Fær ekki skaðabætur eftir að hafa farið í hjartastopp við handtöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 17:34 Hæstiréttur mat það svo að Ívar Örn hafi ekki fært sannanir fyrir því að orsök hjartastoppsins sem hann fór í við handtöku hafi verið handtakan sjálf. Vísir/Vilhelm Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag. Ívar Örn hafði við handtökuna farið í hjartastopp og hlaut við það dreifðan heilaskaða. Málið hefur áður verið tekið fyrir í héraðsdómi og Landsrétti og var það mat beggja dómstóla að Ívari hafi ekki tekist að færa sönnun fyrir orsakatengslum milli handtökunnar og líkamstjónsins sem hann varð fyrir og var það mat Hæstaréttar að það stæðist. Fjórar matsgerðir sérfræðinga lágu fyrir í málinu um orsakir þess að hjarta Ívars hætti að slá. Að þeirra mati var það ástand Ívars fyrir handtökuna sem var frumorsök þess að hjarta hans stöðvaðist og að viðbrögð hans við handtökunni hafi átt þátt í eða aukið líkurnar á hjartastoppinu. Matsmenn voru hins vegar ekki sammála um hvort og hversu líklegt hefði verið að hjarta Ívars hefði stöðvast þó til handtökunnar hefði ekki komið. Ívar Örn sagði sögu sína í DV árið 2013. Töldu matsmennirnir líklegustu skýringuna á hjartastoppi Ívars sturlunar- eða geðrofsástandið sem hann virtist hafa verið í auk lífshættulegrar brenglunar á sýrustigi blóðs og gríðarlegri hækkun á vöðvaensímum. Það mætti rekja til ofneyslu á orkugeli eða orkudrykkjum í aðdraganda handtökunnar. Var handjárnaður og benslaður á fótum við handtökuna Málið má rekja aftur til 11. maí 2010 þegar neyðarlínu barst tilkynning þegar klukkan var að ganga 12 um blóðugan mann sveiflandi golfkylfu. Sjúkrabíll var í kjölfarið sendur á vettvang og var lögreglu gert viðvart. Nokkrum mínútum síðar barst annað símtal til neyðarlínu þar sem tilkynnt var að maðurinn, Ívar Örn, hafði hlaupið í átt að kirkju í hverfinu. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði Ívar hlaupið að kjallaraíbúð í nágrenninu og þegar lögregla ræddi við húsráðanda greindi hann frá því að Ívar hafi barið á dyr og virst útataður í blóði. Húsráðandinn taldi að hann hafi lent í slysi og bauð Ívari að fara í sturtu. Ívar hafi tekið boðinu en í sturtunni hafi hann öskrað og látið undarlega. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar lögregla fór inn í baðherbergið hitti hún Ívar fyrir í sturtunni þar sem hann öskraði og lét einkennilega, barði í veggi og kúgaðist. Reynt hafi verið að ræða við hann en hann veitti lögreglu enga athygli. Lögreglumenn hafi því þurft að fara inn í sturtuna, skrúfa fyrir vatnið og þegar reynt var að ræða aftur við Ívar hafi hann orðið mjög æstur og hann var færður í handjárn. Þá kemur fram í dómnum að talið hafi verið nauðsynlegt að bensla fætur hans þar sem hann hafi ítrekað sparkað til lögreglu. Rétt eftir að sjúkrabíll kom á vettvang barst tilkynning frá lögreglu um að Ívar væri hættur að anda og að enginn hjartsláttur fyndist hjá honum. Ívar var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag. Ívar Örn hafði við handtökuna farið í hjartastopp og hlaut við það dreifðan heilaskaða. Málið hefur áður verið tekið fyrir í héraðsdómi og Landsrétti og var það mat beggja dómstóla að Ívari hafi ekki tekist að færa sönnun fyrir orsakatengslum milli handtökunnar og líkamstjónsins sem hann varð fyrir og var það mat Hæstaréttar að það stæðist. Fjórar matsgerðir sérfræðinga lágu fyrir í málinu um orsakir þess að hjarta Ívars hætti að slá. Að þeirra mati var það ástand Ívars fyrir handtökuna sem var frumorsök þess að hjarta hans stöðvaðist og að viðbrögð hans við handtökunni hafi átt þátt í eða aukið líkurnar á hjartastoppinu. Matsmenn voru hins vegar ekki sammála um hvort og hversu líklegt hefði verið að hjarta Ívars hefði stöðvast þó til handtökunnar hefði ekki komið. Ívar Örn sagði sögu sína í DV árið 2013. Töldu matsmennirnir líklegustu skýringuna á hjartastoppi Ívars sturlunar- eða geðrofsástandið sem hann virtist hafa verið í auk lífshættulegrar brenglunar á sýrustigi blóðs og gríðarlegri hækkun á vöðvaensímum. Það mætti rekja til ofneyslu á orkugeli eða orkudrykkjum í aðdraganda handtökunnar. Var handjárnaður og benslaður á fótum við handtökuna Málið má rekja aftur til 11. maí 2010 þegar neyðarlínu barst tilkynning þegar klukkan var að ganga 12 um blóðugan mann sveiflandi golfkylfu. Sjúkrabíll var í kjölfarið sendur á vettvang og var lögreglu gert viðvart. Nokkrum mínútum síðar barst annað símtal til neyðarlínu þar sem tilkynnt var að maðurinn, Ívar Örn, hafði hlaupið í átt að kirkju í hverfinu. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði Ívar hlaupið að kjallaraíbúð í nágrenninu og þegar lögregla ræddi við húsráðanda greindi hann frá því að Ívar hafi barið á dyr og virst útataður í blóði. Húsráðandinn taldi að hann hafi lent í slysi og bauð Ívari að fara í sturtu. Ívar hafi tekið boðinu en í sturtunni hafi hann öskrað og látið undarlega. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar lögregla fór inn í baðherbergið hitti hún Ívar fyrir í sturtunni þar sem hann öskraði og lét einkennilega, barði í veggi og kúgaðist. Reynt hafi verið að ræða við hann en hann veitti lögreglu enga athygli. Lögreglumenn hafi því þurft að fara inn í sturtuna, skrúfa fyrir vatnið og þegar reynt var að ræða aftur við Ívar hafi hann orðið mjög æstur og hann var færður í handjárn. Þá kemur fram í dómnum að talið hafi verið nauðsynlegt að bensla fætur hans þar sem hann hafi ítrekað sparkað til lögreglu. Rétt eftir að sjúkrabíll kom á vettvang barst tilkynning frá lögreglu um að Ívar væri hættur að anda og að enginn hjartsláttur fyndist hjá honum. Ívar var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira