Hver hleypti úlfinum inn? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 24. nóvember 2020 19:00 Undirritaður er sveitarstjóri í fámennu sveitarfélagi vestur á fjörðum – í Súðavíkurhreppi. Samkvæmt Grænbók um stefnumörkun um málefni sveitarfélaga, sem hrundið var í framkvæmd á fyrri hluta ársins 2019, liggur fyrir að sveitarfélögum sem telja undir 1000 manns verði hugsuð þegjandi þörfin hvað varðar tilvist. Af svörum ráðherra málaflokksins um af hvaða hvötum það er kveður hann það vera af ósk meirihluta sveitarfélaga sem eru aðildarfélög Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og gott betur, hann hefur vísað til stuðnings þess sama sambands um það að full samstaða og víðtæk sé um að setja framangreind mörk á sveitarfélög, þau verði að vera með fleiri íbúa en 1000 fyrir árið 2026 en ella verði þau sameinuð öðrum. Allt í skyni hagræðingar og íbúum þeirra sjálfra fyrir bestu. Og að baki því sé samþykkt á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem afl atkvæða hafi ráðið. Þeim sem velta fyrir sér vægi smærri sveitarfélaga til þess að hafa áhrif á þessa ákvörðun á þingi má m.a. benda á stjórn sambandsins og hverjum hún er skipuð. Undirritaður hefur haft efasemdir um þessa vegferð frá upphafi aðkomu að henni og raunar fyrr, hefur aldrei hugnast sú vegferð að fara gegn sveitarfélögum með lögum. Aðför gegn sjálfsstjórn þeirra sem tryggð er bæði í sveitarstjórnarlögum og stjórnarskrá auk þess að vera tryggt í alþjóðasamþykkt; Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga sem Ísland er aðili að. Rök undirritaðs fyrir því að þetta sé rangt er sú skoðunu að í þessu felist í raun aðför að fjárráðum sem sveitarfélögum séu ætluð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aðrar hvatir séu að baki en efling sveitarstjórnarstigsins. Það séu að baki hvatir um að komast yfir þá fjármuni sem hafi ratað úr sjóðnum til fámennari sveitarfélaga og fækka þannig á jötunni og efla stærri sveitarfélög sem og samfara breytingum á tilgangi og samþykktum sjóðsins. Sveitarfélög á SV-horninu telja sig hlunnfarin af Jöfnunarsjóði og gera tilkall í úthlutun úr sjóðnum í ríkari mæli. Nú liggur fyrir að ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála hefur lagt fram fyrirspurn á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um afstöðu þeirra gagnvart 8700 milljóna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Getur verið að ráðherra hafi látið ginnast í þessa vegferð á fölskum forsendum og að eitthvað komi nú spánskt fyrir sjónir? Var tilgangur annar en forsjón og samúð með fámennum sveitarfélögum sem hafa vart getu til þess að þjónusta þegna sína á við það sem gerst þekkist og sæmir sveitarfélögum? Hver hleypti úlfinum inn? Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Súðavíkurhreppur Bragi Þór Thoroddsen Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður er sveitarstjóri í fámennu sveitarfélagi vestur á fjörðum – í Súðavíkurhreppi. Samkvæmt Grænbók um stefnumörkun um málefni sveitarfélaga, sem hrundið var í framkvæmd á fyrri hluta ársins 2019, liggur fyrir að sveitarfélögum sem telja undir 1000 manns verði hugsuð þegjandi þörfin hvað varðar tilvist. Af svörum ráðherra málaflokksins um af hvaða hvötum það er kveður hann það vera af ósk meirihluta sveitarfélaga sem eru aðildarfélög Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og gott betur, hann hefur vísað til stuðnings þess sama sambands um það að full samstaða og víðtæk sé um að setja framangreind mörk á sveitarfélög, þau verði að vera með fleiri íbúa en 1000 fyrir árið 2026 en ella verði þau sameinuð öðrum. Allt í skyni hagræðingar og íbúum þeirra sjálfra fyrir bestu. Og að baki því sé samþykkt á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem afl atkvæða hafi ráðið. Þeim sem velta fyrir sér vægi smærri sveitarfélaga til þess að hafa áhrif á þessa ákvörðun á þingi má m.a. benda á stjórn sambandsins og hverjum hún er skipuð. Undirritaður hefur haft efasemdir um þessa vegferð frá upphafi aðkomu að henni og raunar fyrr, hefur aldrei hugnast sú vegferð að fara gegn sveitarfélögum með lögum. Aðför gegn sjálfsstjórn þeirra sem tryggð er bæði í sveitarstjórnarlögum og stjórnarskrá auk þess að vera tryggt í alþjóðasamþykkt; Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga sem Ísland er aðili að. Rök undirritaðs fyrir því að þetta sé rangt er sú skoðunu að í þessu felist í raun aðför að fjárráðum sem sveitarfélögum séu ætluð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aðrar hvatir séu að baki en efling sveitarstjórnarstigsins. Það séu að baki hvatir um að komast yfir þá fjármuni sem hafi ratað úr sjóðnum til fámennari sveitarfélaga og fækka þannig á jötunni og efla stærri sveitarfélög sem og samfara breytingum á tilgangi og samþykktum sjóðsins. Sveitarfélög á SV-horninu telja sig hlunnfarin af Jöfnunarsjóði og gera tilkall í úthlutun úr sjóðnum í ríkari mæli. Nú liggur fyrir að ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála hefur lagt fram fyrirspurn á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um afstöðu þeirra gagnvart 8700 milljóna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Getur verið að ráðherra hafi látið ginnast í þessa vegferð á fölskum forsendum og að eitthvað komi nú spánskt fyrir sjónir? Var tilgangur annar en forsjón og samúð með fámennum sveitarfélögum sem hafa vart getu til þess að þjónusta þegna sína á við það sem gerst þekkist og sæmir sveitarfélögum? Hver hleypti úlfinum inn? Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun