Enn deilt um fjárlög og aðgerðapakka Evrópusambandsins Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 11:35 Krzysztof Szczerski, starfsmannastjóri forseta Póllands. Vísir/EPA Ungverjar og Pólverjar standa enn í vegi fyrir að fjárlagaáætlun og margmilljarða evra aðgerðapakki Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins verði samþykktur. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við sátt á endanum. Ríkin tvö hafa neitað að styðja áætlunina vegna nýrra reglna sambandsins um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum verði skilyrtur við að ríki virði undirstöður réttarríkisins. Þau eru bæði til rannsóknar sambandsins fyrir að hafa grafið undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka. Tugir milljarða evra eru undir fyrir ríkin tvö. Afstaða þeirra nú mun líklega tefja aðgerðir til þess að rétta við efnahag aðildarríkjanna í kreppunni sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orban sagði í dag að viðræður héldu áfram og á endanum verði komist að niðurstöðu. Nokkrir kostir til þess að leysa úr stöðunni sem þóknist Ungverjalandi og Póllandi séu í boði. Skýrði hann ekki frekar hvað gæti falist í þeim kostum. Minni sáttatónn var í fulltrúa pólsku ríkisstjórnarinnar í dag. Krzysztof Szczerski, starfsmannastjóri forseta Póllands, sagði landið hafa fullan rétt á því að neita að fallast á það sem það teldi rangt. „Við höfum rétt á að sækjast eftir og krefjast nýrrar málamiðlunar,“ sagði hann við pólska ríkisútvarpið TVP info. Evrópusambandið Pólland Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ungverjar og Pólverjar standa enn í vegi fyrir að fjárlagaáætlun og margmilljarða evra aðgerðapakki Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins verði samþykktur. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við sátt á endanum. Ríkin tvö hafa neitað að styðja áætlunina vegna nýrra reglna sambandsins um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum verði skilyrtur við að ríki virði undirstöður réttarríkisins. Þau eru bæði til rannsóknar sambandsins fyrir að hafa grafið undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka. Tugir milljarða evra eru undir fyrir ríkin tvö. Afstaða þeirra nú mun líklega tefja aðgerðir til þess að rétta við efnahag aðildarríkjanna í kreppunni sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orban sagði í dag að viðræður héldu áfram og á endanum verði komist að niðurstöðu. Nokkrir kostir til þess að leysa úr stöðunni sem þóknist Ungverjalandi og Póllandi séu í boði. Skýrði hann ekki frekar hvað gæti falist í þeim kostum. Minni sáttatónn var í fulltrúa pólsku ríkisstjórnarinnar í dag. Krzysztof Szczerski, starfsmannastjóri forseta Póllands, sagði landið hafa fullan rétt á því að neita að fallast á það sem það teldi rangt. „Við höfum rétt á að sækjast eftir og krefjast nýrrar málamiðlunar,“ sagði hann við pólska ríkisútvarpið TVP info.
Evrópusambandið Pólland Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39