Áhyggjulaust ævikvöld Jón Ívar Einarsson skrifar 20. nóvember 2020 20:30 Stórslysið á Landakoti þar sem 13 einstaklingar létust hefur beint athyglinni að aðbúnaði aldraðra á Íslandi. Því miður hafa þessi mál lengi verið í lamasessi. Það vakti athygli að heilbrigðisráðherra nefndi í framhaldinu að þetta sýndi fram á hversu mikilvægt það er að byggja nýjan Landspítala. Vissulega er það mikilvægt og fyrir löngu tímabært, en hins vegar vita þeir sem til þekkja að bygging nýs Landspítala leysir ekki þetta vandamál því langflestir sjúklingar Landakots hefðu ekki legið inn á nýja meðferðarkjarna LSP. Maður hefði haldið að ráðherra heilbrigðismála vissi betur. Nú hefur verið sett af stað vinna við nýja þarfagreiningu fyrir hina nýju byggingu LSP, þar sem sú síðasta var gerð fyrir 12 árum síðan. Það er áhugavert að sjá það gerast þegar meðferðarkjarninn er í byggingu, en gott og vel, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Pálmi Jónsson yfirlæknir og prófessor öldrunarlækninga á Landspítala rifjar upp í aðsendri grein í Morgunblaðinu tillögur um að byggja nýtt hús við Hringbraut til að hýsa virka starfsemi öldrunarlækninga. Þetta húsnæði þyrfti að geta hýst 80-100 sjúklinga. Þetta er góð ábending. Húsnæði Landakots er löngu úr sér gengið og hentar ekki til starfsemi sem þessarar. Það hefur úttekt LSH í kjölfar hópsýkingarinnar leitt í ljós. Nú er tækifæri til að búa mynduglega að eldri borgurum þessa lands og ég skora á stjórnvöld að skoða þennan kost af alvöru. Til skemmri tíma þarf hins vegar aðrar lausnir. Það er ljóst að húsnæði Landakots og raunar líka Vífilsstaða hentar ekki og er í raun hættulegt þessum einstaklingum í miðjum heimsfaraldri. Það virðist einsýnt að ríkið hafi ekki getu eða burði til að sinna þessu verkefni til skamms tíma. Heilsuvernd, Sóltún og fleiri aðilar hafa boðið fram þjónustu sína, húsnæði og þjálfað starfsfólk, og bauð Sóltún upp á rými fyrir 77 einstaklinga og Heilsuvernd bauð rými fyrir 100 einstaklinga, reyndar til langs tíma og sem framtíðarlausn. Formaður Velferðarnefndar lét hafa það eftir sér í síðasta mánuði að hún skildi ekki hvað tefur ákvarðanatöku ríkisins um að ganga til samninga við Heilsuvernd því þetta fyrirkomulag myndi ekki bara leysa “fráflæðivanda” heldur líka spara ríkinu talsverða fjármuni. Nú spyr ég aftur, hvað tefur? Það eru liðin 5 ár síðan Heilsuvernd bauð fyrst upp á þessa lausn. Heilbrigðisráðherra sagði nýlega eftirfarandi “mín afstaða er sú að það sé mikilvægast að uppfylla nútímakröfur og að við slökum ekki á kröfum fyrir þennan hóp frekar en aðra hópa.” Um það geta allir verið sammála, en var ekki einmitt slakað á kröfum fyrir þennan hóp á Landakoti í illa loftræstu rými þar sem eru fjölbýli með sameiginleg salerni osfrv? Ég skora á stjórnvöld að ganga hratt og örugglega í þá vinnu að ljúka samningum við þessa aðila til að tryggja öryggi okkar eldri borgara. Sú vinna þolir enga bið enda er hætta á að hið ófullnægjandi húsnæði sem nú er boðið upp á geti aukið líkur á frekari hópsmitum hjá þessum viðkvæma hópi. Hagsmunir sjúklinga eiga að vega þyngst, en ekki hvort þjónustan komi frá ríki eða einkaaðilum. Þetta er mikilvægur hluti þess að vernda áhættuhópa, sennilega sá mikilvægasti, eins og 15% dánarhlutfall smitaðra á Landakoti ber vott um. Að endingu, þá snýst aðbúnaður eldri borgara um val okkar allra. Við höfum sem samfélag ákveðið að eldri borgarar þessa lands eyði síðustu æviárunum við aðstæður sem við myndum flest ekki vilja láta bjóða okkur. Myndir þú lesandi góður vilja eyða síðustu árunum í litlu herbergi með öðrum veikum einstaklingi sem þú þekkir ekki og nýta sama baðherbergi og hann/hún og etv fleiri? Viltu gera það í miðjum heimsfaraldri? Afi minn og uppeldisfaðir, Jón Einarsson, átti afmæli í dag 20 nóvember. Ég man þegar sá tími var kominn að hann gat ekki verið lengur heima vegna veikinda og honum var boðin vist í þeim aðstæðum sem lýst er að ofan. Hann, verandi af gamla skólanum, hefði látið bjóða sér þetta en við, aðstandendur hans, gátum það ekki. Sem betur fer tókst okkur að berjast fyrir því að hann fengi einbýli á Sóltúni þar sem hann eyddi sínum síðustu ævidögum og fékk þar frábæra umönnun og aðbúnað. Við endum flest á þessum stað ef okkur endist ævin til. Gerum við okkur sáttmála sem samfélag um þá lágmarks aðstöðu sem við viljum hafa fyrir okkur öll á þessum tíma. Persónulega finnst mér að einbýli með eigin salernisaðstöðu séu lágmarks mannréttindi. Það ásamt öflugri endurhæfingu og greiðu aðgengi að bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu á að vera leiðarljós og markmið okkar sem samfélag þegar við tryggjum sem flestum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er prófessor við læknadeild Harvard. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24 Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Stórslysið á Landakoti þar sem 13 einstaklingar létust hefur beint athyglinni að aðbúnaði aldraðra á Íslandi. Því miður hafa þessi mál lengi verið í lamasessi. Það vakti athygli að heilbrigðisráðherra nefndi í framhaldinu að þetta sýndi fram á hversu mikilvægt það er að byggja nýjan Landspítala. Vissulega er það mikilvægt og fyrir löngu tímabært, en hins vegar vita þeir sem til þekkja að bygging nýs Landspítala leysir ekki þetta vandamál því langflestir sjúklingar Landakots hefðu ekki legið inn á nýja meðferðarkjarna LSP. Maður hefði haldið að ráðherra heilbrigðismála vissi betur. Nú hefur verið sett af stað vinna við nýja þarfagreiningu fyrir hina nýju byggingu LSP, þar sem sú síðasta var gerð fyrir 12 árum síðan. Það er áhugavert að sjá það gerast þegar meðferðarkjarninn er í byggingu, en gott og vel, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Pálmi Jónsson yfirlæknir og prófessor öldrunarlækninga á Landspítala rifjar upp í aðsendri grein í Morgunblaðinu tillögur um að byggja nýtt hús við Hringbraut til að hýsa virka starfsemi öldrunarlækninga. Þetta húsnæði þyrfti að geta hýst 80-100 sjúklinga. Þetta er góð ábending. Húsnæði Landakots er löngu úr sér gengið og hentar ekki til starfsemi sem þessarar. Það hefur úttekt LSH í kjölfar hópsýkingarinnar leitt í ljós. Nú er tækifæri til að búa mynduglega að eldri borgurum þessa lands og ég skora á stjórnvöld að skoða þennan kost af alvöru. Til skemmri tíma þarf hins vegar aðrar lausnir. Það er ljóst að húsnæði Landakots og raunar líka Vífilsstaða hentar ekki og er í raun hættulegt þessum einstaklingum í miðjum heimsfaraldri. Það virðist einsýnt að ríkið hafi ekki getu eða burði til að sinna þessu verkefni til skamms tíma. Heilsuvernd, Sóltún og fleiri aðilar hafa boðið fram þjónustu sína, húsnæði og þjálfað starfsfólk, og bauð Sóltún upp á rými fyrir 77 einstaklinga og Heilsuvernd bauð rými fyrir 100 einstaklinga, reyndar til langs tíma og sem framtíðarlausn. Formaður Velferðarnefndar lét hafa það eftir sér í síðasta mánuði að hún skildi ekki hvað tefur ákvarðanatöku ríkisins um að ganga til samninga við Heilsuvernd því þetta fyrirkomulag myndi ekki bara leysa “fráflæðivanda” heldur líka spara ríkinu talsverða fjármuni. Nú spyr ég aftur, hvað tefur? Það eru liðin 5 ár síðan Heilsuvernd bauð fyrst upp á þessa lausn. Heilbrigðisráðherra sagði nýlega eftirfarandi “mín afstaða er sú að það sé mikilvægast að uppfylla nútímakröfur og að við slökum ekki á kröfum fyrir þennan hóp frekar en aðra hópa.” Um það geta allir verið sammála, en var ekki einmitt slakað á kröfum fyrir þennan hóp á Landakoti í illa loftræstu rými þar sem eru fjölbýli með sameiginleg salerni osfrv? Ég skora á stjórnvöld að ganga hratt og örugglega í þá vinnu að ljúka samningum við þessa aðila til að tryggja öryggi okkar eldri borgara. Sú vinna þolir enga bið enda er hætta á að hið ófullnægjandi húsnæði sem nú er boðið upp á geti aukið líkur á frekari hópsmitum hjá þessum viðkvæma hópi. Hagsmunir sjúklinga eiga að vega þyngst, en ekki hvort þjónustan komi frá ríki eða einkaaðilum. Þetta er mikilvægur hluti þess að vernda áhættuhópa, sennilega sá mikilvægasti, eins og 15% dánarhlutfall smitaðra á Landakoti ber vott um. Að endingu, þá snýst aðbúnaður eldri borgara um val okkar allra. Við höfum sem samfélag ákveðið að eldri borgarar þessa lands eyði síðustu æviárunum við aðstæður sem við myndum flest ekki vilja láta bjóða okkur. Myndir þú lesandi góður vilja eyða síðustu árunum í litlu herbergi með öðrum veikum einstaklingi sem þú þekkir ekki og nýta sama baðherbergi og hann/hún og etv fleiri? Viltu gera það í miðjum heimsfaraldri? Afi minn og uppeldisfaðir, Jón Einarsson, átti afmæli í dag 20 nóvember. Ég man þegar sá tími var kominn að hann gat ekki verið lengur heima vegna veikinda og honum var boðin vist í þeim aðstæðum sem lýst er að ofan. Hann, verandi af gamla skólanum, hefði látið bjóða sér þetta en við, aðstandendur hans, gátum það ekki. Sem betur fer tókst okkur að berjast fyrir því að hann fengi einbýli á Sóltúni þar sem hann eyddi sínum síðustu ævidögum og fékk þar frábæra umönnun og aðbúnað. Við endum flest á þessum stað ef okkur endist ævin til. Gerum við okkur sáttmála sem samfélag um þá lágmarks aðstöðu sem við viljum hafa fyrir okkur öll á þessum tíma. Persónulega finnst mér að einbýli með eigin salernisaðstöðu séu lágmarks mannréttindi. Það ásamt öflugri endurhæfingu og greiðu aðgengi að bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu á að vera leiðarljós og markmið okkar sem samfélag þegar við tryggjum sem flestum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er prófessor við læknadeild Harvard.
Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24
Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun