Hver hleypti úlfinum inn? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 24. nóvember 2020 19:00 Undirritaður er sveitarstjóri í fámennu sveitarfélagi vestur á fjörðum – í Súðavíkurhreppi. Samkvæmt Grænbók um stefnumörkun um málefni sveitarfélaga, sem hrundið var í framkvæmd á fyrri hluta ársins 2019, liggur fyrir að sveitarfélögum sem telja undir 1000 manns verði hugsuð þegjandi þörfin hvað varðar tilvist. Af svörum ráðherra málaflokksins um af hvaða hvötum það er kveður hann það vera af ósk meirihluta sveitarfélaga sem eru aðildarfélög Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og gott betur, hann hefur vísað til stuðnings þess sama sambands um það að full samstaða og víðtæk sé um að setja framangreind mörk á sveitarfélög, þau verði að vera með fleiri íbúa en 1000 fyrir árið 2026 en ella verði þau sameinuð öðrum. Allt í skyni hagræðingar og íbúum þeirra sjálfra fyrir bestu. Og að baki því sé samþykkt á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem afl atkvæða hafi ráðið. Þeim sem velta fyrir sér vægi smærri sveitarfélaga til þess að hafa áhrif á þessa ákvörðun á þingi má m.a. benda á stjórn sambandsins og hverjum hún er skipuð. Undirritaður hefur haft efasemdir um þessa vegferð frá upphafi aðkomu að henni og raunar fyrr, hefur aldrei hugnast sú vegferð að fara gegn sveitarfélögum með lögum. Aðför gegn sjálfsstjórn þeirra sem tryggð er bæði í sveitarstjórnarlögum og stjórnarskrá auk þess að vera tryggt í alþjóðasamþykkt; Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga sem Ísland er aðili að. Rök undirritaðs fyrir því að þetta sé rangt er sú skoðunu að í þessu felist í raun aðför að fjárráðum sem sveitarfélögum séu ætluð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aðrar hvatir séu að baki en efling sveitarstjórnarstigsins. Það séu að baki hvatir um að komast yfir þá fjármuni sem hafi ratað úr sjóðnum til fámennari sveitarfélaga og fækka þannig á jötunni og efla stærri sveitarfélög sem og samfara breytingum á tilgangi og samþykktum sjóðsins. Sveitarfélög á SV-horninu telja sig hlunnfarin af Jöfnunarsjóði og gera tilkall í úthlutun úr sjóðnum í ríkari mæli. Nú liggur fyrir að ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála hefur lagt fram fyrirspurn á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um afstöðu þeirra gagnvart 8700 milljóna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Getur verið að ráðherra hafi látið ginnast í þessa vegferð á fölskum forsendum og að eitthvað komi nú spánskt fyrir sjónir? Var tilgangur annar en forsjón og samúð með fámennum sveitarfélögum sem hafa vart getu til þess að þjónusta þegna sína á við það sem gerst þekkist og sæmir sveitarfélögum? Hver hleypti úlfinum inn? Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Súðavíkurhreppur Bragi Þór Thoroddsen Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður er sveitarstjóri í fámennu sveitarfélagi vestur á fjörðum – í Súðavíkurhreppi. Samkvæmt Grænbók um stefnumörkun um málefni sveitarfélaga, sem hrundið var í framkvæmd á fyrri hluta ársins 2019, liggur fyrir að sveitarfélögum sem telja undir 1000 manns verði hugsuð þegjandi þörfin hvað varðar tilvist. Af svörum ráðherra málaflokksins um af hvaða hvötum það er kveður hann það vera af ósk meirihluta sveitarfélaga sem eru aðildarfélög Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og gott betur, hann hefur vísað til stuðnings þess sama sambands um það að full samstaða og víðtæk sé um að setja framangreind mörk á sveitarfélög, þau verði að vera með fleiri íbúa en 1000 fyrir árið 2026 en ella verði þau sameinuð öðrum. Allt í skyni hagræðingar og íbúum þeirra sjálfra fyrir bestu. Og að baki því sé samþykkt á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem afl atkvæða hafi ráðið. Þeim sem velta fyrir sér vægi smærri sveitarfélaga til þess að hafa áhrif á þessa ákvörðun á þingi má m.a. benda á stjórn sambandsins og hverjum hún er skipuð. Undirritaður hefur haft efasemdir um þessa vegferð frá upphafi aðkomu að henni og raunar fyrr, hefur aldrei hugnast sú vegferð að fara gegn sveitarfélögum með lögum. Aðför gegn sjálfsstjórn þeirra sem tryggð er bæði í sveitarstjórnarlögum og stjórnarskrá auk þess að vera tryggt í alþjóðasamþykkt; Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga sem Ísland er aðili að. Rök undirritaðs fyrir því að þetta sé rangt er sú skoðunu að í þessu felist í raun aðför að fjárráðum sem sveitarfélögum séu ætluð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aðrar hvatir séu að baki en efling sveitarstjórnarstigsins. Það séu að baki hvatir um að komast yfir þá fjármuni sem hafi ratað úr sjóðnum til fámennari sveitarfélaga og fækka þannig á jötunni og efla stærri sveitarfélög sem og samfara breytingum á tilgangi og samþykktum sjóðsins. Sveitarfélög á SV-horninu telja sig hlunnfarin af Jöfnunarsjóði og gera tilkall í úthlutun úr sjóðnum í ríkari mæli. Nú liggur fyrir að ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála hefur lagt fram fyrirspurn á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um afstöðu þeirra gagnvart 8700 milljóna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Getur verið að ráðherra hafi látið ginnast í þessa vegferð á fölskum forsendum og að eitthvað komi nú spánskt fyrir sjónir? Var tilgangur annar en forsjón og samúð með fámennum sveitarfélögum sem hafa vart getu til þess að þjónusta þegna sína á við það sem gerst þekkist og sæmir sveitarfélögum? Hver hleypti úlfinum inn? Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun