkur. Og, ótrúlegt en satt, á upplýsingafundinum kom einnig fram að félagsleg einkenni þessa hóps hafa ekkert verið skoðuð og liggja ekki fyrir?!!! Ef þetta fólk er, til dæmis, einbúar sem ekki eiga fjölskyldu hvernig aflar það sér matar í 14 daga? Eða ef þetta er einkum ungt fólk, sem veikist minna og er margt hvert einkennalítið eða einkennalaust? Virðir það 14 daga sóttkví, ef það finnur lítil eða engin einkenni? Ef þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er engin leið að vita heldur hvaða áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa hefur. Mín spá er sú að áhrifin verði lítil sem engin. Það er nokkuð augljóst að það er eitthvað annað en 7.000 króna gjald sem veldur því að fólk velur sóttkví frekar en skimun. Hvernig má það vera að þetta hafi ekki verið skoðað á sama tíma og öllu eðlilegu lífi hér innanlands eru settar sífellt þrengri skorður? Og hver hefur efni á að fara í 14 daga sóttkví og vera frá vinnu allan þann tíma fremur en að fara í 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun. Í barnaskap mínum hélt ég að stór þáttur í sóttvörnum væri að skoða félagslegan bakgrunn fólks? Er það ekki lykilatriði þegar til dæmis kynsjúkdómar eru annars vegar? En barnaskapur minn er svo sem vel þekktur; fram að bankahruni taldi ég að bankastjórar væru ekki áhættufíklar. Ég held að svörin við þessum spurningum séu nokkuð augljós. Staða faraldursins er grafalvarleg. Eftir tölur síðustu þriggja daga er augljóst að þrátt fyrir hertar aðgerðir og gríðarlega skerðingu á lífsgæðum alls almennings er faraldurinn í vexti, sennilega örum vexti. Það er augljóst þegar horft er til þess hversu margir eru utan sóttkvíar. Í aðdraganda jóla er óðs manns æði að slaka á, svo einfalt er það. Ef vel ætti að vera þyrfti að herða aðgerðir og sennilega loka verslunarmiðstöðvum, miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum í morgun, og öðrum þeim verslunum sem ekki eru með nauðsynjar. Það eru leiðir sem nágrannalönd okkar hafa þurft að fara. Við erum því miður í þeirri stöðu að þurfa áfram að ausa bátinn, land ekki í augsýn og stefnan tekin á haf út! Höfundur er blaðamaður sem hefur of lengi verið í fríi frá blaðamennsku.
Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson vill fá svör frá sóttvarnalækni við ákveðnum spurningum. 25. nóvember 2020 20:31
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun