Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. nóvember 2024 22:40 Antony Blinken á fundi með forsætisráðherra Katar, Mohammed Bin Al Thani. Báðir hafa leikið stórt hlutverk í tilraunum til að ná samkomulagi um vopnahlé á Gasa-svæðinu. getty Ríkisstjórn Katar hefur tilkynnt Bandaríkjamönnum og Ísraelum að ríkið muni hætta hlutverki sínu sem sáttasemjari í deilu Ísraela og Hamas-samtakanna. Telur ríkisstjórnin að viðræður séu til einskis á meðal aðilar séu ekki í góðri trú. Katar hefur um nokkurt skeið verið einskonar hlutlaust svæði innan Mið-Austurlanda þar sem deiluaðilar hafa reynt að miðla málum, ekki bara milli Ísraela og Hamas, heldur einnig í deilum Bandaríkjamanna, Rússa, Talíbana og Írana. Viðræður hafa farið fram í Katar milli deiluaðila á Gasa-svæðinu en nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt að viðræður muni ekki hefjast fyrr en aðilar „sýni vilja til að semja“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu reynt að knýja á um það, að Hamas-liðar fengju ekki lengur aðsetur í Doha höfuðborg Katar. Í frétt BBC er því fleygt fram að um lokatilraun Biden-stjórnarinnar, til að ná samkomulagi, sé að ræða. Þónokkrir miðlar greindu frá því að Katarar hefðu samþykkt að láta Hamas-liða loka skrifstofum sínum í Doha. Því hafna aftur á móti bæði Hamas og ríkisstjórn Katar. Þeir hafa hins vegar verið alveg skýrir með það að hlutverki ríkisins sem sáttasemjara sé lokið, í bili. „Katar tilkynnti aðilum fyrir tíu dögum síðan, á meðan síðustu viðræður voru í gangi, að ríkið myndi fresta sínum tilraunum til að miðla málum milli Hamas og Ísraels ef ekki væri hægt að ná samkomulagi,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytis. Hamas-liðar höfnuðu síðasta boði um vopnahlé í október, en samtökin hafa ætíð kallað eftir algjöru fráhvarfi ísraelskra hermanna frá Gasa-svæðinu. Ísraelar hafa einnig verið sakaðir um að hafna samningum. Nokkrum dögum áður en varnarmálaráðherann Yoav Gallant var rekinn úr starfi sakaði hann forsætisráðherrann Netanjahú um að hafna tilboði þvert á tilmæli öryggisráðgjafa. Átök í Ísrael og Palestínu Katar Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur John Prescott fallinn frá Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira
Katar hefur um nokkurt skeið verið einskonar hlutlaust svæði innan Mið-Austurlanda þar sem deiluaðilar hafa reynt að miðla málum, ekki bara milli Ísraela og Hamas, heldur einnig í deilum Bandaríkjamanna, Rússa, Talíbana og Írana. Viðræður hafa farið fram í Katar milli deiluaðila á Gasa-svæðinu en nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt að viðræður muni ekki hefjast fyrr en aðilar „sýni vilja til að semja“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu reynt að knýja á um það, að Hamas-liðar fengju ekki lengur aðsetur í Doha höfuðborg Katar. Í frétt BBC er því fleygt fram að um lokatilraun Biden-stjórnarinnar, til að ná samkomulagi, sé að ræða. Þónokkrir miðlar greindu frá því að Katarar hefðu samþykkt að láta Hamas-liða loka skrifstofum sínum í Doha. Því hafna aftur á móti bæði Hamas og ríkisstjórn Katar. Þeir hafa hins vegar verið alveg skýrir með það að hlutverki ríkisins sem sáttasemjara sé lokið, í bili. „Katar tilkynnti aðilum fyrir tíu dögum síðan, á meðan síðustu viðræður voru í gangi, að ríkið myndi fresta sínum tilraunum til að miðla málum milli Hamas og Ísraels ef ekki væri hægt að ná samkomulagi,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytis. Hamas-liðar höfnuðu síðasta boði um vopnahlé í október, en samtökin hafa ætíð kallað eftir algjöru fráhvarfi ísraelskra hermanna frá Gasa-svæðinu. Ísraelar hafa einnig verið sakaðir um að hafna samningum. Nokkrum dögum áður en varnarmálaráðherann Yoav Gallant var rekinn úr starfi sakaði hann forsætisráðherrann Netanjahú um að hafna tilboði þvert á tilmæli öryggisráðgjafa.
Átök í Ísrael og Palestínu Katar Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur John Prescott fallinn frá Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira