Er þétting byggðar loftslagsmál? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2020 09:01 Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag. Eitt af því er að horfa til framtíðar þegar skipulag borga og þéttbýlla svæða er ákveðið. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin, í gegnum meirihlutasamstarf, unnið markvisst við að skipuleggja Reykjavík til framtíðar í gegnum aðalskipulag borgarinnar og flétta inn í hana m.a. loftslagstefnu sem samþykkt var árið 2016. Þar er mikilvæg framtíðarsýn tekin og römmuð inn fyrir næstu áratugina með sjálfbærni að leiðarljósi. Þétting byggðar er einnig loftslagsmál. Þessi dægrin er verið að kynna viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 til 2040 og hvet ég borgarbúa til að kynna sér það. Reykjavík er höfuðborg okkar allra Höfuðborgir eins og Reykjavík, eru miðborgir mannlífs, fjölbreytileika, menningar og lista. Þar finnst framsækið atvinnulíf og nýsköpun, eru miðstöðvar fjárfestinga, hjarta stjórnsýslu, löggjafarvalds og dómsvalds ásamt því að vera svæði rannsókna og þekkingar innan háskólasamfélagsins samhliða að annast móttöku ferðamanna og innviðum tengdum ferðaþjónustu. Hlutverk höfuðborgarinnar er því fjölþætt en ásamt þessu öllu þarf að huga að þróun íbúa samsetningar og fjölgun íbúa. Á komandi árum mun landsmönnum fjölga en þróun íbúafjölda Reykjavíkur ræðst af mörgum þáttum eins og efnahagsþróun, húsnæðisframboði og atvinnumálum. Nýjustu útreikningar, er birtast í kynningardrögum fyrir aðalskipulag borgarinnar 2030 með framlengingu til 2040, gera ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði orðnir 149 þúsund árið 2030. Til að borgin geti haldið áfram að dafna sem höfuðborg og vaxið með þarfir komandi kynslóða í huga þarf að gera ráð fyrir allt að 1000 íbúðum á ári en á sama tíma þurfum við, sem samfélag, að standa við skuldbindingar um kolefnislaust Ísland árið 2040. Þétting í borg - fyrir loftslagið Hvernig er hægt að kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnisspor uppbyggingar en á sama tíma bjóða upp á þjónustu sem höfuðborg þarf að geta veitt? Svarið felst meðal annars í þéttingu byggðar, byggja og búa þéttar, nýta betur það land sem nú þegar er undir byggð, hugsa upp á nýtt hvernig núverandi húsnæði og aðrir innviðir eru notaðir. Með því að þétta byggð er landsvæðið sem er á jaðri byggðar borgarinnar haldið óröskuðu og hægt að halda náttúrunni og fjölbreytileika hennar ósnortinni. Þétting byggðar getur líka dregið úr kolefnisspori uppbyggingar. Greta Thurnberg fangaði athygli margra með mótmælum sínum fyrir loftslagið. Andi hennar svífur yfir mörgum neytendanum í hversdagsleikanum þegar hugað er kolefnissporinu, t.d. við kaup á nýrri vöru, endurnýtingu, vistvænum samgöngum eða matarsóun. Þessa sömu hugsun er verið að taka inn í uppbyggingu Reykjavíkurborgar í gegnum Græna planið og í viðauka við framlengingu Aðalskipulags borgarinnar til 2040. Þar er spurt hvort gæðin liggi alltaf í stærð og umfangi steypunnar? Viljum við halda áfram að auka fermetra íbúðarhúsnæðis á íbúa? Hvernig getum við nýtt húsnæði betur? Hvað viljum við mikið pláss fyrir bíla, bílastæði og umferðarmannvirki? Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar og innviðum þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar. Markmiðið er að gera Reykjavík að sjálfbærri og vistvænni borg. Þétting byggðar er loftslagsmál og er borgin að stíga mikilvægt skref að vistvænni framtíð með nýju aðalskipulagi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Loftslagsmál Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag. Eitt af því er að horfa til framtíðar þegar skipulag borga og þéttbýlla svæða er ákveðið. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin, í gegnum meirihlutasamstarf, unnið markvisst við að skipuleggja Reykjavík til framtíðar í gegnum aðalskipulag borgarinnar og flétta inn í hana m.a. loftslagstefnu sem samþykkt var árið 2016. Þar er mikilvæg framtíðarsýn tekin og römmuð inn fyrir næstu áratugina með sjálfbærni að leiðarljósi. Þétting byggðar er einnig loftslagsmál. Þessi dægrin er verið að kynna viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 til 2040 og hvet ég borgarbúa til að kynna sér það. Reykjavík er höfuðborg okkar allra Höfuðborgir eins og Reykjavík, eru miðborgir mannlífs, fjölbreytileika, menningar og lista. Þar finnst framsækið atvinnulíf og nýsköpun, eru miðstöðvar fjárfestinga, hjarta stjórnsýslu, löggjafarvalds og dómsvalds ásamt því að vera svæði rannsókna og þekkingar innan háskólasamfélagsins samhliða að annast móttöku ferðamanna og innviðum tengdum ferðaþjónustu. Hlutverk höfuðborgarinnar er því fjölþætt en ásamt þessu öllu þarf að huga að þróun íbúa samsetningar og fjölgun íbúa. Á komandi árum mun landsmönnum fjölga en þróun íbúafjölda Reykjavíkur ræðst af mörgum þáttum eins og efnahagsþróun, húsnæðisframboði og atvinnumálum. Nýjustu útreikningar, er birtast í kynningardrögum fyrir aðalskipulag borgarinnar 2030 með framlengingu til 2040, gera ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði orðnir 149 þúsund árið 2030. Til að borgin geti haldið áfram að dafna sem höfuðborg og vaxið með þarfir komandi kynslóða í huga þarf að gera ráð fyrir allt að 1000 íbúðum á ári en á sama tíma þurfum við, sem samfélag, að standa við skuldbindingar um kolefnislaust Ísland árið 2040. Þétting í borg - fyrir loftslagið Hvernig er hægt að kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnisspor uppbyggingar en á sama tíma bjóða upp á þjónustu sem höfuðborg þarf að geta veitt? Svarið felst meðal annars í þéttingu byggðar, byggja og búa þéttar, nýta betur það land sem nú þegar er undir byggð, hugsa upp á nýtt hvernig núverandi húsnæði og aðrir innviðir eru notaðir. Með því að þétta byggð er landsvæðið sem er á jaðri byggðar borgarinnar haldið óröskuðu og hægt að halda náttúrunni og fjölbreytileika hennar ósnortinni. Þétting byggðar getur líka dregið úr kolefnisspori uppbyggingar. Greta Thurnberg fangaði athygli margra með mótmælum sínum fyrir loftslagið. Andi hennar svífur yfir mörgum neytendanum í hversdagsleikanum þegar hugað er kolefnissporinu, t.d. við kaup á nýrri vöru, endurnýtingu, vistvænum samgöngum eða matarsóun. Þessa sömu hugsun er verið að taka inn í uppbyggingu Reykjavíkurborgar í gegnum Græna planið og í viðauka við framlengingu Aðalskipulags borgarinnar til 2040. Þar er spurt hvort gæðin liggi alltaf í stærð og umfangi steypunnar? Viljum við halda áfram að auka fermetra íbúðarhúsnæðis á íbúa? Hvernig getum við nýtt húsnæði betur? Hvað viljum við mikið pláss fyrir bíla, bílastæði og umferðarmannvirki? Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar og innviðum þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar. Markmiðið er að gera Reykjavík að sjálfbærri og vistvænni borg. Þétting byggðar er loftslagsmál og er borgin að stíga mikilvægt skref að vistvænni framtíð með nýju aðalskipulagi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun