Johnson sagður hafa reynt að útvatna skýrslu um framferði ráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 12:04 Johnson lýsti í gær stuðningi við Priti Patel, innanríkisráðherra, þrátt fyrir að sérfræðingur í siðareglum ráðherra hefði komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið reglurnar með framkomu sinni við starfsfólk ráðuneytis síns. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa reynt að útvatna niðurstöður skýrslu ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra um að innanríkisráðherrann hafi lagt starfsmenn ráðuneytis síns í einelti. Ráðgjafinn sagði af sér eftir að Johnson lýsti yfir trausti á innanríkisráðherrann í gær. Priti Patel, innanríkisráðherra, var talin hafa brotið siðareglur ráðherra með því að öskra á starfsfólk og hóta því. Alex Allan, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í siðareglum ráðherra, taldi Patel hafa sýnt af sér eineltistilburði. Hann lét af störfum þegar Johnson sagðist styðja Patel. Breska ríkisútvarpið BBC og dagblaðið Times greina frá því í dag að Johnson hafi reynt að sannfæra Allan um að tóna niður niðurstöður sínar um Patel en án árangurs. Sérstaklega hafi Johnson viljað að Allan talaði ekki um að í hegðun Patel hafi falist kúgunar- eða eineltistilburðir, að sögn Reuters-fréttastofunnara. Talskona Johnson segir að hann hafi rætt við Allan til að skilja málefnin sem voru til umfjöllunar. Ályktanir í skýrslu Allan séu að öllu leyti hans. Umrót hefur verið í ríkisstjórn Johnson að undanförnu. Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi hans og einn hugmyndafræðinga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins, lét af störfum í síðustu viku eftir harðar innanhússdeilur á stjórnarheimilinu. Johnson var meðal annars sagður hafa verið ósáttur við að Cummings og samskiptastjóri Downing-strætis 10 hafi verið gjarnir á að tala við fjölmiðla á laun, í sumum tilfellum til að koma höggi á Carrie Symonds, unnustu forsætisráðherrans. Bretland Tengdar fréttir Yfirmaður siðanefndar segir af sér eftir að Johnson lýsti stuðningi við ráðherra Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. 20. nóvember 2020 12:25 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa reynt að útvatna niðurstöður skýrslu ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra um að innanríkisráðherrann hafi lagt starfsmenn ráðuneytis síns í einelti. Ráðgjafinn sagði af sér eftir að Johnson lýsti yfir trausti á innanríkisráðherrann í gær. Priti Patel, innanríkisráðherra, var talin hafa brotið siðareglur ráðherra með því að öskra á starfsfólk og hóta því. Alex Allan, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í siðareglum ráðherra, taldi Patel hafa sýnt af sér eineltistilburði. Hann lét af störfum þegar Johnson sagðist styðja Patel. Breska ríkisútvarpið BBC og dagblaðið Times greina frá því í dag að Johnson hafi reynt að sannfæra Allan um að tóna niður niðurstöður sínar um Patel en án árangurs. Sérstaklega hafi Johnson viljað að Allan talaði ekki um að í hegðun Patel hafi falist kúgunar- eða eineltistilburðir, að sögn Reuters-fréttastofunnara. Talskona Johnson segir að hann hafi rætt við Allan til að skilja málefnin sem voru til umfjöllunar. Ályktanir í skýrslu Allan séu að öllu leyti hans. Umrót hefur verið í ríkisstjórn Johnson að undanförnu. Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi hans og einn hugmyndafræðinga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins, lét af störfum í síðustu viku eftir harðar innanhússdeilur á stjórnarheimilinu. Johnson var meðal annars sagður hafa verið ósáttur við að Cummings og samskiptastjóri Downing-strætis 10 hafi verið gjarnir á að tala við fjölmiðla á laun, í sumum tilfellum til að koma höggi á Carrie Symonds, unnustu forsætisráðherrans.
Bretland Tengdar fréttir Yfirmaður siðanefndar segir af sér eftir að Johnson lýsti stuðningi við ráðherra Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. 20. nóvember 2020 12:25 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Yfirmaður siðanefndar segir af sér eftir að Johnson lýsti stuðningi við ráðherra Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. 20. nóvember 2020 12:25
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent