Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 10:44 Gylfi Magnússon er eins og margir hugsi yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Vísir/Vilhelm Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. Gylfi Magnússon er meðal fjölmargra sem ýmist eru hugsi eða fagna niðurstöðunni vestan hafs sem þó á eftir að staðfesta fyrir víst. Þjóðarleiðtogar eru þegar farnir að óska Trump til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Gylfi setur fyrirvara við spá sína um afleiðingar kosninganna en sér ýmislegt við í kortunum. Það verður verulegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun enda mun Bandaríkjastjórn hvetja til bruna á kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn. Úkraína verður neydd til að gefast upp og afhenda Rússum veruleg landsvæði. Úkraínumenn gætu jafnvel neyðst til að koma á rússneskri leppstjórn og verða í svipaðri stöðu og Belarús. Það mun svo aftur þýða að Eystrasaltslöndin, Georgía og fleiri nágrannalönd Rússlands verða í stórhættu. NATÓ verður gagnslítið eða -laust þegar hernaðarmáttur Bandaríkjamanna stendur í raun ekki að baki því. Rússneska „heimsveldið“ sem þannig verður endurreist að hluta er hins vegar svo fúið og veikburða (bláfátæk, gerspillt bensínstöð með kjarnorkuvopn) að það mun einhvern veginn liðast í sundur fyrr eða síðar, hugsanlega með mjög blóðugum átökum. Tollastríð við Kína (þar sem ESB mun líka taka þátt) mun valda samdrætti í milliríkjaverslun, aukinni verðbólgu og hægja á heimshagkerfinu. Lífskjör versna fyrir vikið. Ísrael mun fara sínu fram í Gaza og Vesturbakkanum (svo sem engin breyting þar) en líklega ekki fá stuðning til að ráðast af fullum þunga á Íran. Fjöldi Bandaríkjamanna mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar undið verður að hluta ofan af umbótum Obama á því sviði. „Kristilegir“ hægri menn munu halda meiri hluta í hæstarétti Bandaríkjanna í marga áratugi til viðbótar. Það hefur auðvitað margs konar afleiðingar. Gylfi vonar að þróun geti orðið skárri en eins og hann sjái hana fyrir sér. Hins vegar sé nánast ómögulegt að sjá fyrir að eitthvað gott geti komið út úr tilvonandi valdasetu Trumps. Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á Gylfa og spyr hvort það geti verið að hann sé ekki aðdáandi Trump. Aðrir taka undir með Gylfa og segja sumir hann frekar bjartsýnan en annað. Í könnun sem Prósent gerði í vikunni kom fram að einn af hverjum tíu Íslendingum studdu Trump. Kjósendur Miðflokksins skæru sig þó úr en fjórir af hverjum tíu kjósendum flokksins væru stuðningsmenn Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Gylfi Magnússon er meðal fjölmargra sem ýmist eru hugsi eða fagna niðurstöðunni vestan hafs sem þó á eftir að staðfesta fyrir víst. Þjóðarleiðtogar eru þegar farnir að óska Trump til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Gylfi setur fyrirvara við spá sína um afleiðingar kosninganna en sér ýmislegt við í kortunum. Það verður verulegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun enda mun Bandaríkjastjórn hvetja til bruna á kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn. Úkraína verður neydd til að gefast upp og afhenda Rússum veruleg landsvæði. Úkraínumenn gætu jafnvel neyðst til að koma á rússneskri leppstjórn og verða í svipaðri stöðu og Belarús. Það mun svo aftur þýða að Eystrasaltslöndin, Georgía og fleiri nágrannalönd Rússlands verða í stórhættu. NATÓ verður gagnslítið eða -laust þegar hernaðarmáttur Bandaríkjamanna stendur í raun ekki að baki því. Rússneska „heimsveldið“ sem þannig verður endurreist að hluta er hins vegar svo fúið og veikburða (bláfátæk, gerspillt bensínstöð með kjarnorkuvopn) að það mun einhvern veginn liðast í sundur fyrr eða síðar, hugsanlega með mjög blóðugum átökum. Tollastríð við Kína (þar sem ESB mun líka taka þátt) mun valda samdrætti í milliríkjaverslun, aukinni verðbólgu og hægja á heimshagkerfinu. Lífskjör versna fyrir vikið. Ísrael mun fara sínu fram í Gaza og Vesturbakkanum (svo sem engin breyting þar) en líklega ekki fá stuðning til að ráðast af fullum þunga á Íran. Fjöldi Bandaríkjamanna mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar undið verður að hluta ofan af umbótum Obama á því sviði. „Kristilegir“ hægri menn munu halda meiri hluta í hæstarétti Bandaríkjanna í marga áratugi til viðbótar. Það hefur auðvitað margs konar afleiðingar. Gylfi vonar að þróun geti orðið skárri en eins og hann sjái hana fyrir sér. Hins vegar sé nánast ómögulegt að sjá fyrir að eitthvað gott geti komið út úr tilvonandi valdasetu Trumps. Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á Gylfa og spyr hvort það geti verið að hann sé ekki aðdáandi Trump. Aðrir taka undir með Gylfa og segja sumir hann frekar bjartsýnan en annað. Í könnun sem Prósent gerði í vikunni kom fram að einn af hverjum tíu Íslendingum studdu Trump. Kjósendur Miðflokksins skæru sig þó úr en fjórir af hverjum tíu kjósendum flokksins væru stuðningsmenn Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira