Halldór stýrir Barein á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2020 10:31 Halldór Sigfússon tók við karlaliði Selfoss fyrir þetta tímabil. vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon mun stýra Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í janúar. Bareina vantaði þjálfara eftir að Þjóðverjinn Michael Roth var látinn taka pokann sinn og leituðu til Halldórs. Hann þekkir ágætlega til í bareinskum handbolta en hann þjálfaði um tíma U-19 og U-21 árs landslið karla áður en honum var sagt upp þar í fyrra. Halldór hefur verið þjálfari karlaliðs Selfoss frá því í sumar en fékk grænt ljós frá Selfyssingum til að stýra Barein á HM. Halldór fetar þar með í fótspor Guðmundar Guðmundssonar og Arons Kristjánssonar sem stýrðu áður bareinska landsliðinu. Sá síðastnefndi stýrði Barein t.a.m. á HM 2019 og kom liðinu á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða haldnir á næsta ári. Aron Kristjánsson gerði góða hluti með bareinska landsliðið.getty/Lars Ronbog „Þetta kom bara til mín á mánudaginn og þá var mér boðið að taka við liðinu í tvo mánuði, fram yfir HM. Selfyssingar voru mjög skilningsríkir, sérstaklega í ljósi aðstæðna með deildina hérna heima, að gefa mér þetta tækifæri, að stjórna liði á HM. Það er mikill heiður fyrir mig og frábært tækifæri. Selfyssingar gáfu mig lausan í tvo mánuði þannig ég gæti tekið þetta verkefni að mér,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Gummi Gumm og Aron unnu frábært starf þarna og ég var líka með yngri landsliðin. Þeir þekkja mín vinnubrögð og vinnubrögð Íslendinganna. Við erum hátt skrifaðir hjá þeim. Það er mikill heiður fyrir okkur sem handboltaþjóð að svo sé. Ég missti aldrei sambandið við framkvæmdastjóra bareinska handknattleikssambandsins. Ástæða brottvikningar minnar á sínum tíma hafði ekkert með handbolta að gera, þetta snerist meira um peningamál og annað. Ég var tilbúinn að taka þetta verkefni að mér með þeim fyrirvara að Selfoss gæti gefið mig lausan í tvo mánuði. Þetta er gert í fullu samstarfi við þá.“ Fyrsti leikur Barein á HM er gegn heimsmeisturum Danmerkur 15. janúar. Auk þeirra eru Argentína og Kongó í D-riðli heimsmeistaramótsins. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. „Það er mjög stórt að fara á heimsmeistaramót. Þetta er hörkuverkefni og gríðarlega mikil reynsla fyrir mig,“ sagði Halldór og bætti við að hann þekkti marga leikmenn bareinska sambandsins, frá því hann þjálfaði yngri landslið Barein og var Aroni innan handar með A-landsliðið. Úr leik Barein og Íslands á HM 2019.getty/TF-Images Að sögn Halldórs á Barein að spila nokkra æfingaleiki fyrir HM sem hefst 13. janúar næstkomandi. Eins og staðan er núna er æfingaleikur gegn Egyptalandi í desember á dagskránni sem og mót milli jóla og nýárs í Póllandi og tveir æfingaleikir gegn Alsír á heimavelli í byrjun janúar. Það gæti þó breyst vegna ástandsins í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og áður sagði eru Bareinar komnir inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Samningur Halldórs við bareinska handknattleikssambandið gildir bara fram yfir HM en hann neitar því ekki að það yrði spennandi að stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Það kemur í ljós eftir þetta verkefni. Það var bara samkomulag að ræða það ekkert frekar fyrr en seinna. Auðvitað er það gríðarlega spennandi en ég vildi ekki horfa of langt fram í tímann. Ég er samningsbundinn Selfossi og það er alveg nóg að hugsa um þetta verkefni í bili,“ sagði Halldór. Fjórir íslenskir þjálfarar verða á HM í Egyptalandi. Halldór með Barein, Guðmundur Guðmundsson með Ísland, Dagur Sigurðsson með Japan og Alfreð Gíslason með Þýskaland. HM 2021 í handbolta Barein Olís-deild karla UMF Selfoss Íslendingar erlendis Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Halldór Sigfússon mun stýra Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í janúar. Bareina vantaði þjálfara eftir að Þjóðverjinn Michael Roth var látinn taka pokann sinn og leituðu til Halldórs. Hann þekkir ágætlega til í bareinskum handbolta en hann þjálfaði um tíma U-19 og U-21 árs landslið karla áður en honum var sagt upp þar í fyrra. Halldór hefur verið þjálfari karlaliðs Selfoss frá því í sumar en fékk grænt ljós frá Selfyssingum til að stýra Barein á HM. Halldór fetar þar með í fótspor Guðmundar Guðmundssonar og Arons Kristjánssonar sem stýrðu áður bareinska landsliðinu. Sá síðastnefndi stýrði Barein t.a.m. á HM 2019 og kom liðinu á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða haldnir á næsta ári. Aron Kristjánsson gerði góða hluti með bareinska landsliðið.getty/Lars Ronbog „Þetta kom bara til mín á mánudaginn og þá var mér boðið að taka við liðinu í tvo mánuði, fram yfir HM. Selfyssingar voru mjög skilningsríkir, sérstaklega í ljósi aðstæðna með deildina hérna heima, að gefa mér þetta tækifæri, að stjórna liði á HM. Það er mikill heiður fyrir mig og frábært tækifæri. Selfyssingar gáfu mig lausan í tvo mánuði þannig ég gæti tekið þetta verkefni að mér,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Gummi Gumm og Aron unnu frábært starf þarna og ég var líka með yngri landsliðin. Þeir þekkja mín vinnubrögð og vinnubrögð Íslendinganna. Við erum hátt skrifaðir hjá þeim. Það er mikill heiður fyrir okkur sem handboltaþjóð að svo sé. Ég missti aldrei sambandið við framkvæmdastjóra bareinska handknattleikssambandsins. Ástæða brottvikningar minnar á sínum tíma hafði ekkert með handbolta að gera, þetta snerist meira um peningamál og annað. Ég var tilbúinn að taka þetta verkefni að mér með þeim fyrirvara að Selfoss gæti gefið mig lausan í tvo mánuði. Þetta er gert í fullu samstarfi við þá.“ Fyrsti leikur Barein á HM er gegn heimsmeisturum Danmerkur 15. janúar. Auk þeirra eru Argentína og Kongó í D-riðli heimsmeistaramótsins. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. „Það er mjög stórt að fara á heimsmeistaramót. Þetta er hörkuverkefni og gríðarlega mikil reynsla fyrir mig,“ sagði Halldór og bætti við að hann þekkti marga leikmenn bareinska sambandsins, frá því hann þjálfaði yngri landslið Barein og var Aroni innan handar með A-landsliðið. Úr leik Barein og Íslands á HM 2019.getty/TF-Images Að sögn Halldórs á Barein að spila nokkra æfingaleiki fyrir HM sem hefst 13. janúar næstkomandi. Eins og staðan er núna er æfingaleikur gegn Egyptalandi í desember á dagskránni sem og mót milli jóla og nýárs í Póllandi og tveir æfingaleikir gegn Alsír á heimavelli í byrjun janúar. Það gæti þó breyst vegna ástandsins í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og áður sagði eru Bareinar komnir inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Samningur Halldórs við bareinska handknattleikssambandið gildir bara fram yfir HM en hann neitar því ekki að það yrði spennandi að stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Það kemur í ljós eftir þetta verkefni. Það var bara samkomulag að ræða það ekkert frekar fyrr en seinna. Auðvitað er það gríðarlega spennandi en ég vildi ekki horfa of langt fram í tímann. Ég er samningsbundinn Selfossi og það er alveg nóg að hugsa um þetta verkefni í bili,“ sagði Halldór. Fjórir íslenskir þjálfarar verða á HM í Egyptalandi. Halldór með Barein, Guðmundur Guðmundsson með Ísland, Dagur Sigurðsson með Japan og Alfreð Gíslason með Þýskaland.
HM 2021 í handbolta Barein Olís-deild karla UMF Selfoss Íslendingar erlendis Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira