Halldór stýrir Barein á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2020 10:31 Halldór Sigfússon tók við karlaliði Selfoss fyrir þetta tímabil. vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon mun stýra Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í janúar. Bareina vantaði þjálfara eftir að Þjóðverjinn Michael Roth var látinn taka pokann sinn og leituðu til Halldórs. Hann þekkir ágætlega til í bareinskum handbolta en hann þjálfaði um tíma U-19 og U-21 árs landslið karla áður en honum var sagt upp þar í fyrra. Halldór hefur verið þjálfari karlaliðs Selfoss frá því í sumar en fékk grænt ljós frá Selfyssingum til að stýra Barein á HM. Halldór fetar þar með í fótspor Guðmundar Guðmundssonar og Arons Kristjánssonar sem stýrðu áður bareinska landsliðinu. Sá síðastnefndi stýrði Barein t.a.m. á HM 2019 og kom liðinu á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða haldnir á næsta ári. Aron Kristjánsson gerði góða hluti með bareinska landsliðið.getty/Lars Ronbog „Þetta kom bara til mín á mánudaginn og þá var mér boðið að taka við liðinu í tvo mánuði, fram yfir HM. Selfyssingar voru mjög skilningsríkir, sérstaklega í ljósi aðstæðna með deildina hérna heima, að gefa mér þetta tækifæri, að stjórna liði á HM. Það er mikill heiður fyrir mig og frábært tækifæri. Selfyssingar gáfu mig lausan í tvo mánuði þannig ég gæti tekið þetta verkefni að mér,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Gummi Gumm og Aron unnu frábært starf þarna og ég var líka með yngri landsliðin. Þeir þekkja mín vinnubrögð og vinnubrögð Íslendinganna. Við erum hátt skrifaðir hjá þeim. Það er mikill heiður fyrir okkur sem handboltaþjóð að svo sé. Ég missti aldrei sambandið við framkvæmdastjóra bareinska handknattleikssambandsins. Ástæða brottvikningar minnar á sínum tíma hafði ekkert með handbolta að gera, þetta snerist meira um peningamál og annað. Ég var tilbúinn að taka þetta verkefni að mér með þeim fyrirvara að Selfoss gæti gefið mig lausan í tvo mánuði. Þetta er gert í fullu samstarfi við þá.“ Fyrsti leikur Barein á HM er gegn heimsmeisturum Danmerkur 15. janúar. Auk þeirra eru Argentína og Kongó í D-riðli heimsmeistaramótsins. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. „Það er mjög stórt að fara á heimsmeistaramót. Þetta er hörkuverkefni og gríðarlega mikil reynsla fyrir mig,“ sagði Halldór og bætti við að hann þekkti marga leikmenn bareinska sambandsins, frá því hann þjálfaði yngri landslið Barein og var Aroni innan handar með A-landsliðið. Úr leik Barein og Íslands á HM 2019.getty/TF-Images Að sögn Halldórs á Barein að spila nokkra æfingaleiki fyrir HM sem hefst 13. janúar næstkomandi. Eins og staðan er núna er æfingaleikur gegn Egyptalandi í desember á dagskránni sem og mót milli jóla og nýárs í Póllandi og tveir æfingaleikir gegn Alsír á heimavelli í byrjun janúar. Það gæti þó breyst vegna ástandsins í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og áður sagði eru Bareinar komnir inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Samningur Halldórs við bareinska handknattleikssambandið gildir bara fram yfir HM en hann neitar því ekki að það yrði spennandi að stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Það kemur í ljós eftir þetta verkefni. Það var bara samkomulag að ræða það ekkert frekar fyrr en seinna. Auðvitað er það gríðarlega spennandi en ég vildi ekki horfa of langt fram í tímann. Ég er samningsbundinn Selfossi og það er alveg nóg að hugsa um þetta verkefni í bili,“ sagði Halldór. Fjórir íslenskir þjálfarar verða á HM í Egyptalandi. Halldór með Barein, Guðmundur Guðmundsson með Ísland, Dagur Sigurðsson með Japan og Alfreð Gíslason með Þýskaland. HM 2021 í handbolta Barein Olís-deild karla UMF Selfoss Íslendingar erlendis Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Halldór Sigfússon mun stýra Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í janúar. Bareina vantaði þjálfara eftir að Þjóðverjinn Michael Roth var látinn taka pokann sinn og leituðu til Halldórs. Hann þekkir ágætlega til í bareinskum handbolta en hann þjálfaði um tíma U-19 og U-21 árs landslið karla áður en honum var sagt upp þar í fyrra. Halldór hefur verið þjálfari karlaliðs Selfoss frá því í sumar en fékk grænt ljós frá Selfyssingum til að stýra Barein á HM. Halldór fetar þar með í fótspor Guðmundar Guðmundssonar og Arons Kristjánssonar sem stýrðu áður bareinska landsliðinu. Sá síðastnefndi stýrði Barein t.a.m. á HM 2019 og kom liðinu á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða haldnir á næsta ári. Aron Kristjánsson gerði góða hluti með bareinska landsliðið.getty/Lars Ronbog „Þetta kom bara til mín á mánudaginn og þá var mér boðið að taka við liðinu í tvo mánuði, fram yfir HM. Selfyssingar voru mjög skilningsríkir, sérstaklega í ljósi aðstæðna með deildina hérna heima, að gefa mér þetta tækifæri, að stjórna liði á HM. Það er mikill heiður fyrir mig og frábært tækifæri. Selfyssingar gáfu mig lausan í tvo mánuði þannig ég gæti tekið þetta verkefni að mér,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Gummi Gumm og Aron unnu frábært starf þarna og ég var líka með yngri landsliðin. Þeir þekkja mín vinnubrögð og vinnubrögð Íslendinganna. Við erum hátt skrifaðir hjá þeim. Það er mikill heiður fyrir okkur sem handboltaþjóð að svo sé. Ég missti aldrei sambandið við framkvæmdastjóra bareinska handknattleikssambandsins. Ástæða brottvikningar minnar á sínum tíma hafði ekkert með handbolta að gera, þetta snerist meira um peningamál og annað. Ég var tilbúinn að taka þetta verkefni að mér með þeim fyrirvara að Selfoss gæti gefið mig lausan í tvo mánuði. Þetta er gert í fullu samstarfi við þá.“ Fyrsti leikur Barein á HM er gegn heimsmeisturum Danmerkur 15. janúar. Auk þeirra eru Argentína og Kongó í D-riðli heimsmeistaramótsins. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. „Það er mjög stórt að fara á heimsmeistaramót. Þetta er hörkuverkefni og gríðarlega mikil reynsla fyrir mig,“ sagði Halldór og bætti við að hann þekkti marga leikmenn bareinska sambandsins, frá því hann þjálfaði yngri landslið Barein og var Aroni innan handar með A-landsliðið. Úr leik Barein og Íslands á HM 2019.getty/TF-Images Að sögn Halldórs á Barein að spila nokkra æfingaleiki fyrir HM sem hefst 13. janúar næstkomandi. Eins og staðan er núna er æfingaleikur gegn Egyptalandi í desember á dagskránni sem og mót milli jóla og nýárs í Póllandi og tveir æfingaleikir gegn Alsír á heimavelli í byrjun janúar. Það gæti þó breyst vegna ástandsins í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og áður sagði eru Bareinar komnir inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Samningur Halldórs við bareinska handknattleikssambandið gildir bara fram yfir HM en hann neitar því ekki að það yrði spennandi að stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Það kemur í ljós eftir þetta verkefni. Það var bara samkomulag að ræða það ekkert frekar fyrr en seinna. Auðvitað er það gríðarlega spennandi en ég vildi ekki horfa of langt fram í tímann. Ég er samningsbundinn Selfossi og það er alveg nóg að hugsa um þetta verkefni í bili,“ sagði Halldór. Fjórir íslenskir þjálfarar verða á HM í Egyptalandi. Halldór með Barein, Guðmundur Guðmundsson með Ísland, Dagur Sigurðsson með Japan og Alfreð Gíslason með Þýskaland.
HM 2021 í handbolta Barein Olís-deild karla UMF Selfoss Íslendingar erlendis Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira