Bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland í höfn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 17:39 Bretland mun segja skilið við innri markað Evrópu um áramótin en með nýjum bráðabirgðafríverslunarsamningi milli Bretlands, Íslands og Noregs munu viðskipti milli ríkjanna halda smurt áfram þar til fríverslunarsamningur er í höfn. EPA-EFE/ANDY RAIN Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. Samkomulagið komst á 23. október síðastliðinn en hann var áritaður í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðsins. Bráðabirgðasamningurinn tryggir að viðskipti milli ríkjanna munu halda áfram óheft, þrátt fyrir að Bretland segi skilið við innri markað Evrópu á miðnætti þann 31. desember næstkomandi. Samningurinn tryggir meðal annars að tollar verða ekki hækkaðir á vörum þrátt fyrir að Bretland yfirgefi innri markaðinn. Í dag er Bretland enn aðili að innri markaði Evrópu vegna aðildar Bretlands að Evrópusambandinu. Það mun þó breytast um áramót, þegar Bretland segir formlega skilið við sambandið. Ísland á einnig aðild að innri markaðnum vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að bráðabirgðasamningurinn sé byggður á samningi sem Noregur og Bretland samþykktu í apríl 2019 og var hann gerður til þess að fríverslun væri tryggð milli ríkjanna kæmi til þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings. Enn á eftir að fara í gegn um formlega ferla áður en samningurinn verður undirritaður af ríkjunum þremur en gert er ráð fyrir því að það verði gert um miðjan desembermánuð. Enn standa yfir viðræður milli Bretlands, Noregs, Íslands og Liechtenstein um nýjan fríverslunarsamning. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að þrátt fyrir að samningurinn verði yfirgripsmikill muni hann aldrei koma í stað EES samningsins. Ríkin verði því að búa sig undir það að eiga í annars konar fríverslunarsambandi við Bretland en áður. Bretland Noregur Liechtenstein Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. Samkomulagið komst á 23. október síðastliðinn en hann var áritaður í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðsins. Bráðabirgðasamningurinn tryggir að viðskipti milli ríkjanna munu halda áfram óheft, þrátt fyrir að Bretland segi skilið við innri markað Evrópu á miðnætti þann 31. desember næstkomandi. Samningurinn tryggir meðal annars að tollar verða ekki hækkaðir á vörum þrátt fyrir að Bretland yfirgefi innri markaðinn. Í dag er Bretland enn aðili að innri markaði Evrópu vegna aðildar Bretlands að Evrópusambandinu. Það mun þó breytast um áramót, þegar Bretland segir formlega skilið við sambandið. Ísland á einnig aðild að innri markaðnum vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að bráðabirgðasamningurinn sé byggður á samningi sem Noregur og Bretland samþykktu í apríl 2019 og var hann gerður til þess að fríverslun væri tryggð milli ríkjanna kæmi til þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings. Enn á eftir að fara í gegn um formlega ferla áður en samningurinn verður undirritaður af ríkjunum þremur en gert er ráð fyrir því að það verði gert um miðjan desembermánuð. Enn standa yfir viðræður milli Bretlands, Noregs, Íslands og Liechtenstein um nýjan fríverslunarsamning. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að þrátt fyrir að samningurinn verði yfirgripsmikill muni hann aldrei koma í stað EES samningsins. Ríkin verði því að búa sig undir það að eiga í annars konar fríverslunarsambandi við Bretland en áður.
Bretland Noregur Liechtenstein Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02
Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00