Kolbeinn skýtur föstum skotum á Brynjar: „Þetta er orðið ansi hreint þreytt hjá honum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 22:57 Kolbeinn segir að halda mætti að Brynjar hafi sleppt því að vera vakandi síðustu mánuði. Vísir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er afar gagnrýninn á starfsbróður sinn á þingi, Brynjar Níelsson, í Facebook-færslu sem hann birti í kvöld. Hann segist farinn að halda að Brynjar hafi ekki aðeins sleppt því að mæta á nefndarfundi, „heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Eins og fjallað hefur verið um er Brynjar, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hættur að mæta á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og segir störf hennar „sjónarspil og pólitíska leiki.“ Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og hefur meðal annars sagst „hættur meðvirkni“ með þeim. Eins hefur hann sagt að engin rök hafi verið færð í því að samhengi sé á milli sóttvarnaaðgerða og fækkun þeirra sem daglega greinast með kórónuveiruna. Kýs að nýta ekki réttinn til að haga sér eins og bjáni Í færslu sinni segir Kolbeinn að Brynjar virðist telja það vera sitt hlutverk að „kasta bara einhverju fram án nokkurs rökstuðnings,“ undir þeim formerkjum að hlutverk hans felist í því að spyrja spurninga. „Þetta er orðið ansi hreint þreytt hjá honum. Öllum hans spurningum hefur verið svarað í bak og fyrir, af sóttvarnaryfirvöldum og heilbrigðisráðherra. Spurningum um valdheimildir hefur verið svarað, t.d. á fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem ég hef einmitt mætt á.“ Þá kveðst Kolbeinn líta á það sem hlutverk þingmanna, að sér meðtöldum, að taka ákvarðanir byggðar á vísindum og taka þátt í því að takast á við veiruna með þjóðinni. Hann segir þá rétt sinn til þess að haga sér „eins og bjáni“ ótvíræðan. Hann kjósi hins vegar að nýta sér hann ekki í miðjum heimsfaraldri. „Steininn tekur þó úr þegar Brynjar er farinn að efast um sóttvarnaraðgerðir. Spurður í Kastljósi um þá staðreynd að aðgerðirnar hafa virkað, segir hann að allar aðgerðir hafi verið settar þegar bylgjan sé á niðurleið. Ég er farinn að halda að Brynjar hafi ekki bara sleppt því að mæta á nefndarfundi heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Það er verið að höggva í sama knérunn að tjá sig um orð Brynjars Níelssonar um sóttvarnir. Ég get einfaldlega ekki orða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Tuesday, 24 November 2020 Vísaði Kolbeinn þar til viðtals við Brynjar í Kastljósi í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið notuð í pólitískum upphlaupum, og vísaði þar sérstaklega til umfjöllunar nefndarinnar um vanhæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég er ekkert að eyða tíma mínum í svona leikþætti meira en ég þarf,“ sagði Brynjar meðal annars. „Veit Brynjar þetta ekki?“ Kolbeinn segir þá að Brynjar geti einfaldlega flett upp í gögnum, séð hvenær aðgerðir voru settar á og skoðað þróun smita fyrir og eftir aðgerðir, auk þess hvernig stundum hafi þurft að herða aðgerðir þegar smittölur voru á uppleið. „Veit Brynjar þetta ekki? Eða nennti hann ekki að fletta þessu upp og finnst ekki skipta máli að vera með staðreyndir á hreinu í umræðu um þetta mál, stærsta mál sem stjórnmál og samfélag hafa þurft að takast á við síðustu áratugi?“ spyr Kolbeinn, sem segir það heppni að í ráðherrastólum sitji fólk sem taki hlutina alvarlega. „Að sóttvarnaryfirvöld hafa sýnt skynsemi og varfærni í tillögum sínum og að þjóðin hefur sýnt þá samstöðu sem komið hefur okkur í þá stöðu sem við erum í hvað faraldurinn varðar, þar sem samanburður við önnur lönd sýnir hve vel við stöndum,“ skrifar Kolbeinn að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. 24. nóvember 2020 18:40 Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. 24. nóvember 2020 14:14 „Þú vælir eins og stunginn grís“ Fjörlegar umræður sköpuðust um sóttvarnaaðgerðir á Sprengisandi í dag. 15. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er afar gagnrýninn á starfsbróður sinn á þingi, Brynjar Níelsson, í Facebook-færslu sem hann birti í kvöld. Hann segist farinn að halda að Brynjar hafi ekki aðeins sleppt því að mæta á nefndarfundi, „heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Eins og fjallað hefur verið um er Brynjar, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hættur að mæta á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og segir störf hennar „sjónarspil og pólitíska leiki.“ Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og hefur meðal annars sagst „hættur meðvirkni“ með þeim. Eins hefur hann sagt að engin rök hafi verið færð í því að samhengi sé á milli sóttvarnaaðgerða og fækkun þeirra sem daglega greinast með kórónuveiruna. Kýs að nýta ekki réttinn til að haga sér eins og bjáni Í færslu sinni segir Kolbeinn að Brynjar virðist telja það vera sitt hlutverk að „kasta bara einhverju fram án nokkurs rökstuðnings,“ undir þeim formerkjum að hlutverk hans felist í því að spyrja spurninga. „Þetta er orðið ansi hreint þreytt hjá honum. Öllum hans spurningum hefur verið svarað í bak og fyrir, af sóttvarnaryfirvöldum og heilbrigðisráðherra. Spurningum um valdheimildir hefur verið svarað, t.d. á fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem ég hef einmitt mætt á.“ Þá kveðst Kolbeinn líta á það sem hlutverk þingmanna, að sér meðtöldum, að taka ákvarðanir byggðar á vísindum og taka þátt í því að takast á við veiruna með þjóðinni. Hann segir þá rétt sinn til þess að haga sér „eins og bjáni“ ótvíræðan. Hann kjósi hins vegar að nýta sér hann ekki í miðjum heimsfaraldri. „Steininn tekur þó úr þegar Brynjar er farinn að efast um sóttvarnaraðgerðir. Spurður í Kastljósi um þá staðreynd að aðgerðirnar hafa virkað, segir hann að allar aðgerðir hafi verið settar þegar bylgjan sé á niðurleið. Ég er farinn að halda að Brynjar hafi ekki bara sleppt því að mæta á nefndarfundi heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Það er verið að höggva í sama knérunn að tjá sig um orð Brynjars Níelssonar um sóttvarnir. Ég get einfaldlega ekki orða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Tuesday, 24 November 2020 Vísaði Kolbeinn þar til viðtals við Brynjar í Kastljósi í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið notuð í pólitískum upphlaupum, og vísaði þar sérstaklega til umfjöllunar nefndarinnar um vanhæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég er ekkert að eyða tíma mínum í svona leikþætti meira en ég þarf,“ sagði Brynjar meðal annars. „Veit Brynjar þetta ekki?“ Kolbeinn segir þá að Brynjar geti einfaldlega flett upp í gögnum, séð hvenær aðgerðir voru settar á og skoðað þróun smita fyrir og eftir aðgerðir, auk þess hvernig stundum hafi þurft að herða aðgerðir þegar smittölur voru á uppleið. „Veit Brynjar þetta ekki? Eða nennti hann ekki að fletta þessu upp og finnst ekki skipta máli að vera með staðreyndir á hreinu í umræðu um þetta mál, stærsta mál sem stjórnmál og samfélag hafa þurft að takast á við síðustu áratugi?“ spyr Kolbeinn, sem segir það heppni að í ráðherrastólum sitji fólk sem taki hlutina alvarlega. „Að sóttvarnaryfirvöld hafa sýnt skynsemi og varfærni í tillögum sínum og að þjóðin hefur sýnt þá samstöðu sem komið hefur okkur í þá stöðu sem við erum í hvað faraldurinn varðar, þar sem samanburður við önnur lönd sýnir hve vel við stöndum,“ skrifar Kolbeinn að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. 24. nóvember 2020 18:40 Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. 24. nóvember 2020 14:14 „Þú vælir eins og stunginn grís“ Fjörlegar umræður sköpuðust um sóttvarnaaðgerðir á Sprengisandi í dag. 15. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. 24. nóvember 2020 18:40
Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. 24. nóvember 2020 14:14
„Þú vælir eins og stunginn grís“ Fjörlegar umræður sköpuðust um sóttvarnaaðgerðir á Sprengisandi í dag. 15. nóvember 2020 14:50